Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 35

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 35
Sunnudagur 4. jiill 1976 TÍMINN 35 Cr ímyndunarveikinni, semverö- ur meðal þeirra verka, sem tekið verður til sýningar að nýju i haust. LEIKARI Þjóðleikhússins lauk 22. þ.m. með sýningu á ímynd- unarveikinni á Blönduósi. Fyrsta sýning leikársins var hins vegar á Litla sviðinu 9. september á Ringulreið og sama kvöld var ínúk sýnt i fyrsta skipti i Mick- ery-leikhúsinu i Amsterdam. Fyrsta sýning á Stóra sviðinu var svo daginn eftir á Coppeliu, þar sem Helgi Tómasson var gestur. Þriðja árið i röð urðu leikhús- gestir yfir 100 þúsund i leikhúsinu sjáifu eða samtals 102.980, ef sýn- ingar listahátíðar eru meðtaldar. Þegar svo bætt er við áhorfenda- fjölda i leikferðum, kemst talan upp I 134.090 og hafa áhorfendur aldrei verið fleiri I sögu leikhúss- ins. Samtals voru verkefnin á leik- árinu 24, og eru þá ekki taldar sýningar listahátiðar á Sizwe ALDREI MEIRI AÐSÓKN HJÁ ÞJÓÐLEIKHÚSINU Bansi i Leikhúskjallaranum og söng- og leikkvöld Gieselu May á Stóra sviðinu, en hins vegar þeir gestaleikir, sem verið hafa hafa á vegum leikhUssins sjálfs. Nýjar frumsýningar á Stóra sviðinu voru 10, þar af 2 listdanssýningar og 1 ópera (Carmen). Fjögur verkefhi voru tekin upp frá fyrra leikári, og erlendir gestaleikir. tveir (Fialka og Ebbe Rode). Auk þess var svo hin árlega nemenda- sýning listdansskólans. Samtals uröu sýningar á Stóra sviðinu 218, en á Litla sviðinu 77, eða alls 295 sýningar. Sýningar Þjóðleikhvlss- ins i leikferðum og annars staðar utan leikhUss voru óvenju marg- ar, enda sýnt samtals I ellefu löndum. Eru þar drýgstar leik- ferðirnar með Inúk, sem sýnt var á árinu,! Hollandi, á Spáni, í Pól- landi, Venezúela, Colombia, Brasiliu, Panama, Costa Rica og Guatemala, samtals 60 sinnum auk 50 sýninga á íslandi, þannig að samtals var Inuk leikiö 110 sinnum á leikárinu, þar af 10 sinnum Uti á landi: á Akureyri, Dalvik og i Neskaupstað. Þá var Lúkas sýndur tvivegis i Færeyjum og Litla flugan fjórum sinnum. Loks var svo i júni farið með Imyndunarvekina um Austur- og Noröurland og sýnt 12 sinnum við óvenju mikla aðsókn. A Litla sviöi Þjóöleikhússins voru á árinu sýnd 6 verk, þar af voru þrjár frumsýningar (og eitt af þvi barnaleikrit) og einn gesta- leikur (Stigvél og skór). Samtals urðu þannig 99 sýning- ar f leikferðum og sýningar þvi alls 394 og er það lika met i sýningarfjölda á einu ári. Aðsókn að verkefnum var mis- jöfn eins og eðlilegt er I leikhúsum, en I raun mjög góð að mörgum verkefnum. Þannig var t.d. mjög góð aðsókna að Sporvagninum Girnd, Náttbólinu og Imyndunar- veikinni. 55. sýningar voru sér- staklega ætlaðar börnum en auk þess voru skólasýningar á öðrum verkefnum fyrir unglinga og ínúk var áuk þess sýnt i nokkrum skól- um.Ballettsýningar voru 14 og myndaði íslenzki dansflokkurinn uppistöðuna i þeim öllum, en auk þess tóku dansarar þátt I öðrum sýningum. Og óperusýning leik- ársins á Carmen sló öll fyrri að- sóknarmet.Næstá eftir InUkurðu flestar sýningar á Carmen eöa 51 og hefur engin ópera áður verið sýnd jafn oft i einni lotu. Gamla metið áttu Rigolettu (1950) og Rakarinn i Sevilla (1956) með 29 og 31 sýningu og um 18 þúsund leikhUsgesti. Carmen sáu hins vegar rúmlega 27 þúsund. Fjórtán leikstjórar störfuðu hjá leikhúsinu á leikárinu, þar af tveir erlendir gestir (Viktor Striz- hov og Michael Meschke). Leik- glóðarkerti fyrir flesta dieselbíla flestar dráttarvélar og aðrar vinnuvélar og dieselvélar til sjós og lands. Póstsendum hvert á land sem er ÁRAAÚLA 7 - SIAAI 84450 myndateiknarar voru 12, þar af 2 gestir (David Borovski og Ali- stair Powell). 4 danshöfundar voru starfandi i Þjóðleikhúsinu I vetur, og var i flestum tilvikum um frumfluthing að ræða. Sama ináli gegnir um verk þriggja Is- lenzkra tónskálda, en annars voru 5 islenzk leikverk á verk- efnaskránni. Viö Þjóðleikhúsið eru fastráön- ir30leikarar, ensamtals komu 49 leikarar fram i hlutverkum og 10 söngvarar. í Þjóðleikhúskórnum eru nU 40 manns og kom hann fram I fjölmennustu sýningunni, Carmen, þar sem tala söngvara, dansara, hljóðfæraleikara og aukaleikara var um 125. Hljóm- sveitarstjórn önnuðust fjórir. t ís- lenzka dansflokknum eru nú átta dansarar en allnokkrir aðrir dansarar störfuöu með flokknum i ýmsum sýningum. Helgi Tómasson var tvivegis gestur á leikárinu, f slðara skiptið ásamt dansmeynni Onnu Aragno. Til samanburðar má geta þess, að árið 1952 komst tala leikhUs- gesta upp i 102 þUsund og svo aftur I um 100 þUsund i hitteö- fyrra, en hefur aö jafnaði verið um 80-90 þúsund og sum árin tals- vert fyrir neðan, eða allt að 60 þUsund. Æfingar hefjast aftur I leik- hUsinusiðarihluta ágUstmánaðar og verður fyrsta verkefiið frum- flutningur á nýju felenzku leikriti, Sólarferö eftir Guðmund Steins- son, þar sem brugðið er upp gamansamri en talsvert miskunnarlausri mynd af löndum á sólarströnd. Brynja Benedikts- dóttir leikstýrir og Sigurjón Jó- hannsson gerir leikmyndir. Þá verða teknar upp sýningar að nýju á a.m.k. þremur verkum frá fyrra leikári: Imyndunarveik- inni, Karlinum á þakinu ogLitla prinsinum. Barnavagnar og kerrur Barnavagnar, kerrur og kerruvagnar eru norsk gæðavara gerð fyrir norðlægar slóðir Tvíburavagnar og kerrur einnig jafnan fyrirliggjandi AAikið úrval - Sanngjarnt verð Sendum gegn póstkröfu - Fás finniq víða um land FALKINN Suðurlondsbraut 8 Simi 8-46 70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.