Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 04.07.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. júli 1976 TÍMINN 23 Auonuvegur þegar tunnan er oröin tóm, þá færöu aö vita mjölkaupin. Þetta mættu menn alt vita fyrir, ef þeir gæfu gaum að oröum Ríkarðar: Ef þú vilt vita, hvað undir pening- um er komið, þá faröu og taktu aö láni.þvilánergleoirán. Um þetta mun einnig sa komast aö raun, sem lánar þess konar mönnum, ef hann ætlar að fá sina peninga nokkurn tima aftur. — Rfkarður hefir sagt fleiri sannyrði en þessi, til aö mynda: Sa, er vill fljúga hátt, fellur oft i saur niöur. Spyrðu pyngju þina fyr en þú spyr girnd þina. Hégómasemin biður oft eins hátt og örbirgðin, en miklu ólmlegar. Hafir þU fengið þér einn grip fallegan, þá verður þú að bæta tiu við, svo hvað verði öðru samboðið. Það er hægra að kefja fyrstu girndina en að fylla vilja þeirra, sem á eftir koma. Þegar fátæki maðurinn fer að apa eftir hinum auðuga, er hann eins sjálfheimskur og vatnspaddan, sem fór að þemba sig út til að verða einsstór ogkýrin. Stórskip- um er óhætt að leggja út á djúp- leiðið.en smábátum er hollast að vera nálægt landi. — Heimska þessi fær þó bráðum laun sin. Sá, sem hefir hégómadýrðina til mið- degisverðar, hann verður að láta sér nægja fyrirlitningu i kvöld- mat, segir Rikarður snauði. Hé- gómasemin sat um morguninn að með nægtinni, um miðdegið með örbirgöinni, um kvöldiö með for- smáninni. Þar að auki, þegar öllu er á botninn hvolft, hvert gagn gerir þa þessi hin hégómlega við- leitni aö vilja sýnast það, sem maður ekki er, og leggja svo mik- ið i sölurnar til þess? Hvorki styrkir það heilsu þina né sviftir þigsóttum. Það kallar á ógæfuna, hún skuli flýta sér. En hversu heimskulegt er þá að safna skuldum fyrir slikan ó- þarfa? Hérna á yfirboðsþinginu fær maður sex mánaða gjald- frest: þess vegna er hér svo fjöl- ment. Vér getum ekki séð vel af peningunum nú þegar, en vér getum fengið skraut þetta alt að einu. Hugsaðu samt um, hvað þú gerir þegar þú hleypir þér i skuld. Þú gefur öðrum vald yfir frelsi þmu. Getirðu ekki goldið, þegar til á að taka, þá máttu fyrirverða þig frammi fyrir þeim, sem hjá þér á: þú talar við hann með ótta: þií færir þig undan með_ aumkunarlegum, vesaldarleg- um málrómi, venur þig smám saman á aösegja ósatt, þangað tiF þú f ellur seinast i nót hinnar svi- virðilegu lygi, þvi annar lösturinn er að ljúga, sá fyrsti er aö safna skuldum. Væri ekki hræðilegt að hugsa til þessa fyrir frjálsborinn dánumann, að hann skyldi verða að skammast sin, hann skyldi verða að fyrirverða sig að lita upp á aðra menn? En örbirgð sviftir oft dug og einurð. Tómur poki á bágt með að standa uppréttur, segir Rikarður snauði. Ef kon- ungur legöi f jötur og þrældóm við aö ganga i skrautklæðum, hverju ætli þú svaraðir þá? Mundi þér ekki veröa að oröi: Eg er frjals maður og ætla að klæða mig eins ogmér sjálfum lizt: lögmál þetta er óréttvist og konungur grimm- ur. Samt liggur þér við að leggja þig sjálfur undir sama háttar grimd, þegar þu safnar skuld vegna sliks fatnaðar. Skuld- heimtumaður þinn hefir frelsi þitt ihendisér:hann geturlátiökasta þér i fjötur, ef hann vill, þangaö til þú geldur skuld þina. Vera má, þú leggir skuldarkröfuna i hand- raðann og gleymir henni, en Rik- arður segir: Skuldheimtumaöur er minnugur mjög: hann man jafnan betur en skuldaþrjótur. Skuldheimtumenn eru hjátniar- menn mestu: þeir eru æfinlega svo fastir á tUteknum dögum og stundum. Fresturinn er á enda áður en þU gaumgæfir það, og krafan kemur fyr en þú ert viðbú inn að verða við henni. En þó nU svo væri, að