Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 10

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 10
10 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR A Ð A L F U N D U R C C P h f . Aðalfundur CCP hf. kt. 450697-3469, verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2006 kl. 16.00 á Nordica Hóteli, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins. Endanleg fundargögn, þ.m.t. endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda verða lögð fram hluthöfum til sýnis á skrifstofu félags viku fyrir fundinn. Reykjavík, 9. mars 2006 Stjórn CCP hf. HUNDASLEÐAKEPPNI Norðmaðurinn Tore Albrightsen og hvuttarnir hans sjást hér þjóta framhjá Fingravatni í Alaska, en Albrightsen er einn 83 hundaáhugamanna sem keppa þessa dagana í Iditarod- hundasleðakeppninni í Alaska. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Fylgi við öfga-hægri- flokka í Noregi og Danmörku hefur aukist töluvert síðustu vikur. En samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem birt var í Noregi í fyrradag fengi Framfaraflokkur- inn þar í landi um þriðjung atkvæða ef kosið yrði í dag. Í frétt á vefsíðu Politiken er haft eftir sérfræðingum að mót- mælin vegna Múhameðsteikning- anna sem birtust í Jótlandspóstin- um og umræðan í löndunum í kjölfar þeirra sé ástæðan fyrir auknu fylgi við flokkana. Danski þjóðarflokkurinn mælist nú þriðji stærsti flokkur Danmerkur. - ks Fylgi flokka í Noregi: Framfaraflokk- urinn stærstur SVEITARSTJÓRNIR Þórshafnar- og Skeggjastaðahreppar hafa ákveðið að boða til kosninga um samein- ingu sveitarfélaganna 8. apríl næstkomandi. Áki Guðmundsson, oddviti hreppsnefndar Skeggjastaða- hrepps, segir íbúana fá stuttan fyrirvara en nauðsynlegt sé að hraða kosningunum þar sem eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eigi sveitarfélögin ekki mögu- leika á sameiningarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga vinnur nú að úttekt á kost- um og göllum sameiningar. Niður- staðan verður kynnt íbúunum í lok mars og kynningarfundir haldnir í báðum sveitarfélögunum 1. apríl. Áki segist sjá ýmsa kosti við sameiningu og hann segir skuldir eða hallarekstur ekki liggja að baki sameiningarkosningunum. „Þetta er ekki varnarleikur heldur sóknarleikur. Samfélagsgerð sveit- arfélaganna er sú sama og þau eiga sömu hagsmuna að gæta. Við sjáum fram á að rekstur samein- aðs sveitarfélags verði hagkvæm- ari og mikilvægt er að við tölum einu máli út á við,“ segir Áki. - kk Kosið um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps: Hyggjast blása til sóknar ALÞINGI Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra um hvort hann hyggist beita sér fyrir því að samkeppnisstaða rík- isbanka á húsnæðismarkaði gagnvart einkabönkum verði jöfnuð. „Það er algjörlega sérís- lenskt fyrirbæri að vera með jafn stórtæka lánastofnun á vegum ríkisins. Það liggur í augum uppi að jafnréttis á milli ríkisbanka og einkarekinna banka á sviði húsnæðislána er ekki gætt. Þessu þarf að breyta.“ Fyrirspurn Guðlaugs Þórs er í sex liðum og er þar spurt hvort samkeppn- isstaðan verði jöfnuð með tilliti til greiðslu ríkis- ábyrgðargjalds, greiðslu tekjuskatts, kröfu um eig- infjárhlutfall, reglna um greiðslu vaxtabóta vegna viðgerða húsa, skuldajöfnunar opinberra gjalda og uppgjörsferða. - mh Guðlaugur Þór Þórðarson leggur fram fyrirspurn: Ríkið láni ekki til íbúðakaupa GUÐLAUGUR ÞÓR LONDON, AP Sá djúpi hugmynda- fræðilegi klofningur sem ein- kenndi bresk stjórnmál fyrir tveimur áratug- um er ekki leng- ur fyrir hendi, að mati Davids Cameron, leið- toga breska Íhaldsflokksins. Flokkarnir þrír í breskum stjórn- málum séu að mætast á miðj- unni. Sjálfur segist hann til dæmis ekki hafa miklar áhyggjur af því þótt hann sé stundum á sama máli og Tony Blair forsætisráðherra, leiðtogi Verkamannaflokksins, í mikil- vægum málum á borð við mennta- mál. - gb Leiðtogi íhaldsmanna: Gjáin er horfin DAVID CAMERON BAKKAFJÖRÐUR Tæplega 140 manns búa í Skeggjastaðahreppi og flestir þeirra á Bakka- firði. Íbúar Þórshafnarhrepps eru ríflega 400. