Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 4. júli 1976 Ingólfur Davíðsson: Byggtog búið í gamla daga 129 Litum á gamla virðulega húsið Vallastræti 4 i Reykjavik — á mótum Aðalstrætis og Austurstrætis aðkalla. Húsiö er nú rauðmálaö, en glugga- búnaður og flúr hvitt. 1 þessu aldna timburhúsi hafa þrjú fyrirtæki, það er Björnsbakari, gullsmiðavinnustofa og Hótel Vfk haft aðsetur, og löngum gert garðinn frægan. No"kkru fyrir aldamót hafði Sigurður Jónsson járnsmiður þarna smiðju i husi sinu. En árið 1895 kaupir Sturla Jónsson kaupmaður húsiö og lóðina á 5.500 krónur. Rak hann þar bakari og byggði Ibúðarhiís. Um aldamótin keypti Björn Simonarson gullsmiður eignina á 11 þúsund krónur og byggði seinna ofan á húsið. Stundaði Björn þarna gullsmiði og rak gullsmiðaverkstæði og búð til dauðadags 1914. Kona hans Kristín Björnsdóttir annaðist brauðgerðarhusið og jafnframt greiðasölu á staðnum. Arið 1935 tekur Karl Kristjánsson við og kaupir eignina árið 1941. Theódór Jónsson leigði hjá honum og starfrækir Hótel Vik á árunum 1935-1950. Siðan tók Karl við hótelinu og rak það frá 1950 til 1973-1974. Voru hótel- herbergi 24. Brauðgerðarhúsið starfar áfram á vegum Karls. Leikskólastarfsemi var i miklum hluta hussins 1974, en núerþar ibúðarhúsnæði. Einnig söngkennsla Guðmundu Elfas- dóttur. Elzti hluti hússins var upprunalega plankabygging og múrbindingsverk með strái. Bakviö hefur i seinni tfð verið byggt úr steini, þ.e. geymsluhiis árið 1921, brauðgeröarhús með nýjum rafmagnsofni, ein- hverjum þeim fyrsta á landinu 1938, og hótelpláss 1951. Upp- lýsingar hefur Karl Kristinsson gefið og léð mynd af byggingunni eins og hún leit út 1960. Þá hefur framhlið verið ljósgul og rauður glugga- búnaöur, þak og kjallarahæö. Mynd tekin vorið 1976 sýnir hve risastórar byggingar eru þarna að þrengja að og fullskipað er bHastæðið. Litum siðan á litið timburhús, grátt með brúnum glugga- búnaði á mótum Suðurgötu og Vonarstrætis. „Járnrunninn" fuglinn Fönix i forgrunhi, en „happadrættisgaflinn" t.v. Þar bjuggu lengi bræöurnir Bjarni Hjaltested prestur og kennari og Pétur Hjaltested stjórnar- ráösritari meö fjölskyldum sinum. „Electrichúsið" Túrigötu 6 er rammlegra, grunnur hlaðinn úr grásteini, gráar tiglaflögur á þaki. Gamallegt er það að sjá. Bjó ekki Sveinbjörn Svein- björnsson tónskáld um skeið þarna á næstu grösum? Rétt hjá stendur frægur álmur, sem er með mestu og elztu trjám i Reykjavik. Ef við löbbum upp Suður- götuna góöan spöl, ber fyrir augu gamall torfbær „Litla-Brekka". Þar i kring er nú umrótmikið, moldarbingur i forgrunni, en stór hús i byggingu aö baki. Litið hús i borg er nú sem mús undir fjala- ketti! 1 Litið hús á horni Suðurgötu og Vonarstrætis .Electrichúsið" við Túngötu 6 (1975) Htel Vík (Reykjavik) 1960 Torfbærinn við Suðurgötu „Litla-Brekka"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.