Tíminn - 23.01.1977, Page 26

Tíminn - 23.01.1977, Page 26
26 Sunnudagur 23. janúar 1977 i. ... í Heyrnleysingjaskólanum Grímu- dans- leikur... EF EINHVER heldur þvl fram, aö heyrnarlaust fólk geti ekki dansaö eftir tónlist, þá heföi sá hinn sami átt aö koma á grimu- dansleikinn hjá Heyrnleysingja- skólanum á fimmtudagskvöldiö, þar sem ljósmyndari Tímans, Gunnar V. Andrésson, tók þessar myndir. Þótt þaö kunni kannski aö hljóma ótrúlega, þá er þaö engu aö siöur satt, aö heyrnar- laust fólk skynjar takt I tónlist og getur dansaö eftir henni — og þaö jafnvel betur en sumir þeir er hafa óskerta heyrn. Þetta var mikill hátiöisdagur hjá nemendum Heyrnleysingja- skólans, enda I fyrsta sinn, sem grimudansleikur er haldinn i skólanum. Hátiöin hófst meö þvi, aö kveikt var i bálkesti á skóla- lóöinni og var dansaö i kringum hann, auk þess sem blys voru tendruö og flugeldum skotiö hátt á himin. Dansleikurinn fór siöan fram i leikfimisal skólans, og siö- ar um kvöldiö voru þeim veitt verölaun, sem voru i sniöugasta búningnum. Dansinn dunaöi svo til klukkan tiu, en þá mátti lika sjá, aö marg- ir voru orönir þreyttir i fótunum og lúnir eftir erfiöi dagsins. V

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.