þú hugsaðir til skuid- arinnar, þá verður ekki svo mikiö úr frestinum, þó þér i fyrstu hafi kunnaðaðþykjahannlangur: þér mun sýnast sem tiðin hafi fengið vængi, ekki einungis á herðablöö- in, heldurogeinnigáhælana.Sáá stutta föstu, sem á að gjalda skuld á páskum, segir Rfkarður snauði. Veramá, þér sýnist góður hagur þinn sem stendur, svo þú megir að skaðlausu sleppa taum- haldinu á sjálfum þér, en mundu eftir, hvað snauöi Rikarður segir: Sparaðu, meðan þú mátt, handa neyðartið og ellitiö. Þó heiðbirta sé að morgni, getur verið komin þoka að kvöldi. Avinningurinn veröur oftast nær stopull og skammvinnur, kostnaðurinn stöðugur ogvissum alla æfi þina. Hægra er að byggja tvenn hlóö en halda eldi i einum, segir Rfkarð- ur. Betra er að fara soltinn til svefns en skuldugur á fætur. Hirtu vel það, sem þú átt, og vindu þér inn: sú list gerir gull úr blýi. Þegar þú hefir fundið þenn- an spekistein (margir sér- vitringar á miðöldunum þóttust hafa stein, er þeir nefndu speki- stein (lapis philosophorum), og kváðustgeta gertmeðhonumgull úr hverjum málmi sem vera skyldi), þá muntu ekki kvarta lengur um bágt aldarfar og of þungar álögur. IV. Þetta er nU, vinir góðir, það, sem skynsemin og reynslan kenn- -ir. En þegar á alt er litið, þá treystið ekki ofmjög á iðni, spar- semi og framsýni. Það eru alt saman góðir kostir, en þeir geta brugðizt, þegar guðs blessan fylg- ir þeim ekki. Biðjið þess vegna guð auðmjúklega um þessa bless- an, og verið ekki harðgeðja við þá, sem yður þykir vanta hana um stundarsakir: huggið þá heldur og hjálpið þeim. Gáið þess, að Job leið fyrst margt ilt, Að endingu verð eg að segja yður aftur. Aðendingu verð eg að segja yður þessi orð Rikarðar: Það er dýr- keypt að læra i skóla reynslunnar en glópurinn getur hvergi lært nema þar. Og þó er sá skóli ei einhlitur, þvigóð ráð má gefa, en ekki er hægt að gefa verkin. Minnistþess, aösá, sem ekki tek- ur gdðum ráðum, — honum verð- ur öll hjálp að engu. Viljirðu ekki læra, þá verðurðu að þreifa á, segir Rikharður snauði." Þannig lauk öldungurinn ræðu sinni. Alþýða hlýddi til með athygli og gerði góðan róm að þvi, sem hann sagði, en siðan breytti hún þvert á móti, eins og eftir hverja prédikun. Yfirboðsþingið var sett, og allir tóku að bjóða i kappi. Eg sá, að maðurinn hafði lesið með athygli almanökin min og nákvæmlega skipað i huga siíium þvi, sem eg hafði ritað i kver- unum viðvikjandi þessu efni um 25 ár. Sumum hefir aö likindum þótt leiðinlegt aö heyra hann alt af skirskota til annars manns: en mérþóttiþaðhin mestafremd, þó eg vissi, að eg ætti ekki tiunda partinn af óllum þeim visddmi, sem hann eignaði mér, þvi eg hafði einungis safnað þvi, sem skynsamir menn ýmsra þjó.ða höfðu á ýmsum öldum áður sagt. Eg einsetti mér samt aö færa mér i nyt itrekan heilræðanna. Eg hafði ásett að kaupa mér kjóls- efni: en nU reið eg á burt og ein- setti mér að ganga i forna kjóln- um enn þá um hrið. Viljir þú, les- ari góöur, fylgja minu dæmi, þá verður þinn ábati eins mikill og minn. Eg er, eins og vant er, þér innan handar. [iikarður snauði. Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða vélstjóra með vélstjóraréttindum Umsóknir sendist Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A, Keflavik, fyrir 15. júli. Örmerkingar fiska MÓL—Reykjavik. Undanfarin tvö ár hefur veiðimálastofnunin veriö styrkt af þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna til rann- sóknu á laxa- og siiungastofnum hér. Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri, sem gerði Timanum grein fyrir þessum ruiinsóknuin, kvað markmiðið vera tvenns konar: Annars vegar að kanna stofn- stærðina, en hins vegar notagildi aliseiða til fiskræktar. Með styrk þessum gafst veiði- málastofnuninni tækifæri til að beita ákveðinni rannsóknarað- ferð sem nefnist örmerkingar, en sU aðferð er nýmæli i Evrópu. Er hér um að ræða segulmagnaða flis, sem skotið er i tjónu fisksins, en auk þess er veiðiugginn merkt- ur. Þegar veiðimenn rekast á veiðiuggalausan fisk, þá geta fiskifræðingar séð, hvort um ör- merktan fisk er að ræða, og fylgj- ast þeir með ferðum fisksins og stöðu. Stofnstæröir i stöðuvötnum eru kannaðar með fisksjá, sem er öllu þægilegri aðferð en netin, sem áður voru notuð, en i ám er á hinn bóginn notast við teljara. Þessi tækní er frábrugðin eldri merkingum á þann.hátt, að nU er frekar leitað að hópum i stað sögu einstakra 'fiska áður. Með niðurstöðum þeim, sem rannsóknin gefur, fást beinar, hagnýtar upplýsingar, þvi að árangur veiðanna er háöur styrk- leika stofnanna. Hafa fiski- fræðingar ekki einungis hugann við verndun gegn ofveiði heldur einnig, að t.d. i stöðuvötnum get- ur of stór stofn leitt til fæðuskorts og þvi minni vaxtar fiska og lélegri nýtingar. Með þessum rannsóknum stuðlar veiðimála- stjórnin þannig að hagkvæmu jafnvægi milli veiða og stofn- stærðar. Hver á landio, þegar jöklar bráðna? Stórt landssvæði í Jostedal á Sogni i Noregi hefur dregið að sér athygli manna þar I landi. Engir eigendur eru að landi þessu og auk þess eru yfir sex milljónir isl. kr. á bankareikn- ingi, sem bfða eftir eigendum. Þetta stafar af þvi að Nigards- jökull hefur bráðnað og hörfað á siðustu öld að þvi er sagði i dag- blaðinu Bergens Tidende á dög- unum. Enginn veit hver á þetta stóra svæöi, sem komiðhefurí ljós við bráðnun jökulsins. Tólf manns hafa gert tilkall til milljónanna og eignarréttar á svæðinu, sem fyrir hundrað árum var isi þak- ið. Þá lék enginn vafi á eignar- réttinum. A timabilinu, sem jökullinn var aö hörfa, hefur ekki aöeins orðiö til nýtt land heldur hafa einnig veriö keypt virkjunarréttindi á svæöinu. Peningarnir hafa þó ekki verið greiddir Ut, þar sem kaupendur virkjunarréttarins vita ekki hverá aðfá greiðsluna. Pening- arnir voru þvi lagðir á banka og eru nú með vöxtum orðnir yfir sex milljóhir króna. Lögfræðingar hafa leitað i lögunum tU að finna lausn á þessum vanda, en tU einskis.l'ai' með hlýtur málið að fara fyrir rétt.fyrsthéraðsdómstól i Innra Sogni nú i haust. En þar sem um mikU verðmæti er að ræða er lfklegt aö málið verði ekki Ut- kljáð fyrr en i hæstarétti. Sparið olíu — Akið Deutz 25 ára reynsla Aldarfjórðungsreynsla er nú að baki DEUTZ-dráttarvélanna á íslandi. Á þeim tíma hafa tækniframfarirnar verið miklar, en hvergi stórstígari en hjá brautryðjendum brennslu- hreyfilsins — DEUTZ. íslenzkir bændur hafa fylgzt með framförunum og sannreynt yfirburði loftkældu DEUTZ- dráttarvélanna við islenzkar aðstæður. Nýju DEUTZ-dráttarvélarnar eru fyrir þá kröfu- hörðu, þá hagsýnu sem vilja það bezta — á hagkvæmu verði. Og svo eru það INTRAC- vélarnar fyrir þá sem vilja taka stóra stökkið inn í framtíðina. ¦**;¦** *-í^tt<^fev.^t»i :..:*-'~, fyrir sparneytni Loftkældur DEUTZ-diesel-hreyfill — ónæmur fyrir frostum. HeÍmSTrd&gur DEUTZ-Transfermatic-vökvakerfi — fljótvirkt og sterkt Þrítengibeizli með sterkum hliðarstífum. Stillanlegt hægindasæti verndar heilsuna HHamiðstöð — til upphitunar. Stefnuljós. Aurbretti yfir öll hjól. Þegar á reynir — þá er það DEUTZ sem dugar. Pantið timanlega fyrir vorið. IhMIIR llLvéladeild, sími 22123. Tryggvagötu og Borgartúnt. Rvk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.