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTAMÁL Yfirlýsing Kristínar Ingólfsdóttur, rektors við Háskóla Íslands, um að stefna eigi að því að koma skólanum í hóp þeirra allra bestu í heiminum hefur vakið verðskuldaða athygli. Sitt sýnist hverjum um raun- hæfi þessa. Bent hefur verið á að smæð skólans hafi áhrif. Hann sé í minni kantinum miðað við flesta þá háskóla sem eru nú þegar meðal hundrað bestu í heiminum auk þess sem fjárframlög til Háskóla Íslands séu óraveg frá þeim upphæðum sem flestir, ef ekki allir, skólar á þeim sama lista hafa milli hand- anna. Engu að síður er það mat flestra deildarforseta við Háskól- ann að umrætt markmið sé ekki jafn fjarri lagi og búast mætti við. Allmargir listar eru til um bestu háskóla heims en viðmið þau er notuð eru geta verið mismunandi. Listi sá er hér er vitnað til og þykir einna markverðastur kemur frá Jiao Tong-háskólanum í Kína. Við- mið þau er þar eru notuð eru af margvíslegum toga. Vægi kennslu og rannsókna við hvern skóla er sérstaklega metið út frá nokkrum breytum. Afar jákvætt er að kenn- ari eða útskrifaður nemandi við skólann hafi hlotið verðlaun í sinni grein á alþjóðlegum vettvangi. Hvort birtar hafi verið greinar eftir kennara eða nemanda í viður- kenndum fagblöðum á borð við Nature eða Science er metið og til- lit er enn fremur tekið til stærðar viðkomandi skóla þegar mat er lagt á kennslu. Allt rannsóknarstarf skiptir eðlilega einnig miklu máli. Að sögn Kristínar Ingólfsdótt- ur, háskólarektors, hefur ekki verið óskað eftir formlegu mati enn sem komið er og engin form- leg tímasetning komin á hvenær óskað yrði eftir slíku. „Að mínu mati yrðu okkar meginatriði gæði náms og doktorsnáms auk birtinga vísindagreina og þar erum við að standa okkur vel á mörgum svið- um. Markmiðið að koma skólanum í hóp hinna bestu er langtímamark- mið og ég lít svo á að það sé mögu- legt á tíu árum.“ VILL Í FREMSTU RÖÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS BESTU HÁSKÓLAR Í EVRÓPU 1. Háskólinn í Cambridge, Bretland 2. Háskólinn í Oxford, Bretland 3. Imperial, Bretland 4. University College, Bretland 5. Tækniháskólinn í Zürich, Sviss BESTU HÁSKÓLAR Á NORÐURLÖNDUM 7. Karolinska Institut, Svíþjóð 13. Kaupmannahafnarháskóli, Danmörk 15. Háskólinn í Uppsölum, Svíþjóð 20. Háskólinn í Ósló, Noregur 23. Háskólinn í Helsinki, Finnland FRÉTTASKÝRING ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON albert@frettabladid.is Háskólinn er ekki á lista Rektor Háskóla Íslands segir ekki hafa verið óskað eftir mati á formlegri stöðu skólans í heiminum. Hún segir markmiðið að HÍ verði í hópi 100 bestu háskóla heims og það sé mögulegt á tíu árum. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR Þó að engir Nóbelsverðlaunahafar séu starfandi innan veggja skólans telur rektor að með góðum stuðningi og markvissri stefnu geti Háskólinn skipað sér á bekk með þeim bestu á tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR INDLAND, AP Öryggissveitir voru sendar til Varanasi-borgar á Ind- landi í gær eftir að tuttugu manns fórust í sprengjuárásum þar á þriðjudag. Varanasi er helgasta borg hindúa þar í landi og óttuðust yfirvöld frekara ofbeldi trúarofs- tækismanna. Tæplega sextíu manns sem særðust í sprengingunum voru enn á sjúkrahúsi síðdegis í gær. Sprengingarnar skóku bæði hof hindúa og lestarstöð borgarinnar og leita yfirvöld nú að þeim sem bera ábyrgð á sprengingunum. Hindúar lögðu niður störf í gær til að mótmæla ofbeldinu. - smk Sprengjur á Indlandi: Tuttugu farast í sprengjuárás

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.