Fréttablaðið - 09.03.2006, Side 40

Fréttablaðið - 09.03.2006, Side 40
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR10 Fæstir vilja auða veggi í stof- um sínum og rýmum. Hins veg- ar hafa ekki allir efni á dýrum málverkum. Víða er hægt að fá fallegar eftirprentanir á góðu verði sem geta prýtt heimilið. Fallegar myndir geta gert gæfumun- inn. Þær gera stofur, ganga og her- bergi heimilisleg og af þeim er hægt að lesa smekk og stíl þess sem í híbýl- unum býr. Myndir eru því að margra mati nauðsynlegar. Hins vegar er alger óþarfi að eyða stórum fjárfúlgum í málverk, sérstaklega þegar fólk er að hefja búskap og hefur lítið á milli handanna. Víða er hægt að nálgast eftirprent- anir af verkum meistaranna, ljósmynd- um eða gömlum bíóauglýsingum svo fátt eitt sé nefnt. Úrvalið er ótakmark- að auk þess sem hægt er að ákveða áferð myndanna. Til dæmis með því að setja sérstaka filmu á plaköt svo þau líkist frekar frummyndum sínum, eða prenta ljósmyndir á striga til að fá fram sérstaka stemningu. Eftirprentanir er hægt að nálgast víða. Hér birtum við nokkrar myndir úr Gallerí Míró í Faxafeni og í Húsgagna- höllinni. Innifalið í verði er einhvers konar rammi. solveig@frettabladid.is Með vor í huga og sinni. Húsgagnahöllin 9.980 kr. Englar Leonardo Da Vinci eru sígildir. Míró, 7.600 kr. Litríkt og lifandi. Húsgagnahöllin 12.980 kr. Fallegt verk eftir Macke. Míró 10.200 kr. Falleg listaverk á góðu verði Allt er vænt sem vel er grænt. Húsgagna- höllin 12.980 kr. Fyrir bílaáhugamennina. Húsgagnahöllin 13.980 kr. Teiknimyndir eru líka listform. Húsgagna- höllin 11.500 kr. Abstrakt eftir Kandinsky. Míró 10.600 kr. Eftirprentanir af fornum rómverskum vegg- listaverkum eru prýðilegt stofuskraut. Míró 6.500 krónur. Upphengd salerni í miklu úrvali frá Villeroy & Boch ásamt handlaugum með Ceramicplus glerung. www.badheimar.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.