Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. jtili 1976 TÍMINN 11 uiiniiii inifiiiii iiiiiiiih Enn af Listahátátíð INew York er ágætur félags- skapur sem heitir The Pro- crastinator Society, eða Félag þeirra, sem aldrei gera þao i dag sem beöið getur til morg- uns. Tónlistargagnrynandi Tlmans er félagi i söfnuði þess- um, þott ekki sé hann búinn aö koma þvl i verk enn þá að veröa sér úti um sklrteini (erida væri slDct til litils, þar sem rítari félagsins mundi varla svara fyrr en um síðir). En þótt félagsmenn séu stundum seinir til, láta þeir þó veröa af þvl aö drífa I nauösynlegum aðgerðum fyrreöa síöar, enda létum viö til skarar skríöa sumario 1968 og fórum i mótmælagöngu gegn stríöinu við Mexikó 1846-48, og þeirri heimsvaldastefnu Banda- rflcjanna a6 innlima Texas, Nýja Mexikó og Kaliforniu. A sama hátt er varla seinna vænna að geta þriggja hinna ágætustu atburöa Listahátiðar, nl.tveggja Beethoven-tónleika Markl-strengjakvartettsins i Bústaöakirkju, og morguntón- leikanna að Kjarvalsstöðum 13. júní. Kurteis kvartett Márkl-strengjakvartettinn frá Þýzkalandi lék 6 af kvartett- um Beethovens i Bústaðakirkju 5. og 7. júnl. Svo metnaðarfullt Beethoven-prógramm hefur ekki heyrzt hér siðan Adolf Busch og félagar léku alla kvartettana hér i lok strlðsins. Þá tóku sumir músikunnendur þennan atburð svo alvarlega að þeir eyddu heilum dögum i það að hlusta á þá af grammóftíns- plötum á undan til að vera vel undirbúnir þegar á konsertinn kæmi. Markl-kvartettinn spilar afar fágað en fremur átakalitið. „Hugsjón túlkunarstlls hans er hvorki köld nákvæmni né glæsi- leiki virtúóssins, heldur áhrifa- mikil og flngerö framsögn", segir i skránni. Þessi still, þótt góður sé, mun ekki vera I ætt við stil Beethovens sjálfs, þvi eins og Carl Czerny segir I ævisögu sinni, þá einkenndist leikur hans af dæmalausum krafti, inn- blæstri og leikni, og það svo mjög, að aðdáendur annars planósnillings, Hummels (sem spilaði eins og Markl-kvartett- inn), sökuðu hann um að mis- þyrma pianóinu. En á seinni tónleikunum I Bústaðakirkju geröist þaö, Markl-kvartettin- um til dýröar, aö 2. strengur lágfiðlunnar slitnaði vegna sér- stakrar ólmunar Ferdinands Erblich. Sannaðist þar enn einu sinni, að undir rólegu yfirborði hvers vidluleikara leynist Paga- nini.sem brýztúttröllaukinnþá sjaldan hljóðfærið fær að njóta sin. Og i anda Paganinis bjarg- aði Erblich sér i mark og lauk verkinu með sóma þrátt fyrir 3 strengi og óstjórnlegt hláturs- kast Susanne Wiech, 2. fiðlu, yfir tilburðum hans. Félagar Markl-kvartettsins eru annars Josef Má'rkl og Susanne Wieck (fiðlur), Ferdinand Erblich (lágfiðla) og Rudolf Metzmacher (knéfiðla). Kvartettinn var stofnaður fyrir 10 árum, og er talinn I röð fremstu kvartetta I Þýzkalandi. Strokkvartettar Beethovens Beethoven (1770-1827) samdi 17 kvartetta, sem flokka má i fernt: op. 18 nr. 1-6, (samdir 1798-1800), op. 59 nr. 1-3 (samdir 1806), op. 74 Og 95 (1809 og 10), og „siðustu kvartettarnir" fimm, sem samdir voru árið 1824-26 (op. 127, 130, 132, 133 og 135). Af þessum 17 flutti Márkl-kvartettinn þessa sex: op. 18 nr. 2 i G-dúr, op. 59 nr. 11 F-dúr og nr. 2 I e-moll, op. 95 I f-moll, op. 130 i' B-diir og op. 135 i F-dúr. Mikið hefur verið um þessa kvartetta skrifað af lærð- um mönnum. Op. 18 eru þeirra léttastir — þeir voru samdir um svipað leyti og 1. sinfónlan. Op. 59 sýna algjöra yfirburði hins mikla meistara yfir alla samtimamenn slna I tækni og andríki — á sama tima var hann auk þess að semja 4. og 5. sinfdniuna, 4. pínókonsertinn og fiðlukonsertinn.