Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 09.03.2006, Síða 6
6 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR LANDBÚNAÐUR Verð á mjólkurkvóta hefur lækkað mikið að undanförnu og er heildarverðmæti hans tíu milljörðum króna minna núna en það var í sumar. Ólafur Magnús- son, framkvæmdastjóri einka- reknu afurðastöðvarinnar Mjólku, segir að ef þessi þróun haldi áfram verði kvótaverðið komið niður í 250 krónur í sumar. Það þýði að eign bænda hafi þá rýrnað um helming á rúmu ári. Hann segir þetta valda bændum miklum vanda og útilokað sé fyrir þá að fara út úr greininni, því þeir nái fjárfestingu sinni aldrei til baka. Hann segir að bankarnir hljóti að vera uggandi um sinn hag þar sem þeir hafi lánað stórfé til kvótakaupa með veði í kvótanum sjálfum. „Þeir myndu hafa áhyggjur ef verð á fasteign- um myndi lækka um tugi prósenta á hálfu ári,“ segir Ólafur. Þorfinnur J. Björnsson, sér- fræðingur hjá lánamati Lands- bankans, lítur svo á að veðið sé allt- af tekið í jörðinni eða gæðum hennar í heild. Þorfinnur, sem var starfsmaður Lánasjóðs landbúnað- arins sem Landsbankinn keypti, segir að svo hafi einnig verið þar. „Við lánuðum mönnum til að kaupa jörð og þeir fengu hærra lán eftir því sem kvótinn var meiri, en aldrei bara út á kvótakaup.“ Friðrik S. Halldórsson hjá við- skiptabankasviði KB banka segir að lánað sé út á mjólkurkvóta eins og fiskikvóta en jörðin og kvótinn séu metin saman inn í virði hvers býlis. Friðrik lítur svo á að lækkun- in nú sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Baldur H. Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, skýrir verðlækkunina með kvótaaukningu sem nam fimm milljónum lítra á þessu ári. Hann segir að einnig hafi áhrif að greitt sé fyrir alla umframmjólk og því þurfi ekki kvóta til að auka fram- leiðslu. Hann segir líklegt að svo verði einnig á næsta ári. Ástæðuna fyrir kvótakaupum við þessar aðstæður segir hann vera að bænd- ur séu að kaupa hlutdeild í markaði og beingreiðslum til framtíðar. Um tryggingar bankanna segir Baldur: „Ef ég væri starfandi kúabóndi og ætlaði mér að kaupa 100.000 lítra í viðbótarkvóta myndu lánardrottn- ar vilja fá veð í jörðinni en ef það eru bara 10.000 lítrar er veðið bara í kvótanum. Þetta er síðan metið fyrir hvern og einn, eftir jörðinni, skuldastöðu og aldri.“ svavar@frettabladid.is Skráning fer fram á www.landsbanki.is og í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Allar nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara er að finna á www.landsbanki.is. Að loknum fyrirlestri verða í boði kaffiveitingar. Fundargestir verða leystir út með lítilli gjöf. 410 4000 | www.landsbanki.is Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld Fyrirlestur í Aðalútibúi Landsbankans, Austurstræti 11 í kvöld kl. 20 – Spurt og svarað um skattamál ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 16 54 03 /2 00 6 KJÖRKASSINN Ertu flughrædd(ur)? Já 19% Nei 81% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu áhyggjur af viðskipta- hallanum? Segðu skoðun þína á visir.is FÆREYJAR Sex og níu ára gamlir bræður og tíu ára gamall vinur þeirra, sem var gestkomandi á heimili þeirra, létu lífið í elds- voða í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld. Upptök eldsins eru ókunn en sérfræðingar frá dönsku Brunamálastofnuninni voru fengnir til Færeyja og vinna nú að rannsókn málsins. Um níuleytið í gærkvöldi hringdi nágranni í færeysku neyðarlínuna með upplýsingar um að kviknað væri í parhúsi við Hrafnseyrarveg. Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar voru þegar send á staðinn en komu of seint því drengirnir voru þá allir látnir úr reykeitrun. Þeir fund- ust í herbergi bræðranna þar sem þeir voru að leik þegar eld- urinn braust út. Þeir voru einir heima því faðir bræðranna hafði skroppið í íbúðina við hliðina til að fá sér kaffisopa. Jón Klein Olsen, varalög- reglustjóri hjá lögreglunni í Þórshöfn, segir að þegar björg- unarlið kom á staðinn hafi mikill eldur verið í eldhúsi og stofu og húsið fullt af reyk. Eldurinn virðist hafa átt upptök sín í eld- húsinu en það er enn ósannað. Færeyska lögreglan telur ekki að um íkveikju sé að ræða. - shá Hörmulegur eldsvoði í Þórshöfn í Færeyjum: Þrír drengir fórust í eldsvoða AF VETTVANGI Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar brugðust skjótt við en drengirnir voru þegar látnir. Þeir voru að leika sér í herbergi bræðranna og létust allir af völd- um reykeitrunar. