Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 80
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2005 55 góða skemmtun! REGÍNA ÓSK Fyrsta plata Regínu hefur fengið frábærar viðtökur. 10. sæti á Tónlistanum. „Sönghæfileikar Regínu eru óumdeilanlegir, hún er sannarlega glæsileg söngkona hvernig sem á það er litið...Söngur hennar er nánast fullkominn... Í heild er þetta hin ágætasta plata, hugljúf og einlæg. Þetta eru óskalögin hennar Regínu framreidd af natni og virðingu.“ Mbl. 12. 11. 2005 KOMIN Í VERSLANIR Útgáfutónleikar Regínu Óskar á NASA sunnudagskvöldið 20. nóvember kl:20:30. Húsið opnar kl: 20 Ásamt Regínu Ósk koma fram: Friðrik Ómar, Leone Tinganelli og 9 manna hljómsveit. Miðasala í verslunum Pennans/Eymundssonar Austurstræti, Smáralind og Hallarmúla ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FÓTBOLTI Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, lýsti þung- um áhyggjum sínum yfir hegðun leikmanna og áhorfenda í Tyrklandi í gær, en mikil ólæti brutust út að leik loknum þar sem leikmenn Tyrk- lands og Sviss lentu í slagsmálum í Istanbul. Leikmenn beggja liða slógust heiftarlega og var varnarmaður Tyrklands, Alpay, þar fremstur í flokki. „Það eitthvað mikið að í Tyrk- landi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ólæti brjótast út þar í landi. En ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Blatter á blaðamannafundi í gær. Tyrkir féllu úr keppni eftir að hafa unnið Sviss 4-2 en það dugði ekki til þar sem Sviss vann fyrri leikinn 2-0 og komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Þegar flautað var til leiksloka ætlaði allt um koll að keyra og hófu áhorf- endur að kasta öllu lauslegu inn á völlinn, auk þess sem leikmönnum lenti saman þegar þeir reyndu að forða sér af vellinum. Slagsmálin héldu svo áfram inni í göngunum sem leiða til búningsherbergja og þurfti einn leikmanna Sviss, Step- hane Grichting, að fara á sjúkrahús. - mh Slagsmálin í Tyrklandi draga dilk á eftir sér: Tyrkjum verður refsað harkalega af FIFA HLAUPIÐ TIL BÚNINGSHERBERGJA Leikmenn Sviss þurftu að hraða sér af vellinum í Istan- bul vegna skrílsláta áhorfenda. FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Aldo Duscher, sem nú er orðaður við nokkur félög í ensku úrvalsdeild- inni, segir peningana skipta öllu máli um hvert hann muni fara. „Peningarnir munu á endanum ráða úrslitum um það hvert ég mun ákveða að fara,“ sagði Dusch- er kokhraustur við fjölmiðla í gær. Manchester United og Newcastle United eru sögð vera líklegust til þess fá Duscher í sínar raðir en hann hefur einnig verið orðaður við lið á Ítalíu og á Spáni. „Þegar ég fer frá Deportivo ætla ég mér að taka skref upp á við. Vissulega eru Manchester United og New- castle stór félög en ég mun taka mér góðan tíma í að velja hvert ég mun fara.“ - mh Duscher fer frá Deportivo: Fer allt eftir peningunum ALDO DUSCHER Duscher ætlar sér að fara frá Deportivo í janúar. FÓTBOLTI Íslenski landsliðsmað- urinn Gylfi Einarsson, leikmaður Leeds United á Englandi, verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur en hann meiddist á öxl í leik með varaliði Leeds gegn varaliði Birmingham í fyrrakvöld. Gylfi lenti illa á öxlinni eftir að hafa stokkið upp í skallaeinvígi og hitti hann sérfræðing í gær sem staðfesti að Gylfi gæti orðið frá keppni í allt að mánuð vegna meiðslanna. Gylfi hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Leeds að undanförnu og hefur þurft að sætta sig við það að sitja á bekknum löngum stund- um. - mh Gylfi meiddist á öxl: Frá í tvær til þrjár vikur GYLFI EINARSSON Gylfi hefur ekki átt fast sæti í liði Leeds United að undanförnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.