Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 24
24 TÍMINN, Sunnudagur 4. júli 1976 r Bernhard Nordh: I JOTUNHEIMUM FJALLANNA s Tíu eða tólf hreindýr stóðu undir stórum kletti og sneru sér í vindinn. Enginn Lappi var á þessum slóðum, ekki svo mikið sem einn einasti hundur. í marga mánuði höfðu þessi dýr flækzt um f jöllin og leitað sér magafylli á hniðium, sem stóðu upp úr hjarninu. Það var auðséð á þeim, að þau höfðu átt illa ævi. Þau voru mögur og kvið- dregin, og f ramf æturnir voru hrómlaðir og skeindir ef tir viðureignina við skarann. Upphaf lega hafði þetta verið stór hreindýrahópur — hér um bil þrjátíu dýr, sem orðið höfðu eftir á f jöllunum, þegar menn og hundar smöluðu hjörðinni saman og hóf u för austur á bóginn. Sum hreindýranna höfðu hrapað í klettum, þegar þau voru að seilast eftir grastóm á, sill- um og sneiðingum milli svellaðra skorninga, en önnur höf ðu orðið úlf um og jörf um að bráð eða f allið f yrir kúl- um úr byssum matarlitilla frumbýlinga. Hreindýrin stóðu í þéttum hnapp. Það var eins og þau f yndu það á sér, að tilgangslaust væri að bera gaddinn, þótt sulturinn nagaði innyflin. Eitt þeirra gat með naumindum haldið sér uppi, og múllinn á því var löðr- andi af grágrænu slími, sem ýrðist á f önnina, þegar það fékk hóstakviður. Skyndilega færðist líf í þennan gráa hnapp — dýrin blésuog hnykktutil hausunum, hlupu fram og aftur íitla stund og tóku svo öll sprettinn í vesturátt. Þegar þau höfðu hlaupið svo sem f jörutíu faðma, breyttu þau um stefnu, viðbragðið var svo snöggt, að veika hreindýrið steyptist um koll. Það brauzt um, en gat ekki risið upp. Hin hlupu norður á bóginn, eins hratt og orkan frekast leyfði. Á brekkuna, á brekkuna! Klaufarnar hjuggust niður í hjarnið í f jallshlíðinni, og stórir guf umekkir stóðu f ram úr vitunum. Allt í einu ætlaði hópurinn að beygja til aust- urs. En leiðin var lokuð, og hlaupin héldu áfram upp f jallsranann. I slóð hinna flýjandi dýra skokkuðu tveir jarfar með f immtíu faðma millibili. Hreindýrið, sem orðið hafði af- velta, var þegar úr sögunni — blóðbunan, sem spýttist úr hálsi þess út yfir fönnina, var lokaþátturinn í lífi þess. Rándýrin tvö æddu áf ram með gapandi kjaftana, og það var engu líkara en þau reyndu eftir fyrirfram gerðum ráðum að halda hreindýrahópnum saman. Hvenær sem HVELL eitthvert hreindýranna tók sig út úr, var annar jarf anna undir eins kominn þangað og hrakti dýrið aftur inn í hóp- inn. Þótt hreindýrin væru illa á sig komin, voru hlaup þeirra orðin svo æðisgengin, að innan lítillar stundar voru þau komin upp á f jallshrygginn. Þau geystust áfram í hamslausum tryllingi gegnum skafrenninginn upp á kambinn og litu hvorki til hægri né vinstri, bara beint af augum — áfram, áfram! Hreindýrin höfðu hlaupið svo sem tvö hundruð faðma eftir f jallshryggnum, þegar hópurinn hvarf allt í einu, líkt og f jallið hefði gleypt hann. Jarfarnir námu staðar sem snöggvast, síðan skokkuðu þeir hvor til sinnar hliðar og hurfu einnig. Hreindýrin lágu öll í kös undir brattri klettahlíðinni, beinbrotin og limlest. Eitt og eitt spriklaði, en hjúpur dauðans var í þann veginn að færast yfir augu þeirra. Þjáningar þeirra urðu ekki mörgum mínútum lengri. Jarfarnir komu hlaupandi niður f jallið og réðust á varn- arlausfórnardýrsín. Þeir bruddusundur barkana, brutu hálsliðina, og innan skamms höfðu þeir slitið höf uðin af öllum hreindýrunum. Limlestir og sundurtættir skrokk- arnir lágueftir —sjón, sem fengið hefði sérhvern Lappa til þess að slíta af sér hártjásurnar af heift og gremju. Þegar jarfarnir höfðu hámað í sig að vild sinni, lölluðu þeir aftur yfir f jallshrygginn og drógu sinn hreindýrs- hausinn hvor. Blakkan skýf lóka bar yf ir tindana, og kaf- aldsgusa teygði sig niður í dalinn, þar sem valurinn var. Snögglega kvað við skot — síðan þögn, sem ef til vill hefði ekki veriðalveg eins óhugnanleg, ef