Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 4. júli 1976 Bandaríki Amerík — Hann hefur neitað aö samþykkja lög, sem eru meðal þess, sem heilbrigt er og nauðsynlegt fyrir þjóðina. Hann hefur forboðið ríkisstjórum sínum að setja lög, sem nauðsynleg hafa verið, nema þvi aðeins að gildistaka þeirra biði samþykkis hans og, þegar því hefur verið fylgt, hefur hann algerlega neitað að sinna þeim. Hann hefur kallað saman löggjafarþing á óvanaleg- um stöðum, óþægilegum og fjarlægum opinberum skjalageymslum, í þeim tilgangi einum að þreyta þingmenn svo að þeir láti að hans vilja. Hannhefur leyst upp fulltrúaþing hvað eftir annað, fyrir það eitt að mæta árásum hans á réttindi þjóðar- innar með karlmannlegri festu. Hann hefur gert dómara háða sínum vilja, að því er varðar setu þeirra í embætti og upphæð launa þeirra. Hann hefur haldið meðal vor, á friðartímum, fasta heri, án samþykkis löggjafa vorra. Hann hefurafnumið rikisstjórn hér, með því að lýsa oss utan sinnar verndar og með því að reka styrjöld á hendur oss. Hann hefur rænt höf vor, ráðizt á strendur vorar, brennt bæi vora og eytt lífi fólks vors. Eins og tilvitnanir þessar i sjálfstæðisyfirlýsingu nýlendn- anna þrettán, sem síðar urðu Bandariki Norður-Amerlku, bera meö sér þóttust nýlendubúar hafa ærna ástæðu til að brjótast undan yfirstjórn Breta. Allar ásakanir þær, sem hér á undan voru taldar, eiga við Bretakonung, sem þá var George III, og eru þær aðeins hluti þess sem á hann var borinn i skjali þessu. Segja má, að allar ásakanir ný- lendubúa á hendur Bretakonungi krystallist i einni setningu sjálfs- stæðisyfirlýsingarinnar, þar sem segir: —....til þess að ljúka þvi verki dauða, eyðingar og kúgun- ar, sem þegar er hafið af grimmd og tryggðarofum, sem varla eiga sinn llka á villimannlegustu tim- um mannlegrar sögu og eru al- gerlega ósæmandi þjóðhöfðingja siðmenntaðra manna. Þetta eru stór orð og harðar ásakanir, enda hófust ekki byltingar af litlum orsökum eöa engum þá. Bretar höfðu um langt skeið kúgað nýlendur sinar I Vesturheimi, bæði með löggjöf- um, sem og meö skattaálögum, og lfklega hefur aðeins meðfædd þrautseigja mannskepnunnar og tregðahennar til þess aö breyta lifi simTog tilveru á nokkurn veg, staðið byltingurilri-sv^ lengi fyrir þrifum sem raun bar vitr Upphaf byltingar Þegar sjálfstæöisyfirlýsingin var gefin út, þann fjórða júli seytján hundruð sjötiu og sex, hafði vopnuð bylting raunar stað- ið um nokkra hriö I nýlendunum. Telja má að fyrstu átökin milli nýlendubúa og brezkra hermanna hafi átt sér stað þann fimmta marz 1770, þegar hermennirnir skutu fimm manns til bana i Boston. Þá hafði um nokkurt skeið komiö til endurtekinna ó- eirða I borginni og, likt og búast mátti viö, beittu hermennirnir skotvopnum þegar borgararnir virtust ætla að ná yfirhöndinni. Þá höfðu deilur staðið yfir, allt' frá árinu seytján hundruð sextiu og fimm, þegar- fyrsti beini skatturinn var settur á nýlend- urnar, i formi eins konar stimpil- gjalds, sem lagðist á svo til alla útgáfu prentaös máls og laga- skjala. Sama ár setti brezka þing- ið einnig lög, sem skylduðu ný- lendubúa til þess að sjá brezkum hermönnum sem þangað komu fyrir húsnæði og birgðum. t fyrstu kváöu lög þessi svo um, aö her- mönnum skyldi heimilt að taka sér búsetu i krám og yfirgefnum byggingum, en siðar, það er árið 1774, var bætt við heimild til þess að hermennirnir tækju sér ból- festu á heimilum nýlendubúa. Skattaálögur og herkúgun Slðari hluta ársins 1765 mót- mæla Virginiumenn skattaálög- um á nýlendurnar méð þvl aö lýsa yfir rétti sinum til þess að ákveða sjálfir skatta rikisins. Snemma á árinu 1768 ganga svo ibúar Massachusetts i lið með þeim, fordæma innflutningsskatta þá sem Bretar höfðu lagt á ný- lendurnar og hvetja nýlendurnar ir_til sameiginlegra mótmæla. A sanTa-ár-i reyna brezkir emb- ættismenn að taka skipið Liberty lögtaki, vegna vangoldinna inn- flutningsskatta, en tekst ekki bet- ur til en svo aö þeir verða aö flýja af hólmi. Frekari órói