Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 80
9. mars 2006 FIMMTUDAGUR44
maturogvin@frettabladid.is
Í mars eru afrískir dagar í Vínbúð-
um og hægt að fá fjölmörg vín á
kynningarverði. Auk þess eru á
boðstólum vín frá Afrísku sem
eingöngu verða fáanleg meðan á
þessum þemadögum stendur.
Vínrækt á sér langa sögu í
Suður-Afríku sem rekja má aftur
til 17. aldar. Á 19. öld voru sæt vín
frá Constantia talin meðal þeirra
bestu í heimi. Aðskilnaðarstefnan
og viðskiptabann umheimsins
hafði mikil áhrif á efnahagslíf í
Suður-Afríku, þ.á.m. víniðnaðinn.
Markaðir hurfu og um leið tæki-
færi til viðhalds og endurnýjunar.
Víngarðar, tunnur og tæki gengu
úr sér. Þegar viðskiptabanni var
aflétt uppúr 1990 hófst endurreisn
sem enn er í gangi. Fjöldi nýrra og
metnaðarfullra fyrirtækja spratt
upp úr ríkisfyrirtækinu KWV, sem
var brotið upp. Í dag er verið að
bæta víngarða, tunnur og tæki
hafa mikið til verið endurnýjuð.
Bestu vínin batna sífellt og fram-
tíðin er björt. Auk rauðvína og
hvítvína er mikið framleitt af
freyðivínum, styrktum vínum,
bæði sérrí og portvínstýpum, auk
þess sem umtalsverður hluti af
víni er eimaður í brandí.
Vínhéruð Suður-Afríku liggja
flest frá 31° til 34° suðlægrar
breiddar, sem jafngildir nokkurn
veginn breiddargráðu Norður-Afr-
íku. Loftslag í Suður-Afríku er
hlýtt og sólríkt. Inni í landinu er
mjög heitt en svalara með suður-
og vesturströndinni þar sem kald-
ir hafstraumar kæla loftslagið og
hafa úrslitaáhrif á vínræktunar-
möguleika. Án þeirra væru suður-
afrísk vín einungis heppileg til
eimingar og framleiðslu styrktra
vína.
Afrískir dagar í Vínbúðum
Eitt vandaðasta vínið á afrískum dögum
í Vínbúðum er Robertson Prospect Hill
Cabernet Sauvignon. Kraftmikið og
ákveðið cabernet-vín með miklum
sólberjakeim og bragði af viltum
berjum, endar svo í leðri og súkku-
laði. Vínið er geymt á nýrri
franskri eik í tólf mánuði og er
þessvegna mjög lifandi og
ákveðið. Það er langur
súkkulaði keimur sem
kemur aftur og aftur upp,
löngu eftir að það var í
munni. Þetta er vín sem
vínþjónar myndu kalla
jarðbundið vín. Það má
geta þess að vínið fékk
hin virtu Michelangel-
o-verðlaun fyrir
skömmu.
Kynningarverð á
afrískum dögum
1.590 kr.
PROSPECT HILL:
Kraftmikið í hæsta gæðaflokki
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Mér finnst grænmeti rosalega gott og gæti ekki
verið án þess.
Fyrsta minningin um mat?
Ætli það sé ekki bara siginn fiskur. Mér fannst
hann ekkert sérstakur þegar ég var yngri en ég
er hrifnari af honum núna. Einnig eru steiktar
fiskibollur sterkar í minningunni.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Ég held að það sé lambakjöt sem standi upp
úr. Lambalundir finnst mér vera langbestar.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Ég borða yfirleitt allan mat en sniglum er ég
ekki hrifin af.
Leyndarmál úr eldhússkápunum?
Sítrónupipar er aðaltrixið hjá mér. Finnst hann
svakalega fínn og set hann á kjöt, kjúkling, lax
og bara hvað sem er.
Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?
Ætli það sé ekki aðallega grænmeti, ávextir og
fiskur. Mér finnst gott að fá mér eitthvað hollt.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Ég á alltaf til mjólk, skyr, egg, grænmeti og
ávexti.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða mat
tækir þú með þér?
Eitthvað sem væri þægilegt að vera með í bak-
poka. Kannski harðfisk, möndlur eða hnetur.
Eða hvítt súkkulaði.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur
borðað?
Ætli það sé ekki einhverjar skrítnar fiskteg-
undir. Eða sniglar. Ég er eiginlega voða lítið
fyrir að borða eitthvað skrítið.
MATGÆÐINGURINN SIGURRÓS STEFÁNSDÓTTIR MYNDLISTARKONA
Lambalundir eru langbestar
> Engifer
...er alveg ómissandi í
alla hollustudrykki enda
bráðhollt.