eitthvaðlifandi hef ði sézt á kreiki. Af tur reið af skot — eftir það heyrðist ekki neitt. Hér ríkti dauðaþögn — snæbarin f jöll til allra átta — gljúfur og hamrar, harðfenni í hverri skál, en svell á gnýpum, heimur í heljarböndum íss og fannar, þar sem allt kvikt virtist dauðanum ofurselt. Nóttin hafði á nýjan leik færzt myrk og þrúgandi yfir Marzf jöllin. Veðrið var enn torrætt, stórhríð virtist þó ekki yfirvofandi. Éli, sem gert hafði um kvöldið, hafði stytt upp von bráðar, og nú mátti við og við sfá stjörnu gægjast fram úr skýjunum, að nýfallin mjöll leitaði undan þytvindunum í skýlli staði. Við getum ekki ásakað galdramann um þjófháö, þeir eru mjög áhriíamiklir, foað 'vahtar ! sönnun! ™" Ég hef aöeins orð Htillar y stúlku fyrir þessu og verð/ . þvl að finna sannanirnar. í^— | A meöan >/ "Y ( verðið þiö aö vernda Rogo gamla og barnabarn —^ hans fyrir galdramann/ífíiy: inum! Fyrirgaldra manninum? hvaðlj( jæja.já. Hani er f arinnT"|BTB jjjjj ÍS] Dreki er fljótari en eldingin i förum, segir gamalt frum skógarmáltæki^ / Segðu mér nú eins ( og er Haddi, hvernig Vviltu hafa skólannV ^'j^ j^*H ^Sír^ Sunnudagur 4. júlí 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorc og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn- ir. Létt morgunlög 9.00Fréttir. útdráttur ur for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Konsert- sinfónia I B-dúr op. 84 eftir Haydn. Georg Ales, André Remond, Emile Mayousse og Raymond Droulez leika með Lamoreux-hljómsveit- inni i Paris, Igor Markevitsj stjórnar. b. Te deum eftir Handel. Janet Wheeler, Ei- leen Laurence, Francis Pavlides, John Ferrante og John Dennison syngja með kór og hljómsveit Tele- mannfélagsins I New York, Richard Schulze stjórnar. c. Pianókonsert nr. 24 i c-moll (K491) eftir Mozart. André Previn leikur með Sinfónlu- hljómsveit Lundúna, Sir Adrian Boult stjórnar. 11.00 Messa I Dómkirkjunni Séra Pétur Ingjaldsson pró- fastur á Skagaströnd pré- dikar, séra Þórir Stephen- sen og séra Páll Þórðarson þjóna fyrir altari. Organ- leikari: Ragnar Björnsson. (Hljóðr. 28. júni við setningu prestastefnu). '' '12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Mér datt það i hug Har- aldur Blöndal lögfræðingur spjallar við hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíðinni I Schwetzingen i mai 15.00 Hvernig var vikan? Um- sjón: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Geysiskvartettinn syng- ur nokkur lög Jakob Tryggvason leikur með á pianó. (Hljóðritað á Akur- eyri). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Barnatimi: Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnar Kynning á norska barna- bókahöfundinum Alf Pröy- sen og þjóðsagnasöfnurun- um Asbjörnsen og Moe. Lesarar auk stjórnanda: Svanhildur óskarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Einnig leikin og sungin norsk tónlist. 18.00 Stundarkorn með itölsku söngkonunni Mirellu Freni Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orðabelgur Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.00 Bandarfkin 200 ára a. Pianókonsert I F-dúr eftir Georg Gershwin Sondra Bi- ancha og Pro Musica hljóm- sveitin i Hamborg leika, Hans-Jurgen Walther stjórnar. b. Stjórnarskrár- yfirlýsing Bandarfkjanna fyrir 200 árum Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri flytur erindi. c. Bandarísk tónlist Leifur Þórarinsson tónskáld spjallar um hana. d. „Milljónarseðillinn", smásaga eftir Mark Twain Valdimar Asmundsson þýddi. Þórhallur Sigurðsson leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Dnnslög Sigvaldi Þorgilsson s'dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 5. iúlí 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Jón Auðuns fyrr- um dómprófastur flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Valgeirsdóttir heldur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.