þóttoröinn væri nær þvl heyrnarlaus. Slðustu kvartettarnir voru samdir að lokinni 9. sinfónlunni. Lengi vel (a.m.k. fram að síðari heims- styrjöld) voru þeir taldir erfið- asta músik sem vert væri að spila eöa hlusta á — að þeir væru pí stórir fyrir svo smátt format, og skrifaðir af manni sem hafinn væri yfir (og þvl óskiljanlegur fyrir) venjulega menn. En þessi sjónarmiö hafa breytzt — sumir telja þá beztu kvartetta sem nokkurn tíma hafa verið samdir, en hinir hafa aldrei heyrt þeirra getið. Koma Ma'rkl-kvartettsins hingaö á vegum Kammer- músíkklúbbsins og Listahátið- ar, og Stradivari-kvartettsins á vegum Tónlistarfélagsins fyrr i vetur (Tlminn 25. febrúar), eru meðal ánægjulegustu og ágæt- ustu tónlistarviöburða ársins, en jafnframt minnumst vér þeirrar fátæktar vorrar að eiga engan strokkvartett á Islandi. Morgunhljómleikar að Kjarvalsstöðum Efnisskrá: Jósef Haydn: Sónata I F-dúr, HV XV, 17 Jóhannes Brahms: Sónata I d-moll op. 108 Anton Webern: „Vier Stiicke fur Geige und Klavier" op. 7 Serge Prokoffjeff: Sónata op. 94. Sunnudagsmorguninn 13. júní kl. 10:30 héldu Rudolf Bamert, fiðlari frá Sviss, og Tjrsúla G. Ingólfsson (planó) kammerkon- sert að Kjarvalsstöðum, sem frá sjónarmiði tónlistargagn- rýnanda Timans var einn hinn allra ánægjulegasti á Lista- hátíðinni. Tónleikar þessir munuekkihafaveriö taldir ,,við alþýöu hæfi" (hvað er, þegar jafnvel þarf að peppa upp La Valse eftir Ravel með frualeik- fimi?) og voru þvi Htt auglýstir, auk þess sem tlmasetningin var beinllnis móðgandi fyrir alla hlutaðeigandi. Enda komu miklu færri en skyldi — harö- snúnustu tónlistarvinir, og gagnrýnendur blaðanna. Þessir tónleikar voru ágætir fyrir margra hluta sakir. Efnis- skráin var vönduð og vel saman sett og myndaði heild þótt verk- in fjögur séu eins ólik og verða má. Báðir hljóöfæraleikarar léku aí'ar skemmtilega og af fagmannlegu öryggi, enda er afrekaskrá þeirra, sem tiunduð var itónleikaskrá, milulöng. Þá fannst undirrituðum afar hress- andiaðheyra svo karlmannlega spilað á fiðlu, þvi I hinu islenzka kvennaveldi nútimans gefast til þess fá tækifæri. 1 Webern, „meistara hins þrefalda pian- issimós", voru búkhljóö Kjarvalsstaða áberandi eins og jafnan þegar mikiö liggur viö, þótt ekki næði það að spilla stemningunni. Kom hér á dag- inn, eins og oft áður, að kammermúsik er drottning tön- listarinnar. 2.7. SigurðurSteinþórsson. Aðalfundur Þörungavinnslunnar: 20 milljón kr. tap ASK-Heykjavík. — Fyrirsjáan- legt er stórtap á rekstri Þörunga- vinnslunnar þaö sem af er árinu, vegna skorts á jarðhita, sagði Steingrimur Hermannsson al- þingismaöur, er Tíminn ræddi við hann eftir nýafstaðinn aðalfund fyrirtækisins. — Grlpa verður til mjög róttækra aðgerða, ef þau mál eiga að komast i lag. Það liggur beinast fyrir að bora nyja holu, en ekki er útséö um hvenær það getur átt sér stað. A aðalfundinum kom fram, að það vantar um 20 milljónir á breytilegan kostnað svo að endar nái saman- Verksmiðjan starfar nú með fuilum afköstum, og eru til birgöir af þangi við hana, en ekki er unnt að þurrka hráefnið vegna skorts á heitu vatni, eins og fyrr sagði. I fyrra voru boraðar tvær holur við þangverksmiðjuna, og var gertráð fyrir, að þar yrði hægt að fá yfir 40 sek./ltr., en I sumar kom I ljós, að innrennsli er tak- markað i holunar þannig aö ein- ungis fást 25 til 26 sek/ltr. — Það