Þótt Ragnhildi Magnús-
dóttur útvarpskonu finnist
yfirleitt best að fá sér léttan
mat gerir hún stundum
undantekningu og fær sér
kjarngóðan spagettírétt
með skandínavísku ívafi.
„Þetta er kolvetnis- og próteins-
prengja,“ segir Ragnhildur Magn-
úsdóttir útvarpskona um
spagettíréttinn sem hún vill deila
með lesendum. „Þetta er svona
matur sem maður borðar daginn
fyrir langa göngu þegar maður
þarf á kaloríum að halda.
Þetta var uppáhaldið mitt
þegar ég var lítil og er einmitt í
miklu uppáhaldi hjá syni kærasta
míns. Börn eru mikið fyrir spag-
ettí.“
Ragnhildur kveðst reyna að
elda þennan rétt að minnsta kosti
tvisvar til þrisvar í mánuði.
„Hann minnir mig líka dálítið á
mömmu mína, hún eldaði þennan
rétt oft, yfirleitt með látum og
brussugangi eins og ég geri. Þetta
er frekar skandínavísk útgáfa af
spagettí; kannski ekki ekta, en
rosalega gott.“
Ragnhildur ólst upp í
Kaliforníu í Bandaríkjunum og
matarsmekkur hennar ber þess
sterkt vitni. „Ég er mjög mikið
fyrir mexíkanskan mat og elda
hann mikið. Ég kann líka ábyggi-
lega hundrað uppskriftir að salöt-
um, það var mikil áhersla lögð á
léttan og hollan mat þegar ég var
að alast upp. Þá finnst mér ekki
síður gaman að elda taílenskan
mat.“ Hún er þó langt því frá frá-
hverf íslenska eldhúsinu. „Mér
finnst saltkjöt og baunir æðislegt
þótt ég borði það ekki oft og er
líka sólgin í fiskibollur.“
Ragnhildur segir að uppskrift-
in sem hún lætur fylgja sé tilvalin
þegar gesti ber að garði. „Þetta er
heppilegur réttur við nánast
hvaða tilefni sem er. Það skiptir
ekki máli hvaða fólk kemur í
heimsókn, ég læt alla borða spag-
ettíið mitt,“ segir hún og hlær.
bergsteinn@frettabladid.is
Ekki ekta en rosalega gott
RAGNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR Er
mjög hrifin af saltkjöti og baunum og
fiskibollum, en kann líka ótalmargar
salatuppskriftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKANDÍNAVÍSKT PASTA AÐ HÆTTI
RAGNHILDAR
1 rauður laukur, niðurskorinn niður og
steiktur í ólívu olíu
5-10 marðir hvítlauksgeirar
1 græn og ein 1 rauð niðurskorin
paprika
Ungnautahakk
Ekta tómatsósa eða tómatpúrra.
Sojasósa
Oregano, basil, pipar, salt, ítalskt krydd.
Steikið grænmetið og hakkið á
pönnu. Kryddið rækilega með
oregano, basil, pipar, salti og
ítölsku kryddi. Bætið við
tómatsósunni og slatta af soja-
sósu og látið malla í að minnsta
kosti þrjátíu mínútur, fyrst á
háum hita en lækkið svo undir.
Borið fram með góðu spag-
ettíi, ekki og soðnu. Notið
sjávarsalt og mikla ólívuolíu við
suðuna.
Stráið soja osti eða parmesan
yfir og borðið helst ekki minna
en þrjá diska.
Sigtryggur Jónsson
Löggiltur fasteignasali
101 Reykjavík Fasteignasala ehf.
Laugaveg 66, 101 Reykjavík
Sími 511 3101 Fax 511 3909
Gsm 863 2206
Fossháls / Dragháls
Til sölu u.þ.b. 800 fm mjög vel staðsett skrifstofuhúsnæði á
einni hæð í góðu atvinnuhúsnæði. Húsnæðið býður upp á
mikla möguleika, má auðveldlega skipta niður í minni eining-
ar. Lofthæð við mæni er ca 5,5 m, en við útvegg ca 3,5 m.
Tveir inngangar eru í húsnæðið, annar frá Fosshálsi og hinn
frá Draghálsi. Næg bílastæði, upphitað og malbikað, lóð full-
frágengin.
Glæsilegt útsýni. Húsið er allt ný málað og hefur verið vel við-
haldið.
Allar frekari upplýsingar veitir Leifur Aðalsteinsson á skrif-
stofu í síma 511 3101.