Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 50
10 ■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Fallegt er að vera með einfalda blómvendi í veislusalnum. Hér má sjá
ranuculus sem er vorblóm. FRÉTTABLAÐIÐ / E. ÓL.
Brúðarvöndur með rósum frá Blómaverkstæði Binna. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA
Úr mörgu er að moða þegar brúð-
arvöndurinn er valinn enda eru
blómategundirnar óteljandi. Hlín
Eyrún Sveinsdóttir, eigandi Hlín-
ar blómahúss, segir allt leyfilegt í
þessum efnum þó henni finnist ein-
faldleikinn alltaf bestur. ,,Þá á ég
við penar og einfaldar kúlur. Síðan
er hægt að skreyta með vír og fal-
legum glerprjónum,“ segir Hlín sem
helst hefur aðeins eina blómateg-
und í hverjum brúðarvendi. ,,Þetta
á að vera eins einfalt og hægt er því
brúðurin á að lýsast upp. Það á ekk-
ert að taka frá henni.“
Ásta Kristjánsdóttir hjá Blóma-
verkstæði Binna segir að mikið sé
um hvíta og ljósa vendi. ,,Það eru
líka alltaf einhverjir sem vilja rauð-
an lit,“ segir Ásta og bætir því við
að fölbleikur sé nokkuð vinsæll um
þessar mundir en sterkir litir hins
vegar á undanhaldi.
Gerð vandanna fer eftir því
hvernig brúðarkjóllinn er, hvernig
brúðurin er í laginu og jafnframt
eftir smekk blómaskreytingar-
mannsins. Sumar brúðir vilja að
vöndurinn nái niður í gólf á meðan
aðrar vilja hafa hann lítinn og lát-
lausan en grennandi er að hafa ein-
hverja sídd í vendinum.
Sem blómaskreytingar í veislum
finnst Hlín fallegast að hafa flotta
blómvendi. ,,Mér finnst vanta svo-
lítið að blómin fái virkilega að njóta
sín. Vera ekki að hlaða blómum út
um allt heldur hafa nokkra góða
punkta,“ segir Hlín.
Sterkir litir á undanhaldi
Fölbleikur er nokkuð vinsæll í brúðarvöndum um þessar mundir. Formið á vöndunum
fer meðal annars eftir lögun brúðarinnar en sídd í vöndunum er grennandi.
Brúðarvöndur frá Blómaverkstæði Binna. Í honum eru liljur, rósir, lysiant-
us og gladíólur. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA
Brúðarvöndur frá Hlín blómahúsi. Hann er gerður úr nellikkum sem eru blóm þessarar
árstíðar. FRÉTTABLAÐIÐ / E. ÓL.
„Því fyrr því betra,“ svarar Finn-
bogi Marínósson, ljósmyndari
á ljósmyndastofunni Dagsljós á
Akureyri, aðspurður hvenær best sé
að panta myndatöku af brúðhjón-
unum. „Fólk lætur þó þetta ótrú-
lega oft sitja á hakanum og hugsar
meira um kjólinn, skreytingarnar og
slíkt. Ljósmyndin er ekki ofarlega í
hugum fólks, fyrr en eftir á,“ segir
Finnbogi. Hann leggur þó áherslu á
að fólk taki sér tíma í að hugsa um
myndatökuna, hvernig myndir fólk
vill fá og hvað eigi að mynda. „Ég
mynda aldrei fólk, nema hitta það
fyrst. Ég vil að það sjái mig og ég
vil sjá brúðhjónin og spjalla við þau
um væntingar þeirra,“ segir Finn-
bogi.
Síðustu árin hefur það farið
minnkandi að myndatökur fari fram
í stúdíói, en mikið orðið um að fólk
láti mynda sig utandyra. „Ef veðr-
ið er gott þá förum við út,“ segir
Finnbogi og bætir við að í raun sé
ekkert sem hindri hvar myndatakan
fari fram nema hugmyndaflugið.
Fólk vill gjarnan hafa myndirnar
frjálslegar, en þá taki það ábyrgð-
ina á sig sjálft. „Fólk verður að vita
hvernig það ætlar að vera á mynd-
unum ef það vill vera frjálslegt og
mjög mikilvægt að vera búin að
hugsa það fyrirfram hvernig fólk
sér þetta fyrir sér,“ segir Finnbogi.
Aðspurður um hvað sé í tísku
núna, segir hann að brúntónað-
ar myndir séu að koma inn hægt
og rólega, en svarthvítar myndir
í bland við litaðar séu alltaf mjög
vinsælar. „Staðreyndin er sú að
svarthvít mynd eldist betur,“ segir
Finnbogi.
Hann segir það vera orðið
algengt að fólk kalli til ljósmyndara
í veisluna og við athöfnina. Sumir
setji verðið ekki fyrir sig og ljós-
myndarinn sé þá viðstaddur allan
tímann. „Sumir vilja spara pening-
inn og fá Jóa frænda í verkið, en
útkoman verður þá ef til vill ekki
eins góð,“ segir Finnbogi og hlær.
Hann segir að mikilvægt sé að setja
sér reglur þegar teknar eru myndir í
brúðkaupi og mynda til dæmis ekki
fólk þegar það er að borða.
Brúntóna myndir
eru að ná vinsældum
Myndataka er eitt af þeim atriðum sem þarf að skipu-
leggja í þaula, ef vel á að takast.
Hér bregða brúðhjónin á leik. MYND/FINNBOGI MARÍNÓSSON
Brúntónar gefa myndinni fallegt og tímalaust útlit. MYND/FINNBOGI MARÍNÓSSON
Finnbogi segist oft vera beðinn um að lita
hluta af svarthvítri mynd, til dæmis brúðar-
vöndinn, eða glösin eins og sést á þessari
mynd. MYND/FINNBOGI MARÍNÓSSON
1 árs Pappírsbrúðkaup
2 ára Bómullarbrúðkaup
3 ára Leðurbrúðkaup
4 ára Blóma- og ávaxtabrúðkaup
5 ára Trébrúðkaup
6 ára Sykurbrúðkaup
7 ára Ullarbrúðkaup
8 ára Bronsbrúðkaup
9 ára Leirbrúðkaup
10 ára Tinbrúðkaup
11 ára Stálbrúðkaup
12 ára Silkibrúðkaup
12½ ára Koparbrúðkaup
13 ára Knipplingabrúðkaup
14 ára Fílabeinsbrúðkaup
15 ára Kristalsbrúðkaup
20 ára Postulínsbrúðkaup
25 ára Silfurbrúðkaup
30 ára Perlubrúðkaup
35 ára Kóralbrúðkaup
40 ára Rúbínbrúðkaup
45 ára Safírbrúðkaup
50 ára Gullbrúðkaup
55 ára Smaragðsbrúðkaup
60 ára Demantsbrúðkaup
65 ára Króndemantsbrúðkaup
70 ára Platínubrúðkaup
75 ára Gimsteinabrúðkaup
Brúðkaups-
afmæli