hefur enga þýðingu að leggja i aukinn kostnað viö útveg- un meira hráefnis, þvi að heita vatnið er ekki nægilegt til að þurrka það sem fæst með þessum tiltölulega takmörkuðu afköstum. Þetta er að mlnu mati langsam- lega alvarlegasta vandamálið þetta sumar. Heitavatnsskortur- inn hefur það i för meö sér, aö reksturinn er algjörlega vonlaus, nema við fáum verulega aukn- ingu á heitu vatni. Tapreksturinn I sumar er fyrst og fremst vegna skorts á jarðhita. Hins vegar hafa sérfræðingar sagt, að það megi fá nóg heitt vatn á svæðinu, þvi að uppstreymi á þvi á hverum hefur ekkert minnkað. En það er bara surningin hvenær hægt er að fá bor.Hann getur komiö I haust, — en þarf að koma sem fyrst. Þá sagði Steingrimur, að það hefði valdið áhyggjum að afköst sláttuprammanna væru ekki eins mikil og áætlað hefði verið I upp- hafi. Gert var ráð fyrir, að þau yrðu 15 tonn á dag en raunin hefði verið sú, að ekki næðist nema rúmlega tíu tonn. Þetta orsak- aðist einkum vegna þess, að þangöflun væri ákafl. breytileg milli svæöa. Þegar farið er að slá I stórum stil og litið er að fá, þá er oft um tvennt að ræöa. Prammarnir geta þá flutt, sig á nýtt svæði, sem oft kann að vera I mikilli fjarlægð eða haldið er á- fram á lakari svæöum i nágrenn- inu, en eðlilega falla afköstin þá mikið niður.'Einnig sagði Stein- grönur, að mun meiri bilanir hefðu orðiö á prömmunum en tal- ið var að þyrfti að vera. — Viö erum hins vegar bjart- sýnir á framtlð verksmiðjunnar, og þegar hafa verið gerðar áætl- anir um að auka hráefnisöflun- ina. Afköst prammanna er hægt að auka með' þvl að setja fleiri vaktir á þá. Núna er t.d. ekki slegið I kringum stórstreymið, en við erum með það I huga, að fara að ná þara af mun meira dýpi. Einnig er fyrirhugað að fara út i viðtækan handskurð á þangi. Aðspurður sagöi Steingrimur, að það væri siður en svo að þang- vinnslan og öflunin hræddi t.d. æðarfuglinn. Tekjur væru meiri af honum nii en I fyrra. Þá heföi verksmiðjan ekki áhrif á selinn, nema þá helzt úseli sem er tiltölu- lega styggur. En eins og kunnugt er, þá eru tekjur af honum hverf- andi litlar. — Við reynum eins og hægt er að haga öfluninni þannig að hún truf li sem minnst allt llf á svæðinu, sagðiSteingrimur. Hvað varðar þangið sjálft, þá kvað Steingrtmur rannsóknir sýna, að það endurnýjaði sig á nokkru skemmri tima en áætlað var, en upphaflega var gert ráð fyrir 3-4 árum. — skortur á heitu vatní aðalörsökin — Það er ljóst, að starfsemi verksmiðjunnar hefur ákaflega jákvæð áhrif á alla byggðaþróun á svæðinu. Hún hefur hleypt nýju llfi i þróunina þarna. Ungir menn sækja eftir vinnu við verk- smiðjuna i' stað þess að flytjast á brott. Þessi rekstur er þvi mjög jákvæður, hvernig sem á málið er iitið. En skorturinn á heitu vatni kom okkur algerlega á óvart, og það er fyrst og fremst honum að kenna þetta 20 milljón króna tap. Það er aftur á móti eðlilegt, að nýtt fyrirtæki, sem byggir á al- gerlega nýjum framleiðsluað- ferðum, eigi f ýmsum byrjunar- örðugleikum, sagi Steingrimur Hermannsson að lokum. Frá happdrðetti Framsóknarflokksins Dregið var I Happdrætti Framsóknarflokksins 16. þ.m. og eru vinningsnúmerin inn- sigluð á skrifstofu borgarfógeta næstu daga á mefian skil eru að berast frá umboðsmönnum og öðrum, sem hafa miða og eiga eftir að gera skil. Unglingar óskast til innheimtustarfa I nokkra daga. Happdrætti Fram- sóknarflokksins, Rauðarár- stig 18.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.