Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 20

Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 20
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Forsvarsmenn Bauhaus telja að þrátt fyrir að markað- urinn sé ekki stór á Íslandi sé umfang hans um sautján milljarðar á ári, um 210 til 220 milljónir evra. Þeir eru vissir um að markaðshlut- ur Bauhaus verði fimmtán til tuttugu prósent og telja sig geta boðið um tuttugu prósentum lægra vöruverð en keppinautarnir. Bauhaus hefur að sögn yfirmanns þróunarsviðs, Helmuts Diewald, reynt árangurslaust að komast inn á íslenskan markað. Þrautagöng- unni gæti lokið í dag þegar borgar- ráð tekur lokaákvörðun um hvort Bauhaus fái lóð austan við Vestur- landsveg, undir hlíðum Úlfars- fells. Vildu vera hjá IKEA Helmut Diewald lýsir því hvernig Bauhaus hafi sóst eftir lóð í Kópa- vogi fyrir tveimur árum. Fyrir- tækið hafi reynt að semja við einkaaðila. Sigurður Geirdal heit- inn, þáverandi bæjarstjóri, hafi verið því innan handar. Lóðakaup- in hafi ekki gengið upp og ekkert verið óeðlilegt við það. Við lát Sig- urðar hafi samband Bauhaus við bæjarstjórnina rofnað. Diewald segir að í apríl hafi Bauhaus sóst eftir lóðinni í Urriða- holti í Garðabæ, sem er í eigu félags undir sama nafni. Bauhaus hafi verið ánægt með staðsetning- una, enda stutt í verslunarmiðstöð- ina Smáralind. Einnig hafi for- svarsmenn þess fundað með þeim hjá IKEA, því IKEA reisir verslun við Urriðavatn. Þeir hafi verið sammála um að nálægð fyrir- tækjanna hefði meira aðdráttarafl við- skiptavina fyrir þau bæði. Diewald segir hins vegar að babb hafi komið í bátinn þegar BYKO sóttist einnig eftir lóðinni sem þeir hafi átt í löngum samningaviðræðum við eigendur Urriðaholtssvæðisins um. Samningaviðræðum slitið Forsvarmönnum Urriðaholts og Bauhaus ber ekki saman um af hverju viðræðunum var slitið. „Við gerðum allt til þess að fá lóðina en þegar kom að þeim tímamótum að bæjarstjórinn í Garðabæ varð for- stjóri Byko varð kúvending í samn- ingaviðræðunum við eigendur lóð- arinnar,“ sagði Diewald í Fréttablaðinu í gær. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts í yfirlýsingu sem blaðinu barst í gær. „Stað- reyndin er sú að formlegar við- ræður Urriðaholts ehf. við Bau- haus hófust mánuði eftir að fyrrverandi bæjarstjóri lýsti því yfir að hún myndi hætta og taka við starfi forstjóra Byko,“ segir í fimmta lið yfirlýsingar stjórnarinnar sem Geir Zoëga stjórnarformaður og Jón Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri rita undir: „Eftir fimm mánaða samningsviðræður höfnuðu full- trúar Bauhaus því að hitta stjórn Urriðaholts ehf. nema að fyrirfram ákveðnum skil- yrðum. Þegar það lá fyrir ákvað stjórnin að slíta frekari viðræðum. Var það mat stjórnar að með afstöðu Bauhaus væru sett fram ný og ófrávíkj- anleg skilyrði sem ekki var fallist á og að enginn grund- völlur væri fyrir frekari viðræð- um,“ segja Urriðaholtsmenn og bæta við: „Í framhaldinu var Byko boðið að endurnýja eldra tilboð sitt og var gengið frá samningum við fyrirtækið í kjölfarið.“ Diewald segir hins vegar að forsvarsmenn Bauhaus hafi sett eigendunum stólinn fyrir dyrnar þar sem umsamdar forsendur breyttust ítrekað milli funda. Þeir hafi talið að sama hvað þeir gerðu eða byðu í lóðina, því yrði ekki tekið: „Við fengum á tilfinninguna að þeir væru að leita að ástæðu til þess að slíta viðræðunum án þess að missa virðingu sína með því að setja fram kröfur sem þeir vissu að við gætum ekki fallist á.“ Bauhaus haldið frá markaðnum Diewald segir að Bauhaus telji baráttuna í Garðabæ og nú um Úlf- arsfellið snúast um að halda því frá markaðnum. Fyrirtækið hafi aldrei mætt eins mikilli andstöðu við komu sína til annarra landa: „Byko og Húsasmiðjan eiga engin svör við því sem við gerum. Þau hafa kynnt sér starfsemi okkar í Evrópu og vita að ef við komum með 20.000 fermetra verslun fylgja okkur um 120 til 130 þúsund vörutegundir.