Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 09.03.2006, Qupperneq 82
 9. mars 2006 FIMMTUDAGUR46 Þessi þáttur naut gríðarlegra vin- sælda á meðan hann var á dag- skrá Rásar eitt í styrkri stjórn Gerðar G. Bjarklind og það er í raun mesta furða að hann skuli hafa hætt göngu sinni. Sjúk- dómavæðing samfélags- ins hefur verið með slík- um ólíkindum á síðustu árum að hlustendahóp- urinn ætti að hafa stækkað verulega síðan Óskalög sjúklinga voru upp á sitt besta. Rúmum helmingi þjóðarinnar hefur verið talin trú um að hann þjáist af vélindabakflæði, þung- lyndi, ofvirkni og svo er fuglaflensan á næsta leiti. Upprisa þessa þáttar myndi svo án efa lyfta íslenskri tónlistarmenningu á hærra plan en eins og Halldór Laxness benti á fyrir margt löngu er það ótrúlegt hvursu sjúkt fólk er músík- alskt. FORTÍÐARÞRÁ Á ÖLDUM LJÓSVAKANS Sagan á það til að fara í hringi og endurtaka sig reglulega. Oftast er það í kjölfar hnignunarskeiðs og hruns sem mannkynið leitar aftur til fortíðar og byrjar upp á nýtt. Þó einhverja vaxtarbrodda megi finna í íslensku útvarpi blasir samt víða við andlaus eyðimörk. Ef til vill er því kominn tími til að horfa reiður um öxl og endurvekja horfna útvarpsþætti sem gætu auðgað andlegt líf hlustenda. Fólkið rifjar hér upp nokkra þætti sem gætu komið sterkir inn. Líkamsræktarnámskeiðið Extreme hefst í World Class í dag þar sem þátttakendur munu fara lengra en flest venjulegt fólk fer í því að styrkja líkama sinn. Ekki er langt síðan svokölluð Boot Camp-námskeið voru auglýst þar sem sannkallaður heragi átti að ríkja og sú verður einnig raunin á Extreme-námskeiðinu, sem er verið að halda í annað sinn. „Það virðist vera einhver kippur í þessu finnst mér, að fólk vilji láta fara með sig aðeins lengra og láta pína sig. Þetta er agi og allir vilja hafa reglu og aga,“ segir Sveinbjörn Jóhannesson einkaþjálfari. „Hjá okkur eru 25 stöðvar og farnir tveir hringir á 40 sekúndum á hverri stöð. Síðan verð- ur eitthvað óvænt í endann sem allur hópurinn gerir, t.d. dauða- ganga eða sprettir. Þá klárar fólkið sig endanlega,“ segir hann og hljóm- ar eins og hinn mesti sadisti. Þrátt fyrir að fólk komist ekki upp með neitt múður í tímunum mun Sveinbjörn þó sjá til þess að ganga ekki fram af því með æfing- um. „Ég ýti á þá sem ég sé geta betur og hef auga með þeim sem eru að fara of langt með sig. Það er ekki okkar markmið að nánast drepa fólkið en það hefur gerst að fólk hefur ælt eftir fyrsta tímann. Enda segjum við að þetta sé fyrir þá sem vilja meira en við hin.“ - fb Fyrir þá sem vilja ganga lengra SVEINBJÖRN JÓHANNESSON Sveinbjörn lætur fólk ekki komast upp með neitt múður í tímunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. LÖG UNGA FÓLKSINS Þegar Ríkisútvarpið einokaði öldur ljósvakans var það svo rausnarlegt að bjóða íslensk- um æskulýð upp á þennan vikulega þátt þar sem unga fólkið gat sótt bréflega um að fá uppáhaldslagið sitt spilað í útvarpinu. Oft fylgdu þessu hressilegar kveðjur til vina og vandamanna. Þessi þáttur er vissulega fullkominn tíma- skekkja á tímum internets, alþjóðavæðingar, MSN og iPoda en það væri samt ákaf- lega krúttlegt að endurvekja þennan þátt enda slatti af tíma- skekkjum fyrir á dagskrá RÚV. Þá myndi þátturinn með sínu gamla bréfafyrirkomulagi og biðtíma minn aíslenska æsku á að það þurfti að hafa fyrir hlut- unumí gamla daga. Íþrótta- fréttamaðurinn knái Valtýr Björn Valtýsson er einn fjöl- margra sem stýrðu þessum þætti í gegnum tíðina og honum yrði vart skotaskuld að lesa upp nokkur vel valin bréf og spila óskalög einu sinni í viku. Áhygjur þeirra sem komnir eru til vits og ára af æsku landsins eru orðnar verulegar og sjálfsagt ekki að ósekju þegar útlits- dýrkun unglinganna er komin á það stig að