Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 4. júlí 1976 Byltingin sem sk TÍMINN 15 • 1 t eitt sterkasta and- byltingarafl heims til þess að stöðva verzlun viö Breta. Þingið sendi ályktanir sinar og kröfur um réttindi nýlendubúa til brezka þingsins og krúnunnar. Þeim var ekki sinnt þar, en i stað- inn lýsti brezka þingið því yfir, þann 9. febrúar 1775, að ný- lendurnar hefðu gert uppreisn. Þá loks gengu embættismenn Breta nokkuð til móts við kröfur Amerikumanna, en of seint og i of litlum mæli. Nýlendubúar hófu þegar að vopnvæðast og mynduðu hersveitir. Skömmu eftir að brezka þingið hafði lýst nýlendurnar i upp- reisnarástandi, nánar tiltekið þann 23. marz 1775, heyrðist svo i fyrsta sinn opinberlega hávær rödd þess er koma skyldi, þegar Patrick Henry flytur ræðu sina i Virginia-þingi og segir setningu þá sem siðar varö fleyg: — gefið mér frelsi, eða gefið mér dauða. Paine gefur út A þeim tima hafði sjálfstæðis- hreyfingu nýlendnanna ekki vax- ið svo fiskur um hrygg að meiri- hluti hefði fengizt fyrir sam- bandsslitum. Enn hafði ekki gengið nægilega langt til þess, að vilji til breytinga væri vaknaður meðal fólksins. Það er, eins og fyrr segir, ekki fyrr en árið þar á eftir, 1776, eftir að fyrstu bardag- ar byltingarinnar höfðu átt sér stað, við Lexington og Concorde i aprií 1775, eftir að annað alrikis- þing Ameriku hafði útnefnt Ge- orge Washington yfirmann alls herafla nýlendnanna, eftir bar- dagann við Bunker Hill, þar sem Bretar unnu sigur á Ameriku- mönnum skammt frá Boston, eft- ir að hafnir nýlendnanna höfðu verið lokaðar i um það bil ár og eftir að alrikisþingið hafði gert út sendimenn og sendinefndir til rikisstjórna i Evrópu, til að kynna málstað Amerikumanna, — að al- menningsálitið i nýlendunum sjálfum snýst til fylgis við sjálf- stæði. Sá maður sem að lokum sveigði almenning endanlega til fylgis við sjálfstæði nýlendnanna var Thomas Paine. Hann gerði það með þvi að rita og gefa út einfald- an bækling, þar sern hann rakti rök Amerikumanna fyrir þvi að brjótast undah Bretaveldi. Þetta rit gerði meira til þess að sam- eina Amerikumenn gegn Bretum heldur en kúgun, harðir bardagar og hundrað yfirlýsingar stjórn- málamanna -höfðu áorkað. Loks samstaða Eftir útgáfu sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar var samstaða Amerikumánna alger. Bretar stóðu þá loks frammi fyrir ein- huga og algerri byltingu, sem krafðist þess að þeir leggðu út i verulega erfiðan og kostnaðar- saman hernabarleiðangur, ef þeir vildu eiga möguleika á að halda nýlendum sinum. Þá þegar tóku Bretar þá stefnu, sem þeir héldu út styrjöldina, að þeir yrðu að halda völdum sinum til streitu i Ameriku, þvi missir nýlendn- anna þar myndi að öllum likind- um þýða endalok Bretlands sem heimsveldis — sem og kom á dag- inn, þótt hrörnunin tæki lengri tima en þá var áætlað, og kæmi meir innan frá en álitið var. Siðari hluta ársins 1776 voru háðir bardagar við Tenton og Princeton, og sigur i þeim báðum varð til þess að lyfta undir Ame- rikumenn og styrkja samstöðu þeirra. Fáni valinn - sambandsríki Þar kom svo, i júni 1777, að al- rikisþingið valdi fána handa Amerikumönnum. Skyldi fáninn vera röndóttur, hvitur og rauður, og rendurnar vera þrettán tals- ins. 1 efra horni fánans að innan skyldi vera blár hringur, með þrettán hvitum stjörnum. Talan þrettán, bæði hvað varðaði rend- ur fánans og stjörnurnar, táknaði að sjálfsögðu nýlendurnar þrettán, en þær höfðu allar sent fulltrúa á annað alrikisþingið. Georgia, sem ekki hafði tekið þátt i þvi fyrra, skipaði sér þá i lið með hinum. Eftir að hafa þrefað fram og aftur um málið tók svo þingið loks þá ákvörðun, i nóvember 1777, að stofnað skyldi til lauslegs sam- bands milli rikjanna þrettán, en það samband var grundvöllur fyrstu alrikisstjórnar Bandarikj- anna. Á þeim tima sem ákvörðunin um sambandsmyndun tók þingið hafði hernaðarleg staða herja Amerikumanna versnað til muna, en siðan lagast að nýju. Washington hafði hrakizt frá New York og þurfti að draga her sinn til baka yfir Hudson-fljót, um New Jersey. til Delaware- fljóts. Undanhaldinu var þó fljót- lega snúið upp i sókn að nýju, og fyrri hluta ársins 1777 hafði her Sameinaðra rikja Ameriku rétt hlut sinn að nýju. Upp frá þvi gerðu brezku