Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 2
2 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Tæplega 24 kíló af
fíkniefnum hafa verið gerð upp-
tæk á þeim níu vikum sem liðnar
eru af þessu ári. Á sama tíma í
fyrra voru samtals 6,3 kíló gerð
upptæk. Þau efni sem um ræðir
hafa einkum verið tekin af fólki
sem hefur reynt að smygla þeim
til landsins en verið stöðvað. Inni
í þeim tölum sem Fréttablaðið
birtir nú eru ekki tvær áfengis-
flöskur með fljótandi amfetamíni,
sem teknar voru af litháískum
karlmanni fyrir skömmu. Áætlað
er að amfetamínbasinn sem í þeim
var geti gefið nokkur kíló af
amfetamíni.
„Það vekur vissulega athygli
hve mikið magn af fíkniefnum
hefur verið tekið á svo skömmum
tíma,“ segir Ásgeir Karlsson, yfir-
maður fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, um magnið
það sem af er þessu ári. Hann
kveður enga einhlíta skýringu á
þeim mikla mun á magni fíkni-
efna sem tekin voru á fyrstu níu
vikum síðasta árs og sama tíma á
þessu ári.
„Maður getur aldrei sagt til um
það með neinni
vissu hvað þarna
er að gerast,“
segir hann. „Í
þessum tilvik-
um eru nokkrar
stórar haldlagn-
ingar, allt upp í
rúmlega þrjú
kíló af amfetam-
íni í einni send-
ingu. Þá kann
skýringin að hluta að vera sú að
fleiri tilraunir til fíkniefnasmygls
séu gerðar nú en áður.“
Ásgeir segir enn fremur að
lögregla og tollgæsla séu með
svipaðan viðbúnað nú og í fyrra
og menn þar séu mjög meðvitaðir
um allt eftirlit. Þekkingin og
vinnubrögðin hafi þróast með
árunum en spurningin geti einnig
snúist um heppni.
Spurður hvort menn séu ef til
vill að taka með sér meira magn
fíkniefna nú heldur en áður segir
Ásgeir svo ekki þurfa að vera.
Fólk hafi í gegnum tíðina verið
tekið með mikið magn í einstök-
um tilvikum. Hann bendir jafn-
framt á að á síðasta ári hafi verið
haldlögð samtals 72 kíló í fíkni-
efnum erlendis, sem ætluð hafi
verið á markað hér á landi. Í
sumum tilvikum hafi ábendingar
lögreglu hér leitt til töku efnanna
úti.
Varðandi lítið hlutfall fíkni-
efnisins LSD í smygltilraunum
nú segir Ásgeir að þær tölur segi
ekki allt um neyslumynstrið.
Kókaín og amfetamín séu þó
sýnilegir vímugjafar í hefð-
bundnu eftirliti lögreglu með
fíkniefnaneyslu í borginni. Þau
efni sem séu á markaði hér séu
aðallega amfetamín, kókaín,
kannabis og E-töflur.
jss@frettabladid.is
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
�����������������������������
�������������������
Búið að taka 24 kíló
fíkniefna á þessu ári
Vel á þriðja tug fíkniefna hefur verið gert upptækt af lögreglu það sem af er
þessu ári. Rúm sex kíló höfðu verið gerð upptæk á sama tíma í fyrra. Yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar segir enga einhlíta skýringu á þessu magni.
0
1.000
2.500
5.000
10
100
8.
12
5
4.
20
3
4.
42
5
1.
80
4
7.
68
5
53 1.
86
3
5 44
1
35 89
3
18
0
7.500
Amfetamín Hass Kannabis-
lauf
Kannabis-
stönglar
Kókaín Maríjúana
HALDLÖGÐ EFNI Í GRÖMMUM FRÁ 1. JANÚAR TIL 06. MARS 2005 OG
2006 EFTIR TEGUND EFNIS (BRÁÐABIRGÐATÖLUR)
2005
2006
ORKUMÁL Stofnfundur um sameig-
inlegt smásölufyrirtæki RARIK,
Orkubús Vestfjarða og Landsvirkj-
unar á raforkumarkaði verður á
morgun, föstudag. Landsvirkjun
leggur Laxárvirkjun ekki inn í sam-
eiginlega fyrirtæk-
ið við það tækifæri
heldur síðar.
