Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 29.04.2006, Qupperneq 74
Búningarnir frusu hreinlega utan á okkur Ingibjörgu Stefánsdóttur leikkonu sem leikur hinn aðilann í sjálfri mér,“ segir Jóní um myndbandsverk sem verður sýnt á fyrstu einka- sýningu hennar í vor. Verkið var tekið upp af Bjarna Grímssyni á tólf klukkutímum í Árbæjarlaug í tíu stiga gaddi í vetur. „Þetta er munúðarfullt mynd- bandsverk sem nefnist Bönd og er tekið í sundlauginni. Við erum í eldrauðum kjólum sem flaksa eins og kórallar á botni Miðjarðar- hafsins. Eins og með svo mörg verka minna á sýningunni er þetta einnig stef við minningar mínar af ferðalögum. Þetta ætti kannski bara að vera sýning fyrir ferða- menn,“ heldur Jóní áfram og brosir út í annað. „En svona að öllu gamni slepptu þá fjallar þetta verk ekki um systur eða elskendur heldur lýsir það tilraun til sjálfsskoðunar. Við Ingibjörg hittumst fyrir nokkrum árum síðan og komumst að því að margir halda að önnur okkar sé hin.“ Vill að fólk hafi gaman af verkunum Jóní hefur starfað með Gjörninga- klúbbnum í tæpan áratug. Að klúbbnum standa þrjár ungar og metnaðarfullar konur en vinkon- urnar hafa ferðast heimshornanna á milli og sett upp fjölda sýninga sem hlotið hafa einróma lof gagn- rýnenda.Vettvangur sýningarinnar er Gallerí Turpentine við Ingólfs- stræti og þar mun ýmislegt gæla við augað allt frá innsetningum og vídeóverki til ljósmynda. Efnivið- inn sækir Jóní úr öllum áttum, allt frá draumafangara fengnum frá menningararfi indíána, innsýn í regnskóga Ástralíu, afturhvarfi til náttúrunnar, freistingarhvísli höggormsins og sátt Evu við að hafa syndgað, áðurnefndri sjálfs- skoðun í Árbæjarlaug og togstreitu systrasambanda. „Hugðarefni mín eru af ýmsum toga og verkin á sýningunni eru glefsur héðan og þaðan af fólki, ferðalögum, náttúru eða hverju því sem komið hefur til mín á einn eða annan hátt og verkin eru sýn mín á þetta,“ segir Jóní. „Enda þótt ég vinni alltaf út frá einhverri hug- mynd sem ég hef fóstrað og vil sjá fæðast þá skiptir mig mestu að geta unnið af einlægni og gleði. Þótt ég taki sjálfa mig auðvitað alvarlega sem listamann þá liggur metnaður minn í því ef eitthvað er að fólk hafi gaman af verkum mínum og njóti þess með mér að ég sé að gera sýningu. Ég er fremur gamaldags að því marki sem list mín á ekki að flytja ein- hvern flókinn boðskap hvorki stjórnmálalegs eðlis né frumspeki- legs. Það sem hreyfir við mér sjálfri er fegurð, kímnigáfa og örlítill skerfur af drama. Ég vona að þetta snerti einnig við fleirum og að fólk finni fyrir þessu í verkum sýningarinnar. Alla vega reyni ég að gera mitt besta. Við stelpurnar í Gjörningaklúbbnum erum langt frá því skildar skiptum enda þótt við ætlum allar að halda einkasýningu. Hluti af ástæðu þess að vinna einar um sinn er að geta þroskast sem listamenn og verða betri fyrir vikið í samstarfi.Við erum aðeins að hleypa út egóinu eins og kálfum að vori. Ég er að minnsta kosti að leita inn á við núna og taka á því hvað þar er að finna.