farið er að ræða um innleiðngu skólabún- inga í fullri alvöru. Eðvarð Ingólfsson ól íslenska unglinga upp á upphafsár- um Rásar 2 og fórst verk- ið vel úr hendi. Hann fékk sálfræðing reglulega í heim- sókn og setti upp leikrit byggð á köflum úr borgaralegum og sóma- kærum unglingabókum sínum. Þar höfðu söguhetjurnar andstyggð á áfengi og sukki og öxluðu ábyrgð gerða sinna. Eðvarð tók síðar við ritstjórn Æskunnar og vígðist til prests þannig að aldur hans og fyrri störf ættu að gera hann að enn betri æskulýðsleiðtoga nú en á níunda áratugnum. TVÍHÖFÐI Enginn útvarpsþáttur fyrr né síðar hefur verið hlustendum jafn mikill harmdauði og Tvíhöfði þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr. Þátturinn hefur hætt nokkrum sinnum og ætíð skilið eftir sig skarð sem ekki reyndist mögulegt að fylla með öðru móti en að skutla þeim félög- um aftur fyrir framan hljóðnem- an. Þegar eftirspurnin eftir Tví- höfðanum var sem mest dugði ekkert minna til en að stofna heila útvarpsstöð, Radíó, utan um fyrirbærið. Tvíhöfðin hefur nú þagað of lengi og fullreynt að eng- inn og ekkert nema þeir sjálfir geta bætt úr þessum skorti. Það kemur ekki maður í manns stað þegar Tvíhöfði er annars vegar. SÆTT OG SÓÐALEGT Aðalstöðin var lítil en feikilega öflug útvarpsstöð á sínum tíma og hýsti sígilda þætti á borð við Radí- us, Górilluna og Tvíhöfða. Leik- skáldið Jón Atli Jónasson sýndi einnig snilldartakta þar en enginn náði þó að skyggja á Pál Óskar Hjálmtýsson, sem átti tvo vinsæla þætti á dagskrá stöðvarinnar þegar hann var upp á sitt besta. Á virkum dögum var hann með þátt- inn Þetta er yndislegt líf, talaði um heima og geima og lék tónlist eftir Burt Bacharach og Karen Carpenter. Sunnudagskvöldin voru öllu groddalegri en þá fékk þekking Páls Óskars á hryllings- myndum og alls konar jaðarfyrir- bærum að njóta sín. Þá bauð hann upp á klámfengin útvarpsleikrit og lét allt flakka. Palli hefur ekki náð slíkum hæðum í útvarpi aftur en fáir efast um aðhann myndi slá í gegn á ný ef hann yrði sætur og sóðalegur við hljóðnemann. RADÍUS/GÓRILLA Hafnfirðingaklíkan Davíð Þór Jónsson, Steinn Ármann Magnús- son og Jakob Bjarnar Grétarsson tók margan góðan sprettinnn í útvarpi fyrir nokkrum árum. Steinn og Davíð riðu á vaðið með vikulega Radíusþætti sína þar sem hinar margrómuðu Radíusflugur hljómuðu fyrst í eyrumhlustenda. Jakob Bjarnar og Davíð byrjuðu í framhaldinu með Górillu sem var daglegur morgunþáttur á Aðal- stöðinni og fyrst og fremst settur til höfuð auglýsingaútvarpi Jóns Axels Ólafssonar og Gunnlaugs Helgasonar sem þá var á Bylgjunni á sama tíma. Steinn kom svo síðar til liðs við félaga sína en hann og Jakob enduðu svo á Bylgjunni með þáttinn King Kong. Þeir sem þekkja söguna vita að þessir æringjar ruddu Tvíhöfða brautina, voru skemmtilega kjaftforir og mátulega ósmekklegir. Fjöldi yngra útvarpsfólks hefur reyna að feta í fótspor Hafn- firðinganna en oftast með það döprum árangri að það væri vel þess virði að dusta rykið af þeim. ÞJÓÐARSÁLIN Þessi fornfrægi símainnhringi- þáttur ruddi Útvarpi Sögu braut- ina en á tímabili var þetta einn helsti öryggisventill óstöðugrar þjóðarsálarinnar sem fékk útrás fyrir gremju sína og reiði í garð stjórnvalda með því að ræða málin í beinni við Stefán Jón Haf- stein. Lokun kjaftavefjarins Mál- efnin í vikunni olli slíku fjaðra- foki í röðum skoðanaglaðra kverúlanta ætti að vera öllum ljóst að þrátt fyrir tilkomu Útvarps Sögu er enn pláss fyrir Þjóðarsálina. Frumskil- yrði fyrir endurvakn- ingu þáttarins er þó vitaskuld að Stefán Jón taki að sér þáttastjórn enda tók hann nöldurseggina engum vett- lingatökum, reif kjaft og átti það til að skella á þá verstu. FRÍSTUND ÓSKALÖG SJÚKLINGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.