Tryggvi Þór
Haraldsson, for-
stjóri RARIK, segir
að stofnað verði
undirbúningsfélag
með tíu milljón
króna
hlutafé. Alls 36 prósent verði í eigu
RARIK, sami stærðarhlutur í eigu
Orkubúsins og eignarhlutur Lands-
virkjunar verði 28 prósent. Eignar-
hlutföllin geti breyst lítillega þegar
Landsvirkjun leggi Laxárvirkjun
inn í fyrirtækið.
„Starfsmönnum undirbúningsfé-
lagsins er ætlað að ganga frá samn-
ingum um þjónustu og undirbúa
annars vegar yfirtöku innkaupa-
samninga og hins vegar
eigna. Þeir eiga að gera
fyrirtækið að því sem
við ætlum því að verða,“ segir
Tryggvi.
Forsvarsmenn eigenda Lands-
virkjunar, Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri, Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
á Akureyri, funduðu í gær vegna
óánægju borgarinnar með að Lands-
virkjun greiði hlut sinn í nýja sölu-
fyrirtækinu með því að leggja Lax-
árvirkjun til þess. Borgin á 45
prósenta hluti í Landsvirkjun, Akur-
eyri fimm og ríkið helming. Ríkið á
bæði Orkubúið og RARIK.
Ekki náðist í borgarstjóra eða
iðnaðarráðherra og Kristján vildi
ekki tjá sig um efni fundarins. Hann
sagði bæinn styðja stjórn Lands-
virkjunar í að stofna smásölufyrir-
tækið. „Við teljum hagsmuni Lands-
virkjunar best tryggða með þessari
ákvörðun stjórnarinnar.“
- gag
RARIK, Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun halda stofnfund:
Ríkið í smásölu á rafmagni
TRYGGVI ÞÓR
HARALDSSON
Forstjóri RARIK.
LAXÁRVIRKJUN Virkjunin
er bitbein borgar og ríkis.
Landsvirkjun, í meirihluta-
eigu ríkisins, vill hefja smá-
sölu á orku með virkjuninni
og fara í samkeppni við
Orkuveita Reykjavíkur í eigu
borgarinnar.
SPURNING DAGSINS
Eru karlmenn nokkurn tím-
ann til friðs?
„Nei, þeir eru aldrei til friðs.“
Guðlaug Þóra Marinósdóttir var fundarstýra á
fundi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra
kvenna fyrir friði og jafnrétti í gær, á alþjóð-
legum baráttudegi kvenna.
KJARAMÁL Unglæknar á Landspít-
ala - háskólasjúkrahúsi hafa sent
sviðsstjórum bréf, þar sem þeir
óska eftir því að fá að taka út
hvíldarrétt föstudaginn 31. mars
næstkomandi. Þetta er liður í ára-
langri baráttu þeirra fyrir því að
fá lögboðinn hvíldartíma eða
hvíld síðar, komi til skerðingar á
honum. Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins er sterkur vilji hjá
mörgum unglæknum fyrir því að
grípa til aðgerða þennan dag ef
þeim verður neitað um umbeðinn
hvíldartíma.
„Í þessu bréfi bendum við á að
LSH hefur að okkar mati ekki
farið að lögum með að veita ung-
læknum fullan rétt á hvíldar-
tíma,“ segir Bjarni Þór Eyvinds-
son, formaður Félags ungra
lækna, sem segir unglækna eiga
inni uppsafnaðan hvíldartíma.
„Yfirmenn á Landspítala hafa
viðurkennt að við eigum rétt á
hvíldartíma en ef til skerðingar
kemur telja þeir sig ekki skylduga
til þess að veita okkur
hvíld seinna eins og kveðið er á í
lögum um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum. Það
hljómar auðvitað mjög furðulega
að játa í einu orðinu að ætla sér að
fara eftir lögum og veita ung-
læknum hvíldartíma en svo í
næsta orði segja að ef hvíldartími
skerðist sé það ekki á ábyrgð LSH
að bæta okkur upp þetta tap á
hvíld.“ - jss
UNGLÆKNAR Á Landspítalanum starfa
nú um 150 unglæknar. Þessir tveir hafa
starfað á slysa- og bráðamóttöku.
Unglæknar óska eftir að fá að taka út hvíldartíma síðasta dag þessa mánaðar:
Unglæknar mæta ekki í vinnu
VERSLUN Samtök verslunar og þjón-
ustu munu leggja fram kæru til
ESA, Eftirlitsstofnunnar EFTA,
vegna starfsemi komuverslunar í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Samtökin telja að sala ríkisins á
algengum neysluvörum eins og
snyrtivörum og rafmagnstækjum í
samkeppni við einkarekna verslun
brjóti í bága við skuldbindingar
Íslands samkvæmt EES-samningn-
um, að því er fram kemur í frétta-
pósti þeirra.
SVÞ hafa óskað eftir því að sú
reglugerð sem heimilt er að setja
samkvæmt tollalögunum og er ætlað
að takmarka vöruúrval í komuversl-
uninni verði sett án tafar. ■
Komuverslun í Leifsstöð:
SVÞ kæra
starfsemina
PARÍS, AP Kafarar hafa uppgötvað
nýtt krabbadýr í Suður-Kyrrahafi
og er skepnan í hæsta máta óvenju-
leg. Hún líkist helst humri, nema að
hún er þakin silkimjúkum ljósum
feldi.
Dýrið er hvítt á lit, um 15 senti-
metra langt fullvaxið og er blint
því það vantar í það augu, en kafar-
arnir fundu það á 2.300 metra dýpi
um 1.500 kilómetra suður af Páska-
eyju. Það er svo ólíkt öðrum krabba-
dýrum að vísindamennirnir þurftu
að búa til nýja ættkvísl fyrir dýrið,
sem þeir nefndu Kiwa, eftir gyðju
krabbadýra samkvæmt pólýnes-
ískri goðafræði. - smk
Nýtt krabbadýr finnst:
Blindur humar
með silkifeld
NÝTT KRABBADÝR Skepnan fannst í Suður-
Kyrrahafi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FARFUGLAR Fuglaáhugamenn telja
víst að fyrstu grágæsirnar séu
komnar til landsins eftir vetursetu
á Bretlandseyjum, en fuglaflensan
hefur enn ekki greinst þar.
Fyrstu álftirnar komu til landsins
21. febrúar en Brynjúlfur Brynjólfs-
son, starfsmaður Fuglaathugunar-
stöðvar Suðausturlands á Höfn,
segir að sést hafi til grágæsa á
Hornafirði og sjómaður tilkynnt um
gæsahóp á flugi út Eyjafjörð. „Það
er mjög ólíklegt að þær hafi haft vet-
ursetu hér á landi. Undanfarin þrjú
ár hafa þær komið til Íslands í byrj-
un mars og má segja að þær séu nú á
réttu róli,“ segir Brynjúlfur. - kk
Farfuglum fjölgar:
Grágæsirnar
eru komnar
GRÁGÆSIR Á AKUREYRI Fuglaáhugamenn
hafa orðið varir við grágæsir í Eyjafirði og á
Hornafirði.
UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde utan-
ríkisráðherra hélt síðdegis í gær
erindi um framboð Íslands til örygg-
isráðs Sameinuðu þjóð-
anna.
Geir telur að áhugi
almennings sé ekki
mikill á málinu og
margir setji fyrir sig
kostnaðinn sem veru í
ráðinu fylgi. Hann segir
það þægilegt að láta
aðra leysa vandamálin
og Íslendingar hafi verið á þeirri
línu nema þegar um sé að ræða
hagsmunamál þeirra sjálfra. Geir
sér fyrir sér að Ísland beiti sér á
vettvangi ráðsins með því að halda á
lofti friði, réttlæti og auknu lýð-
ræði. - shá
Ræða utanríkisráðherra:
Höfum forðast
að taka ábyrgð
GEIR H.
HAARDE
SKÁK Þröstur Þórhallsson stórmeist-
ari sigraði Mamedyarov, stigahæsta
mann mótsins, í 2. umferð Alþjóð-
lega Reykjavíkurskákmótsins í
gærkvöldi.
Skákmeistarinn er kallaður
„arftaki Kasparovs“ og er á meðal
fimmtán sterkustu skákmeistara í
heimi. Mamedyarov er eini skák-
meistari sögunnar sem hefur unnið
heimsmeistaratitil ungmenna tvisv-
ar. Hann er sterklega orðaður við
heimsmeistaratitilinn á næstu
árum.
Hinn ungi og efnilegi Atli Freyr
Kristjánsson vann sænsku skákk-
onuna Viktoríu Johansson. -shá
Reykjavíkurskákmótið:
Sterkasti kepp-
andinn lagður
ÁSGEIR KARLSSON