“ Spurður hvers vegna fyrirtækið sóttist ekki fyrr eftir lóð í Reykjavík, sagði hann að kannski hafi þeir hjá Bauhaus verið of bláeygðir. Þeir hafi viljað vera þar sem IKEA byggði og þar sem stutt væri í næstu verslunar- miðstöð. Þegar samningar hafi ekki tekist endurmátu þeir stöðu sína og sóttu um lóð í Reykjavík. Þeir geti ekki verið vissir um að fá lóðina en komi tilþess geti þurft sex til átta mánuði til að ganga frá samningum: „Þegar undirbúning- urinn er síðan í höfn þurfum við sex til sjö mánuði til að opna versl- unina,“ segir Diewald. Um 140 vinni í versluninni komist hún á fót. Stofnað verði nýtt fyrirtæki um starfsemina en verslunin muni tilheyra eigendum þýsku verslun- arkeðjunnar ólíkt öðrum Bauhaus- verslunum utan Þýskalands, þar sem leyfið hefur verið framselt. ÚLFARSFELL Borgarráð ákveður í dag hvort Bauhaus fai lóðina austan við Vesturlands- veg. BYKO hefur fengið lóðina á móti, en vill að jafnræðis sé gætt og þeim verði einnig boðin lóð austan við. URRIÐAHOLT Við Reykjanesbraut er gert ráð fyrir verslunarkjarna. Þar rís IKEA og þar vildi Bauhaus vera en BYKO bauð betur. Bauhaus ætlar sér að ná fimmtungi markaðarins Húsöndin er einn af einkennisfuglum Mývatns og þar með Íslands. Fáir aðrir íslenskir fuglar eru jafn háðir þeim lífs- skilyrðum sem eru við Mývatn og Laxá, á Norðurlandi eystra. Húsöndin hefur allsérstæða varphætti. Þegar vetur nálgast fara varpfuglarnir að helga sér vatnsskika sem karlarnir verja með ráðum og dáð. Er sem ósýnilegar línur séu dregnar á vatnsflötinn og flestir aðrir fuglar eru umsvifalaust reknir á braut ef þeir fara inn fyrir þær. Eftirsóttustu svæðin eru efst á Laxárkvíslum og á Kálfastrand- arvogum og þar er iðulega háð hörð landhelgisbarátta. Húsandarsteggirnir beita ýmsum ráðum til að verja landhelgi sína en oftar en ekki láta þeir nægja að leggjast flatir með framteygðan háls og beina höfðinu að hinum óboðna gesti. Hvenær skoða kollurnar hreiðurstæði? Í apríl á ári hverju taka kollurnar að skoða vænleg stæði fyrir hreiður. Yfirleitt fljúga þær nokkrar saman á morgnana um nærliggjandi hóla og hæðir. Alltaf finna einhverjar hús- endur sér hreiðurstað í veggjahleðslum eða þekjum útihúsa og má rekja nafn húsandarinnar til þess. Um miðja síðustu öld hófst sá siður að koma upp sérstök- um hreiðurkössum fyrir endurnar, en í flestum tilfellum eru þeir innan við göt á steinsteyptum hlöðuveggjum. Þess má geta að áætlað er að tíunda hvert hreiður húsanda í Mývatnssveit sé í sérsmíðuðum kössum. Flest önnur hreiður húsanda eru í holum og sprungum í hrauninu við Mývatn. Afar sjaldgæfur fugl á heimsvísu Húsöndin verpir aðeins á þremur stöðum í heiminum: Í Bandaríkjunum, og þá sérstaklega í norðanverðum Klettafjöllum, í austurhluta Kanada og svo við Mývatn, en þar er eitt sérstæðasta vistkerfi sem um getur í heiminum. FBL GREINING: ÍSLENSKA HÚSÖNDIN Húsöndin ein af gersemum Íslands Prótínverksmiðjan Iceprótein tekur til starfa á Sauðárkróki innan tíðar. Fimm til tíu störf skapast hjá verksmiðjunni. Margeir Friðriksson er sviðstjóri fjármálasviðs sveitarfé- lagsins Skagafjarðar. Hvaða þýðingu hefur verksmiðjan fyrir Sauðárkrók? Öll störf eru vel- komin til Skagafjarðar og við fögnum verksmiðjunni sérstaklega hér. Hvernig horfir framtakið við bæjar- búum? Allir fagna og óska verkefninu góðs gengis. Við reyndar búum við mjög fjölbreytt atvinnulíf í sveitarfélag- inu. Hér er mikil þjónusta, landbún- aður og sjávarútvegur, allt sem skiptir máli. Nú erum við hins vegar að bæta við hátæknistörfum og er það vel. Er atvinnuleysi á svæðinu? Það er ekki mikið, en fimm til tíu störf telja. Fyrst og fremst horfum við samt til samstarfs milli skóla og atvinnulífs. SPURT OG SVARAÐ PRÓTEINVERKSMIÐJA Við fögnum MARGEIR FRIÐGEIRSSON Uppfærslur leikhúsa FRÉTTASKÝRING GUNNHILDUR A. GUNNARSD. gag@frettabladid.is 2003/04 Le ik rit 2002/03 2001/02 69 65 80 Heimild: Hagstofa Íslands > SVONA ERUM VIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.