“ Af draumafangara og sjálfs- skoðun í sundi Viðfangsefni Jóníar eru einkar spennandi, til dæmis hinn svo- kallaði draumafangari. „Það er til raunverulegt fyrirbæri sem heitir „dream-catcher“ eða draumafang- ari sem indánar hafa í aldaraðir sett fyrir ofan vöggur ungabarna til að vernda þau frá vondum draumum. Eitt verka minna á sýningunni heitir Gildra og er sýn á þessa fornu en fallegu hefð. Sjálf lærði ég að gera svona drauma- fangara fyrir um 10 árum síðan, þegar ég vann með börnum í alþjóðlegum sumarbúðum í Kanada. Í öðru verki manngeri ég draumafangarann sem konu, en afkvæmi hennar halda síðan áfram að fanga drauma í framtíðinni. En það er líka fleira sem kemur fyrir í þessu verki eins og vísun í freistingarhvísl höggormsins sem tældi Evu til að bíta af skilnings- trénu og allir þekkja framhaldið í hinum helgu fræðum. Hér er því að finna í einni og sömu konunni bæði draumafangara og frumburð mannkyns. Á höfði sér hefur stúlkan sem gengur inn í þessi hlutverk á myndinni rauðan snák og sker eldrautt epli fyrir niðja sína. Eva er hér löngu sátt við að hafa freistast og syndgað.“ Of mikil félagsvera til að vinna ein Margir komu að vinnu við sýning- una svo hún gæti orðið að veruleika en það voru að langmestu leyti vinir og vandamenn Jóníar. „Vinkona mín, systradætur, maður- inn minn og jafnvel snákur vinkonu minnar lögðu öll sitt af mörkum og gott betur, til að ég gæti séð þessa sýningu verða að veruleika. Þessi samhugur er í sjálfu sér hjartað í sýningunni.“ Einnig komu ýmsir fagmenn að sýningu Jóníar, „eins og hár- greiðslu- og förðunarmeistarar, kvikmyndatökumenn og síðast en ekki síst á ljósmyndarinn Bern- hard Ingvarsson miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag.“ „Mér finnst síður skemmtilegt að vinna ein úti í horni, með sjálfa mig eina í eftirdragi, en að vinna með öðrum. Ég gæti aldrei unnið algerlega ein. Til þess er ég of mikil félagsvera. Auðvitað eru hugmyndirnar á þessarri sýningu börnin mín og engra annarra og oft er ég ein í stúdíóinu mínu að sýsla og pæla, en samt er ég aldrei ein í listinni, þó segja megi að hún sé eins manns starf. Þó maður eigi verkin sjálfur á maður aldrei að fela það sem myndlistarmaður hversu mikilvægir allir eru sem leggja hönd á plóginn.“ ■ 29. april 2006 LAUGARDAGUR42 Jóní Jónsdóttir er einn þriggja meðlima Gjörn- ingaklúbbsins, skemmtilegasta og frumlegasta listamannahóps Íslands og þó víðar væri leitað. Jóní vinnur nú að sinni fyrstu einkasýningu en efniviðinn sækir hún víða, allt frá draumafang- ara, sjálfskoðun í Árbæjarlaug og freistingarhvísli höggormsins. Bryndís Bjarnadóttir ræddi við listakonuna. Hleypir út egóinu eins og kálfi að vori ÚR VERKI JÓNÍAR Viðfangsefni hennar eru oft spennandi, til dæmis má finna í þeim vísun í freistingarhvísl höggormsins sem tældi Evu til að bíta af skilningstrénu. JÓNÍ JÓNSDÓTTIR Hugðarefni mín eru af ýmsum toga og verkin á sýningunni eru glefsur héðan og þaðan af fólki, ferðalögum, náttúru eða hverju því sem komið hefur til mín á einn eða annan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/BERNHARÐ Þótt ég taki sjálfa mig auðvitað alvarlega sem listamann þá liggur metnaður minn í því ef eitthvað er að fólk hafi gaman af verkum mínum og njóti þess með mér að ég sé að gera sýningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.