vegna skattanna, einkum I Boston, verð- ur svo til þess, að tvær herdeildir fótgönguliðs úr brezka hernum koma til Boston og taka sér þar aðsetur. Með þvi má segja, að leiðin hafi verið mörkuð, þvi að þar með var komið á styrjaldar- ástand milli Bretlands og ný- lendnanna. Þegar á árinu 1765 höfðu breytingar á stefnu Breta gagn- vart nýlendum sinum i Amerlku oröið til þess að nýlendubúar höfðu myndað með sér leynileg samtök, andstæð Bretum, sem nefndust „The sons of Liberty", eöa „Synir Frelsisins". Samtök þessi létu aldrei verulega á sér bera, og aögerðir þeirra voru ekki áhrifarikar. Tilvist þeirra mark- ar þó greinilega sporin fyrir það sem á eftir kom, þvi að þeir eru hinir fyrstu sem sýna yfirráðum Breta andstöðu I orði. Eftir atvik þau, sem urðu i Boston á árinu 1770, þegar brezkir hermenn skutu til bana fimm borgara og voru flestir sýknaðir af dómstólum, virðist óánægja með brezka stjórn einkum þrífast þar um nokkurra ára skeið, eða þar til Samuel Adams og fylgis- menn hans tóku að kynna öðrum nýlendum málefni sin. Það for- dæmi reyndist smitandi og tóku önnur bæjarfélög og sveitafélög upp svipað kerfi þvi sem var starfrækt i Boston. Innan tiðar var þvi komið sterkt og gott sam- bandskerfi um allar nýlendurnar, eins konar mannlegur simi, sem studdist við hesta og postvagna I staökoparþráða. Eftir það bárust fregnir af öllum aðgerðum Breta i einstökum nýlendum nægilega hratt um til þess að hægt var að kynda undir kötlum óánægju og uppreisnarvilja. Tregir til byltingar Svo virðist sem uppreisnarvilji nýlendubiia hafi ekki veriö al- mennur eða verulega mikill þessi fyrstu ár baráttunnar. Það voru I fyrstu einstakir menn og tiltölu- lega fámennir hópar, sem réðust gegn kúgun konungs og þings ný- lenduveldisins, en hita virðist ekki hafa gætt verulega meðal al- mennings vegna þessa. Talið er að almennur vilji fyrir sambandsslitum hafi ekki verið fyrir hendi meðal ibúa amerisku nýlendnanna fyrr en á árinu 1776, um það bil er sjálfstæðisyfir- lýsingin kom fram. Fram til þess tima hafði þo margt skeð, sem nægt hefði til þess að kveikja byltingarkennd flestra þjóða. Arið 1773 markast þannig af „teveizlunni" i Boston, þegar hópur uppreisnarmanna fór um borð I skip i hófninni i Boston, dulbúnir sem Indiánar, og fleygði meir en þrjú hundruð teböllum i sjóinn. Enn var þarna um að ræða mótmæli gegn inn- flutningssköttum og einokun Breta á viðskiptum I Ameriku. Árið á eftir, 1774, hegna Bretar Ibúum Massachusetts fyrir „te- veizluna", með þvl að loka höfn- inni i Boston og auka jafnframt völd umboðsmanns konungs I ný- lendunni á kostnaö löggjafarþings hennar sjálfrar. Sama ár tók gildi viðbótarheimild sú við lögin um framfærsluskyldu nýlendubúa gagnvart hermönnum brezku krúnunnar, sem heimilaði her- mönnunum að setjast að á heimil- um nýlendubtia sjálfra. Þá var Benjamin Franklin og ávltaður af Bretum, fyrir aö rita bréf, þar sem deilt var harkalega á ýmsa brezka embættismenn I Amerlku. Fyrsta alríkisþingið Þessar aðgeröir Breta leiddu svo, siöar á sama ári, til þess, aö kallað var saman fyrsta alrikis- þing Ameriku, þar senv saman voru komnir fulltrúar tólf af þrettán nýlendum heimsálfunn- ar. Fulltrúarnir komu saman I Philadelphiu og voru Iitil vand- kvæði á þvl að ná samstöðu þar um ályktanir til mótmæla gegn ýmsum lagasetningum Breta. Þing þetta var haldið að beiðni Massachusetts og meðal ályktana þess var hvatning til ibúa þeirrar nýlendu að innheimta sjálfir skatta sina, auk þess að þingið hvatti nýlendubúa til þess að gripa til vopna sinna, mynda her- sveitir og gripa til efnahagslegra aðgeröa gagnvart Bretaveldi. Meö þessu var stigið stórt skref i átt til sjálfstæðis nýlendnanna, þvi að þarna var kominn fyrsti vísirinn að samstöðu þeirra gegn Bretum. Þingið sjálft fjallaöi þó ekki um samstöðu i hernaði eða efnahagsmálum, heldur beindi tilmælum sinum fyrst og fremst til hverrar nýiendu fyrir sig. Þó var myndað Meginlandssamband

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.