Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 4. júli 1976
Tvö hundruð ár blóðugrar
velmegunar
Nú, þegar Bandarikjamenn
horfa til baka á tvö hundruö ára
langa sögu sina, fer varla hjá þvi
aö tvenntláti þar mest á sér bera.
Annars vegar er þaö sú velmeg-
un sem Bandarikjamenn hafa lif-
að viö — með undantekningum þó
bæöi á timabilum og meöal ein-
stakra þjóöfélagshópa — og
styrjaldarrekstur þeirra, sem
hefur veriö næsta samfelldur
þessar tvær aldir.
Það þrennt i styrjaldarrekstri
Bandarikjanna sem hæst ber er
að sjálfsögðu Heimsstyrjöldin
fyrsta, heimsstyrjöldin önnur og
Vietnam-styrjöldin.
Allar þrjár hafa staðið á þess-
arri öld, allar hafa verið harðar
og kostnaðarsamar, bæði i
mannslifum og vopnum. Að öðru
leyti eiga þær litið sameiginlegt,
annað en styrjaldarnafnið.
En blóðið hefur ekki siður runn-
iðheima fyrir en erlendis. Banda-
rikin sem slik risu upp úr blóðugri
byltingu — áralöngu þjóðfrelsis-
striði gegn Bretum og kúgunar-
valdi þeirra. Þegar sigur hafði
unnizt á kúgurunum og frelsið var
fengið tóku við önnur innanrikis-
átök, ekki miklu vægari.
Nægir þar að minnast á
borgarastyrjöldina milli Norður-
rikja og Suðurrikja, þegar
blökkumenn fengu frelsi sitt og
mannréttindi að nafninu til.
Siðan hafa önnur mál komið
öðrum aðilum til að berast á
banaspjótum og á þessarri öld
hefur staðið borgarastyrjöld sem
er með nokkuð öðru sniði eri hinar
fyrri.
Þar er um að ræða styrjöld
milli þeirra sem vernda vilja lög
og rétt, annars vegar, en hins
vegar þeirra sem sjá sér ágóða i
aö troða hann fótum. Eiturlyfja-
smygl og dreyfing, rán, þjófnaðir,
likamsmeiðingarog morð eru svo
daglegt brauð innan landamæra
Bandarikjanna að hinn almenni
borgari er búinn að hneykslast,
hættur að taka eftir, og sér ekki
vandamálið lengur nema þegar
fjölmiðlar fjalla sérstaklega um
það.
Þess má geta i þessu sambandi
að aðeins eiturlyfjaafbrot og af-
leiðingar þeirra kosta bandariska
rikið um seytján billjónir dollara
á ári.
Jafnframt þessu hefur svo þró-
azt i Bandarikjunum velmegun,
sem að mörgu til er ákaflega sér-
stæð. Svo sem annað i þessum
heimshluta einkennist hún eink-
um af andstæðum, jafnvel hróp-
legum andstæðum.
Mikill hluti þjóðarinnar lifir
ákaflega góðu lifi. Þar er um að
ræða þessa svokölluðu miðstétt,
hinn almenna borgara, sem ekki
gefur verulega mikið af sér, en
fær heldur ekkert gefið á móti.
Fyrir ofan þennan meginhóp er
svo hin fjármunalega yfirstétt
auðmanna, sem hafa nægar tekj-
ur til að lifa i iburði, mismunandi
miklum að visu, en engu að siður
iburði.
Fyrir neðan miðstéttina er svo
aftur á móti hin fjármunalega
lágstétt, sem einkum saman-
stendur af þeldökkum og öðrum
þeim sem ekki hafa „hreint”
skinn. Mikill fjöldi þeirra er á
framfæri fylkis eða rikis, dregur
ýmis fram lifið á lágum styrkj-
um, eða, sem mun vera algeng-
ara, þiggur styrkinn og vinnur
siöan óreglulega fyrir þvi sem
ekki getur talizt lifsnauðsynlegt.
Þessar andstæður eru ákaflega
einkennandi fyrir bandariskt lif
og bandariskt þjóðfélag. Við get-
um nefnt annað dæmi um það þar
sem eru annars vegar háþróuð
tæknimenning og vélvæðing á öll-
um sviðum, en hins vegar ótölu-
legur fjöldi handverksmanna og
iðnaðarmanna, sem enn beita
sömu aðferðum og afar þeirra
eða langafar.
Skósmiðir, húsgagnasmiðir,
vefarar og svo framvegis nota
enn hálfrar aldar gömul tæki og
tækni, ekki vegna þess að þeir
hafi ekki möguleika til annars,
heldur vegna vilja til þess að
varðveita vandað handbragð og
framleiðsluaðferðir sem ekki fel-
ast í fjöldaframleiðslu.
Vegna þess að Bandarikin eru
samfélag andstæðnanna hefur
ekki farið hjá þvi að skoðanir
hafa ákaflega skipzt gagnvart
þeim. Þeir eru margir sem álita
þar allt ómögulegt og illa gert, en
þeir eru lika margir sem dásama
þar hvern hlut. Ef til vill segir það
skýrasta sögu að þeir sem búsett-
ir hafa verið i Bandarikjunum
fylgja yfirleitt hvorugum þessum
hópa að málum, heldur segja
Bandarikin lik öðrum löndum —
sumt gott, annað slæmt.
Engu að siður verður ekki fram
hjá þvi litið, nú þegar haldið er
upp á tvö hundruð ára afmæli
Bandarikja Noröur-Ameriku, að
þessi tvö hundruð ár hafa verið
tvö hundruð ár blóðugrar vel-
gengni.
BM
yr*i>
Hj á okkur fáið þið flest er ykkur vanhagar um
á ferðalagi, og veitingaskáli okkar býður upp á:
ÝMISLEGT
TIL
HRESSINGAR
Verið
velkomin á
félagssvæði
okkar
Við rekum
áÞÓRSHÖFN:
Veitingaskála, verzlun, mjólkurstöð,
bifreiða- og vélaverkstæði, oliu- og
benzinsölu, skipa- og bifreiðaafgreiðslu,
slátur- og kjötfrystihús, inniánsdeiid
á BAKKAFIRÐI:
verziun, oliu- og benzinsölu, skipa- og
bifreiöaafgreiðslu
kaupfélag Langnesinga
ÞÓRSHÖFN - BAKKAFIRÐI
Andstæðurnar koma alls staðar fram f bandarlsku þjóðlffi. Trúarleið-
toginn og heimspekingurinn prédikar yfir söfnuði sfnum, á meðan....
Hermaðurinn er kvaddur með blómum þegar leið hans liggur á vfgvöll-
inn.
J
«
Þverstæður myndast einnig vegna velmegunar. A kreppuárunum
flykktist fók úr sveitum tifborga. Nú, á velmegunartfmum, flytur fólk f
hina áttina, frá borgunum og velmeguninni.