herirnir aldrei betur en að halda i við Amerikumenn, sem sóttu ótrauðir fram eftir það. Veturinn 1777-1778 var harður og báðum herjum erfiður. Að honum lokn- um mættust meginherir styrjaldaraðila i siðasta sinn i bardaganum við Monmouth, sem hvorugum aðilanum tókst að vinna sigur i. Eftir það einkenndist byltingin af átökum milli einstakra her- deilda og smærri herja, þar til þann 18. október 1781, þegar Cornwallis, herforingi brezka hersins i Ameriku, gafst endan- lega upp i Yorktown, ásamt átta þúsund hermanna sinna. Sigur unninn Þegar Bretar loks gáfu styjöldina i Ameriku upp á bátinn voru þeir orðnir ákaflega að- þrengdir. Frakkar höfðu þegar á árinu 1775 gefið Amerikumönnum fyrirheit um aðstoð i baráttu þeirra við Breta. Þessi aðstoð varð siðar einnig hernaðarleg, einkum á sjó, og árið 1779 hófu Spánverjar einnig þátttöku i styrjöldinni, þótt þeir neituðu að viðurkenna sjálfstæði nýlendn- anna i Ameriku. . Þá varð það einnig Bretum til trafala að Rússar lýstu þvi yfir, að þeir myndu vernda öll við- skipti sin við önnur riki, hvað sem Bretar ákvæðu. Þessi ákvörðun Rússa gerði að litlu hafnbann það sem Bretar settu á Spán og Frakkland. Eftir uppgjöfina i Yorktown lék ekki lengur nokkur vafi á þvi hver endalok þessarar styrjaldar yrðu. Bretar áttu ekki lengur neina möguleika á sigri, og tveim árum siðar, i növember 1783, yfirgáfu siðustu brezku hermennirnir New York. 23. desember sama ár sagði Washington af sér sem yfirmaður herafla hinna Sameinuðu rikja Ameriku — sjáifstæði var orðið að veruleika. Bylting gleymd? Siðan þá hafaBandarikin þróazt upp úr lauslegu sambandi þrettán rikja, til þess að vera nú samband fimmtiu fylkja, sem hvert um sig hefur sjálfstjórn i skattamálum, löggæzlumálum, málefnum, sem varða kosningaaldur og fleira, en eru engu að siður undir sameigin- legri alrikisstjórn, með sameigin- lega alrikislöggjóf og sameigin- legar varnir, ásamt fleira. Hin siðari ár og áratugi hafa Bandarikjamenn þó, að þvi er virðist, gleymt að mestu sinni eigin þjóðfrelsisbaráttu, sinni eigin byltingu. Þeir hafa, með fá- einum undantekningum, sett sig á móti frelsishreyfingum og frelsis- byltingum umheiminn, jafnvel i sumum tilvikum komið fram sem nýlenduherrar, svipaðir þeim, sem þeir sjálfir brutust undan fyrir tæpum tvö hundruð árum. Dæmin eru mörg og flest á þann veg, að Bandarikjamenn hafa staðið gegn þjóðbyltingum, frék- ar verið hlutlausir eða jafnvel heldur jákvæðir, ef um byltingar hægri-sinnaðra herforingja hefur verið að ræðá. Þannig hafa þeir farið svipaða leið gegn öðrum og Bretar fóru gegn þeim, og ekki nóg með það, — þeir hafa þurft að læra sina lexiu á svipaðan hátt og Bretar. Þá voru þeir sjálfir kennararnir, en i Vietnam fyrir fáum árum, voru þeir i sporum námssveinanna, sem tyftaðir voru. Ný bylting? Hvað fram undan er, er ekki gott að segja. Stjórnmálafræðing- ar hafa undanfarin ár i sivaxandi mæli spáð vinstri-hreyfingu i Bandarikjunum, jafnvel byltingu til vinstri (hvað svo sem það merkir). Fyrir skömmu siðan kom hingað til Islands, á vegum Menningarstofnunar Bandarikj- anna i Reykjavik, bandariskur prófessor i stjórnmálafræðum. A fundi með fréttamönnum og öðr- um skýrði hann frá þvi, að likur þættu benda til þess að Bandarik- in yrðu orðin sósialiskt riki innan fárra aratuga. Jafnframt þvi lýsti hann þeirri skoðun sinni, að innleiðing sósial- isma i Bandarikjunum gæti orðið til mikils góðs þar. Raunar væri það ekki vafamál i sinum huga að sósialismi kæmi þar. Það eina sem eftir væri að sjá væri hvernig hann kemst á og hvers konar sósialismi það verður. Komi til blóðugrar byltingar, sem leiða myndi til kúgunar-sósialisma, væri breytingin að sinu viti til hins verra. Kæmist sósialismi hins vegar á með friðsamlegu móti og væri þar um lýðræðis- sósialisma að ræða, þá yrði breytingin að teljast til hins betra — skref fram á við. Ef til vill liggur þvi fyrir Bandarikjamönnum önnur bylt- ing, vopnuð eða óvopnuð — sem leiða myndi þá nær skilningi á þeim byltingum, sem þeir hafa staðið harðast gegn til þessa. Ef til vill verða Bandarikin ekki lengi meðal sterkustu and- byltingarafla heims úr þessu. (H.V. tók saman heimildir frá Menningarstofnun Bandarikjanna)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.