Fréttablaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 46
6
Þegar sumarið er komið er ekki úr
vegi að setja þunglamalega hluti
upp í skáp og hleypa lit í lífið með
því að festa kaup á fallegum sumar-
vörum fyrir heimilið.
Flestar verslanir selja nú margs
konar hluti í fallegum litum svo
nóg er úr að velja. Skemmtilegt er
að velja sér eitt litaþema og eru til
að mynda grænn, appelsínugulur
og blár hálfgerðir tískulitir á heim-
ilisvörum í sumar.
Með því að hleypa
lit í lífið okkar eigum
við auðveldara að
taka á móti sumri
og njóta þess sem það
hefur upp á að bjóða.
Gulur, rauður,
grænn og blár
Litagleðin er ráðandi í heimilisvörunum eftir því
sem sól fer hækkandi.
Ikea. Drykkirnir
smakkast betur
í fallega litum
glösum.
Húsgagnahöllin. Rauð jarðarberjakanna fyrir
ávaxtasafa á heitum degi.
Húsgagna-
höllin. Fal-
lega lituð
flaska fyrir
olíur eða
drykki.
Appelsínugulur plastbakki fyrir glös og
annað úr Duka. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Pasta-
skál úr
Duka.
Eldhúsáhöld
í grænum lit
úr Duka.
Plastskál úr
Duka.
Skemmtilegir
kaffibollar
sem einnig
má nota til
baksturs.
Góð gjöf til
að gefa í stað
hins klassíska
blómvandar
þegar farið er
í heimboð.
Fagurlituð kokteilglös úr Duka.
Fallegur
kertastjaki
úr Bús-
áhöldum í
Kringlunni.
Sérlega skemmtileg drykkjarglösum í öllum litum. Glösin fást í tveimur stærð-
um. Búsáhöld í Kringlunni.
Litrík kampavínsglös úr Búsáhöldum.
■■■■ { hús & heimili } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Þessi skemmtilegi spilastokkur er
alveg frábær í heita pottinn þar
sem spilin eru úr plasti og því
vatnsheld. Maður þarf því ekki
að hafa áhyggjur af því að spila
með blautar hendur. Þau eru jafn-
framt gengsæ, en þó ekki svo að
andstæðingurinn geti greint hvað
maður er með á hendi. Stokkurinn
er svo geymdur í þægilegu plast-
hylki sem auðvelt er að opna og
loka með blautar hendur. Spilin
eru frá fyrirtækinu Umbra og fást
í versluninni Í gegnum glerið.
Ólsen ólsen
er sterkur og áhrifaríkur litur
sem vekur ætíð athygli. Hann er
blanda af rauðum og gulum, og
ber kosti beggja. Appelsínugulur
sést víða í nátturunni, við sólset-
ur, í haustlaufum, og í ávöxtum.
Liturinn er sérstaklega fallegur og
orkugefandi. Gott er að mála hluti
appelsínugula sem eiga að draga
að sér athygli. Oftast er appelsínu-
gulur blandaður saman við svart-
an, en hann er sérstaklega flottur
með bláum lit. Jafnframt getur
hann gengið með rauðum, gulum
og grænum. Hann getur jafnvel
verið flottur með bleikum, en það
þarf að vanda valið á litnum til
þess að útkoman verði góð.
Appelsínugulur ...
PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is
PGV ehf. sérhæfir sig í smíði glugga,
hurða, sólstofa og svalalokanna úr
PVC-u
Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir
10 ára ábyrgð
Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á
sambærilegum verðum og gluggar
sem stöðugt þarfnast viðhalds
GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR …
• ENGIN MÁLNINGAVINNA
• HVORKI FÚI NÉ RYÐ
• FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN
• FALLEGT ÚTLIT
• MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR
• ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING