Fréttablaðið - 09.03.2006, Page 52
12 ■■■■ { stóri dagurinn } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Ólafía og Ólafur giftu sig þann 16.
maí 2002 en þau kynntust í ágúst
2001. „Við ákváðum það strax
þegar við kynntumst að við ætluð-
um að gifta okkur,“ segir Ólafía.
Það er ekki lengur mjög algengt
að ungt fólk gifti sig eftir svona stutt
samband en Ólafía segir að þau hafi
ekki viljað bíða með þetta. „Okkur
fannst þetta skemmtilegra heldur en
að bíða þangað til við værum búin
að vera saman í mörg ár og komin
með fullt af börnum.“
Ólafía og Ólafur bjuggu úti í
Kaupmannahöfn þegar þau giftu
sig. „Við giftum okkur í ráðhúsinu
í Kaupmannahöfn og athöfnin var
frekar látlaus.“ Þau létu engan vita
af fyrirætlunum sínum fyrr en viku
fyrir giftinguna. „Engir af ættingj-
um okkar voru viðstaddir en tvær
vinkonur mínar komu frá Íslandi.
Svo komu vinkona mín og vinur
sem bjuggu í Þýskalandi, en annars
voru bara vinir okkar sem bjuggu í
Danmörku við athöfnina. Eftir gift-
inguna fórum við heim til okkar og
héldum partí en við vorum í raun
og veru ekkert búin að skipuleggja
þetta mikið.“
Ólafía segir að mamma hennar sé
ekki ennþá búin að fyrirgefa henni
að hafa gift sig með svo stuttum
fyrirvara. „Við vorum bara að gera
þetta fyrir okkur og ég hugsaði ekki
út í það á þessum tíma að þetta væri
fjölskyldunni svona mikilvægt.“
Ólafía segir að ef að hún væri að
gifta sig núna myndi hún hugsan-
lega gera þetta aðeins öðruvísi. „Ég
myndi kannski leyfa fjölskyldunni
að taka meiri þátt í skipulagning-
unni en okkur sjálfum finnst brúð-
kaupsdagurinn hafa verið fullkom-
inn eins og hann var.“
Ákváðu strax að gifta sig
Ólafía Erla Svansdóttir og Ólafur Jónsson giftu sig í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn fyrir
fjórum árum.
Ólafía Erla Svansdóttir er ánægð með að
hafa haldið látlaust brúðkaup. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Ólafía Erla Svansdóttir og Ólafur Jónsson
giftu sig í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn.
✤ Gömul hjátrú segir að það
brúðhjónanna sem er fyrri til að
festa kaup á einhverjum hlut eftir
vígsluna muni verða ráðandi aðil-
inn í sambandinu. Til að tryggja sér
ráðin má kaupa smáhlut af brúðar-
meyjunum fyrir slikk strax að lok-
inni athöfn.
✤ Til að tryggja að búið verði aldrei
matarlaust skal hafa brauðmat við
höndina þar sem brúðarhjónin eyða
brúðkaupsnóttinni.
✤ Að fara með heitin þegar stóri
vísirinn á klukkunni er á uppleið
er tákn um að hjónin munu vinna
saman í hjónabandinu. Sé hann á
niðurleið getur það boðað ógæfu.
✤ Það er hollenskur siður að gróð-
ursetja furutré í garði nýgiftu hjón-
anna, sem tákn fyrir frjósemi og
heppni í hjónabandinu. Þetta er
einnig gert í Bermúda en þá er trénu
plantað meðan á veislunni stendur.
✤ Ástæðan fyrir því að svo margir
giftast í júní á rætur sínar að rekja til
15. og 16. aldar. Þá var maí sá mán-
uður sem fólk fór í sitt árlega bað
og var það eina almennilega baðið
sem fólk fór í á árinu. Þess vegna
lyktaði fólk þolanlega í júnímánuði.
Það lyktaði vel til giftinga.
✤ Það er talin mikil gæfa fyrir brúði
ef hún mætir sótara, svörtum ketti,
lambi eða dúfu á giftingardaginn.
Enn betra er ef hún finnur könguló
í brúðarkjólnum sínum.
✤ Í Egyptalandi er sá siðurinn að
foreldrar brúðhjónanna færa þeim
mat í heila viku eftir brúðkaupið
svo hjónakornin geti sinnt „öðrum
málum“.
✤ Í Egyptalandi er einnig sá siður
að klípa brúðina á giftingardaginn
til að færa henni lukku.
✤ Sérstök gæfa á að fylgja því að
giftast á afmælisdegi brúðgumans.
Hvort gæfan sé þá sú að eiginmað-
urinn man eftir brúðkaupsafmælum
skal látið liggja á milli hluta.
✤ Það boðar ógæfu ef brúðurin æfir
ganginn inn kirkjugólfið. Margar
konur hafa staðgengil við æfinguna.
✤ Ef brúðurin grætur á brúðkaups-
daginn munu það vera síðustu tárin
sem hún fellir yfir hjónabandinu.
✤ Þegar brúðhjónin hafa skálað
fyrir sameiginlegri framtíð sinni
ættu þau að brjóta glösin til að
tryggja að þau verði aldrei notuð í
betri tilgangi.
Klíptu brúðina og gifstu
á afmælisdegi hans
Ýmsar hefðir og hjátrú fylgja brúðkaupsdeginum og undirbúningi hans. Hér eru
nokkrar þeirra sem vonandi koma að gagni svo að giftingardagurinn verði áfallalaus
og framtíðin hamingjurík.
...að útbúa körfu með smágjöf til handa
veislustjóranum. Í körfunni geturðu komið
fyrir ostum og góðri vínflösku, snyrtivörum,
gjafabréfið í nudd, eða hverju því sem þú veist
að veislustjórinn mun kunna að meta. Starf
veislustjórans er mikið og krefjandi. Oftast er
hann úr röðum vinahópsins eða fjölskyldunnar
og þiggur því ekki laun fyrir. Þakkargjöf væri
því tilvalin og kynni hann eflaust að meta
slíkt. Mundu bara að skilja eftir þakkarkort.
Sniðugt getur verið að útbúa svipaðar körfur,
eða gjafaöskjur handa öllum þeim sem lögðu
hönd á plóginn.
hafðu í huga...
... að við myndatöku í
brúðkaupinu getur verið
gaman að mynda brúð-
hjónin með foreldrum
sínum, systkinum
og vinahópn-
um. Gott er að
fá einhvern
í fjölskyld-
unni eða einn
af vinunum til
að hafa umsjón
með myndatökum
svo að þetta gleym-
ist ekki því brúðhjón-
in hafa nóg annað að
hugsa. Auk þess getur verið góð hugmynd að sjá til þess að allir veislu-
gestir séu myndaðir og gæti þá ljósmyndari staðið við dyrnar þegar fólk
mætir til veislunnar. Jafnframt er hægt að dreifa einnota myndavélum
á borðin og hvetja fólk til að mynda hvert annað.
VOR
2006
NFS ER Á VISIR.IS
Bein útsending á VefTV og
upptökur þegar þér hentar