Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 80

Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 80
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2005 55 góða skemmtun! REGÍNA ÓSK Fyrsta plata Regínu hefur fengið frábærar viðtökur. 10. sæti á Tónlistanum. „Sönghæfileikar Regínu eru óumdeilanlegir, hún er sannarlega glæsileg söngkona hvernig sem á það er litið...Söngur hennar er nánast fullkominn... Í heild er þetta hin ágætasta plata, hugljúf og einlæg. Þetta eru óskalögin hennar Regínu framreidd af natni og virðingu.“ Mbl. 12. 11. 2005 KOMIN Í VERSLANIR Útgáfutónleikar Regínu Óskar á NASA sunnudagskvöldið 20. nóvember kl:20:30. Húsið opnar kl: 20 Ásamt Regínu Ósk koma fram: Friðrik Ómar, Leone Tinganelli og 9 manna hljómsveit. Miðasala í verslunum Pennans/Eymundssonar Austurstræti, Smáralind og Hallarmúla ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FÓTBOLTI Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, lýsti þung- um áhyggjum sínum yfir hegðun leikmanna og áhorfenda í Tyrklandi í gær, en mikil ólæti brutust út að leik loknum þar sem leikmenn Tyrk- lands og Sviss lentu í slagsmálum í Istanbul. Leikmenn beggja liða slógust heiftarlega og var varnarmaður Tyrklands, Alpay, þar fremstur í flokki. „Það eitthvað mikið að í Tyrk- landi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ólæti brjótast út þar í landi. En ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Blatter á blaðamannafundi í gær. Tyrkir féllu úr keppni eftir að hafa unnið Sviss 4-2 en það dugði ekki til þar sem Sviss vann fyrri leikinn 2-0 og komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þegar flautað var til leiksloka ætlaði allt um koll að keyra og hófu áhorf- endur að kasta öllu lauslegu inn á völlinn, auk þess sem leikmönnum lenti saman þegar þeir reyndu að forða sér af vellinum. Slagsmálin héldu svo áfram inni í göngunum sem leiða til búningsherbergja og þurfti einn leikmanna Sviss, Step- hane Grichting, að fara á sjúkrahús. - mh Slagsmálin í Tyrklandi draga dilk á eftir sér: Tyrkjum verður refsað harkalega af FIFA HLAUPIÐ TIL BÚNINGSHERBERGJA Leikmenn Sviss þurftu að hraða sér af vellinum í Istan- bul vegna skrílsláta áhorfenda. FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Aldo Duscher, sem nú er orðaður við nokkur félög í ensku úrvalsdeild- inni, segir peningana skipta öllu máli um hvert hann muni fara. „Peningarnir munu á endanum ráða úrslitum um það hvert ég mun ákveða að fara,“ sagði Dusch- er kokhraustur við fjölmiðla í gær. Manchester United og Newcastle United eru sögð vera líklegust til þess fá Duscher í sínar raðir en hann hefur einnig verið orðaður við lið á Ítalíu og á Spáni. „Þegar ég fer frá Deportivo ætla ég mér að taka skref upp á við. Vissulega eru Manchester United og New- castle stór félög en ég mun taka mér góðan tíma í að velja hvert ég mun fara.“ - mh Duscher fer frá Deportivo: Fer allt eftir peningunum ALDO DUSCHER Duscher ætlar sér að fara frá Deportivo í janúar. FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmað- urinn Gylfi Einarsson, leikmaður Leeds United á Englandi, verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur en hann meiddist á öxl í leik með varaliði Leeds gegn varaliði Birmingham í fyrrakvöld. Gylfi lenti illa á öxlinni eftir að hafa stokkið upp í skallaeinvígi og hitti hann sérfræðing í gær sem staðfesti að Gylfi gæti orðið frá keppni í allt að mánuð vegna meiðslanna. Gylfi hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Leeds að undanförnu og hefur þurft að sætta sig við það að sitja á bekknum löngum stund- um. - mh Gylfi meiddist á öxl: Frá í tvær til þrjár vikur GYLFI EINARSSON Gylfi hefur ekki átt fast sæti í liði Leeds United að undanförnu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.