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRIKUR LINDENSKOV Bílvelta í fyrrinótt Bíll ók út af veg- inum til móts við Krísuvíkurveg um mið- nætti í fyrrinótt með þeim afleiðingum að bílnum hvolfdi. Engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI „Þetta eru ekki nýjar fréttir enda höfum við verið á þeirri skoðun í þó nokkurn tíma að íslenska krónan sé of hátt skráð,“ sagði Christian Farø, hagfræðingur hjá Jyske bank og höfundur skýrslu bankans, í viðtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að bankinn sé í skýrslunni að taka undir gagnrýni matsfyrirtækisins Fitch á núver- andi efnahagsstefnu Íslandi. „Íslenska hagkerfið hefur ofhitnað og veikari króna getur slegið á þá þróun. Við bendum einnig á að fjár- málastefna ríkisins mætti vera strangari, sem gengur þvert á stefnu fjármálaráðuneytisins“, segir Christian. Hann telur veikingu krónunnar jákvæða þróun fyrir íslenskt efna- hagslíf enda þurfi viðskiptahallinn að minnka. „Við erum ekki að spá hruni krónunnar og teljum meiri líkur á því að lendingin verði mjúk.“ Christian segir það áhættusamt fyrir erlenda aðila að fjárfesta á Íslandi þar sem markaðurinn sé lít- ill. Því geti það verið erfitt að kom- ast út af markaðnum ef margir vilji selja á sama tíma. Hann segir að það sé ekki spá bankans að þannig ástand skapist. Í skýrslunni kemur fram að síð- ustu tvær vikur hafi reynt á íslenska markaðinn og útlit sé fyrir að þrýst- ingurinn muni aukast. Því er einnig spáð að vextir muni hækka á næst- unni og bent er á að verðbólga hafi farið yfir viðmið Seðlabankans síð- ustu sex mánuði. Sérfræðingar Jyske bank líkja íslenskum fjárfestum við banda- ríska í skýrslu sinni og segja þá viljugri til að taka áhættu á meðan Danir séu mun varkárari. Þetta eigi líka við um íslensku bankana. Það þurfi þó ekki að vera neikvætt en fyrr í vikunni sagði bankastjóri Jyske bank það ekki koma til greina að taka upp sömu stefnu og íslensku bankarnir fylgdu og fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem þeir lánuðu til. kristjan@frettabladid.is Danskir fjárfestar hvattir til að selja íslensk verðbréf: Neikvæðir í garð krónunnar Bændur í vanda eftir kvótakaup Staðhæft er að bændur séu í vandræðum vegna lækkunar á verði mjólkur- kvóta. Bankarnir segjast ekki lána út á kvóta eingöngu. Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda segir kaup á mjólkurkvóta tryggingu til framtíðar. ÚR FJÓSINU Lán með tryggingu í mjólkurkvóta eru sögð geta orðið baggi á bændum eftir lækkun verðs á mjólkurkvóta. Bankarnir gera lítið úr áhrifum lækkunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞRÓUN VERÐS Á MJÓLKUR- KVÓTA FRÁ MARS 2005 Mánuður Meðalverð 1. mars 366 1. apríl 380 1. maí 389 1. júní 393 1. júlí 405 1. ágúst engin viðskipti 1. sept. 380 1. okt. 386 1. nóv. 379 1. des. 387 1. jan. 351 1. feb. 323 1. mars 314 H5 finnst víðar í Svíþjóð Sænsk yfirvöld tilkynntu í gær að fuglaflensu- veira af stofninum H5 hefði fundist í fleiri villtum öndum nærri Karlskrona og Oxelösund á suðausturströnd Svíþjóðar. Verið er að rannsaka hvort veiran sé af H5N1-stofninum. Finnst í Albaníu Bresk rannsóknar- stofa tilkynnti í gær að H5N1-fuglaflensa hefði fundist í Suður-Albaníu. Veiran fannst í dauðum kjúklingi í þorpinu Cuke. Búið er að setja þorpið og ná- grannabæi í sóttkví. Tíu hafa látist í Kína Tíu manns hafa látist úr fuglaflensu í Kína. Tíunda fórnarlambið var níu ára gömul telpa sem dó á mánudag. Alls hafa 175 manns smitast um heim allan og þar af hafa 95 farist, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. FUGLAFLENSA KAUPHÖLLIN Í skýrslu Jyske bank segir meðal annars að veiking krónunnar sé jákvæð fyrir íslenskt efnhagslíf. MENNTAMÁL Vel á annað þúsund framhaldsskólanemar komu saman á Austurvelli í gær. Þeir voru að mótmæla fyrirætlunum mennta- málaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs þrátt fyrir að ráð- herra hafi sagt að styttingin komi ekki niður á gæðum námsins. Framhaldsskólanemar hafa sent ráðherra um 6.000 póstkort þar sem þeir hvetja hann til að endurskoða fyrirhugaðar breytingar á stúdents- prófinu. - shá Fjöldafundur stúdenta: Mótmæltu á Austurvelli MÓTMÆLI Framhaldsskólanemar fjöl- menntu við Alþingishúsið í gær. HÚSNÆÐI Sala á íbúðum í fjölbýli hefur dregist saman um 26 pró- sent milli ára að því er fram kemur í tölum frá Fasteignamati ríkisins. Á sama tíma hefur sala á einbýlis- húsum aukist um fimmtán pró- sent. Í febrúar sem nú er nýliðinn seldust um 679 íbúðir og einbýlis- hús en í febrúar á síðasta ári seld- ust 856 slíkar eignir. Þrátt fyrir að færri eignir hafi selst nú en á síð- asta ári er veltan meiri og hefur meðalverð íbúða í fjölbýli hækkað um 29 prósent milli ára og meðal- verð einbýlishúsa hækkað um fimmtung. - shá Fasteignamarkaðurinn: Mjög hefur dregið úr sölu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.