Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 84
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2005 59
FYLGIRFYLGIR
War of the Worlds
Nýjasta mynd Steven
Spielbergs er gerð eftir hinni
heimsfrægu sögu H.G. Wells
sem upphaflega var skrifuð
1898. Þessi magnaða útfærsla
gerist hinsvegar í nútímanum
og Tom Cruise leikur fráskilinn
föðir sem þarf að flýja undan
árás geimvera með börnin sín.
Stanslaus hasar, góð saga.
snakk fylg
ir á
meðan bir
gðir
1.999
KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn
Helgi Már Magnússon átti frá-
bæran leik fyrir lið sitt Catawba
í leik gegn hinu fræga háskólaliði
North Carolina í fyrradag. Helgi
Már skoraði 20 stig á aðeins 28
mínútum og hitti vel úr skotum
sínum en North Carolina er í
styrkleikaflokki fyrir ofan Cat-
awba í bandaríska háskólabolt-
num og fór með öruggan sigur af
hólmi, 89-63.
Helgi Már var stigahæstur
allra á vellinum en bróðir hans
Finnur, sem leikur einnig með
Catawba, lék aðeins eina mínútu
en komst ekki á blað. - vig
Helgi Már Magnússon:
Finnur sig vel
með Catawba
HELGI MÁR MAGNÚSSON Er að finna sig
mjög vel í Bandaríkjunum.
FÓTBOLTI Það verður brasilíski
miðjumaðurinn Ronaldinho sem
mun fá gullknöttinn og titilinn
besti knattspyrnumaður Evrópu
þann 24. nóvember næstkom-
andi, eftir því sem spænska blaðið
Marca greinir frá. Það er tímarit-
ið France Football sem stendur
að valinu, eins og það hefur gert
síðustu áratugi, og segist Marca
hafa öruggar heimildir fyrir því
að Ronaldinho hafi orðið fyrir
valinu.
Í frétt blaðsins kemur einnig
fram að Frank Lampard hjá Chel-
sea hafi orðið númer tvö í kjörinu
af þeim 50 sem tilnefndir voru í
upphafi. France Football hefur
enn sem komið er ekki neitað frétt
Marca og þykir það gefa til kynna
að fullyrðingar spænska blaðsins
séu á rökum reistar.
- vig
Besti leikmaður Evrópu:
Ronaldinho fær
gullknöttinn
RONALDINHO Verður valinn besti leikmað-
ur Evrópu.
Evrópukeppni karla í körfu:
KEFLAVÍK-BK RIGA 121-90
Stig Keflavíkur: AJ Moye 37, Zlatko Gocevski 18,
Magnús Gunnarsson 20, Arnar Freyr Jónsson 16
stig, Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 7,
Gunnar Stefánsson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4.
Evrópukeppni kvenna í körfu:
HAUKAR-PAYS D´AIX 41-105
Stig Hauka: Jelena Jovanovic 13, Helena Sverris-
dóttir 12, Ösp Jóhannsdóttir 6, Hanna Hálfdánar-
dóttir 4, Sara Pálmadóttir 2, Pálína Gunnlaugsdóttir
2, Kristrún Sigurjónsdóttir 2..
DHL-deild karla í handbolta:
ÞÓR AK.-FYLKIR 28-37
Mörk Þórs: Aigars Lazdins 8, Guðmundur Trausta-
son 5, Sindri Haraldsson 4, Sigurður B. Sigurðsson
3, Sindri Viðarsson 2, Rúnar Sigtryggsson 2, Atli
Ingólfsson 1, Bjarni Bjarnason 1, Heiðar Þór Aðal-
steinsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1..
Mörki Fylkis: Brynjar Þór Hreinsson 8, Heimir
Örn Árnason 6, Arnar Þór Sæþórsson 6, Arnar Jón
Agnarsson 4, Sigurður Valur Jakobsson 4, Ásbjörn
Stefánsson 3, Davíð Þór Óskarsson 2, Pétur Heiðar
Þorláksson 2, Guðlaugur Arnarsson 1, Ágúst Örn
Guðmundsson 1.
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar sýndu
hreint magnaða frammistöðu á
heimavelli sínum gegn BK Riga
í Evrópukeppni félagsliða í gær-
kvöldi og sigruðu BK Riga frá
Lettlandi 121-90. Fyrir leikinn var
ljóst að Keflavík þurfti að vinna
með að minnsta kosti 20 stiga
mun til að vinna upp tapið frá því í
fyrri leiknum. Það gerði Keflavík
og ellefu stigum betur í þokkabót
og er liðið þar með komið áfram í
Evrópukeppninni.
Jafnræði var með liðunum í
upphafi leiks en undir lok fyrsta
leikhluta settu leikmenn Kefla-
víkur í fluggírinn og náðu að
breyta stöðunni úr 20-19 í 30-19.
Sú rispa kveikti heldur betur í
þeim fjölmörgu áhorfendum sem
lögðu leið sína í Sláturhúsið í gær
og bættu Keflvíkingar við for-
ystuna í 2. leikhluta. Í hálfleik var
staðan 60-40 og eftir þriðja leik-
hluta voru Keflavík komið með 26
stiga forystu, 84-58. Í 4. og síðasta
leikhluta bættu Keflvíkingar enn
frekar í og fóru að lokum með 31
stigs sigur af hólmi.
Það var fyrst og fremst frábær
varnarleikur Keflvíkinga sem
skóp sigur þeirra og þá má segja
að leikurinn í gær hafi verið sá
fyrsti í Evrópukeppninni þar sem
hittnin hjá leikmönnum liðsins
var með eðlilegu móti. AJ Moye
átti stórleik og skoraði 37 stig og
tók þar að auki 12 fráköst. Zlatko
Gocevski skoraði 18 stig og tók 11
fráköst og þá var Magnús Gunn-
arsson með 20 stig. - vig
Keflavík tókst hið ómögulega í Evrópukeppninni í körfubolta:
Frábær frammistaða Keflvíkinga
MAGNÚS GUNNARSSON Skoraði 20 stig
fyrir sína menn í gærkvöldi og spilaði mjög
vel, eins og reyndar allt Keflavíkurliðið.
FÓTBOLTI Framherjinn Arnar Gunn-
laugsson var í byrjunarliði Vals í
fremstu víglínu ásamt Garðari
Gunnlaugssyni þegar liðið mætti
Fjölni í æfingaleik í Egilshöllinni
í gærkvöldi. Staðan var 1-1 þegar
Fréttablaðið fór í prentun í gær-
kvöldi og skoraði Arnar mark
Valsmanna. Nýju sóknarmenn-
irnir sem Valur samdi nýlega við,
þeir Jakob Spangsberg og Andri
Valur Ívarsson, máttu þurfa að
sætta sig við að byrja á bekknum.
Arnar yfirgaf herbúðir KR í lok
síðasta sumars vegna persónulegra
ástæðna en mætti á sína fyrstu
æfingu hjá Val í síðustu viku.
- vig
Æfingaleikur Vals og Fjölnis:
Arnar skoraði
fyrir Val