Fréttablaðið - 29.04.2006, Page 83

Fréttablaðið - 29.04.2006, Page 83
LAUGARDAGUR 29. apríl 2006 51 Akira Isogawa sýndi nýjustu hönn- un sína á tískuvikunni í Ástralíu en Akira er frá Japan eins og nafn- ið gefur til kynna. Hann flutti til Sydney í Ástralíu árið 1986 og sýndi fyrstu línu sína á tískuvik- unni í Ástralíu árið 1995 en auk þess hefur hann sýnt í París frá árinu 1998. Þótt hann hafi búið meirihluta ævi sinnar í Ástralíu má greinilega sjá að fæðingarland hans hefur mikil áhrif á hönnun- ina. Hann er nú einn vinsælasti hönnuður Ástralíu og fræga fólk- ið, þar á meðal Nicole Kidman, má ekki vatni halda yfir flíkunum. Hann hannar einnig föt fyrir Dansflokkinn í Sydney. Vetrarlína hans einkenndist af léttum, flæðandi efnum í bland við áhugaverð snið og örlítinn töffaraskap. Fyrirsæturnar voru nett kæruleysisleg- ar, með örlítið úfið hár og lítið sem ekkert farðaðar. Akira hannar afar klæðileg föt í takt við tímann og á framtíðina fyrir sér í bransan- um. Laura Bailey er 34 ára fyrirsæta sem er meðal annars þekkt fyrir vinskap sinn við leikarana Richard Gere og Hugh Grant. Hún hefur einnig leik- ið í nokkrum kvik- myndum, þar á meðal The Mirror Has Two Faces og Lock, Stock and Two Smoking Barrels, en að vísu sést hún ekkert í þeirri síðarnefndu þar sem hún var klippt út úr mynd- inni. Fyrirsætuverkefnin eru mörg af stærri gerðinni og hefur hún meðal annars komið fram í auglýs- ingu fyrir Guess? og Pretty Polly. Fatastíll Lauru er nánast óaðfinnanleg- ur og hún virðist finna sér eitthvað dásamlega smart og fallegt í hvert skipti sem hún mætir á rauða teppið eða í eitthvert ótrúlega fínt hóf. Hún er að sjálfsögðu afbragðs andlitsfríð en það sem gerir hana svona flotta er fötin. Hún er mikið fyrir létta og fallega kjóla, dökka jakka, perlu- festar og fallega skó. Hún er lítil buxnamanneskja og sést því frek- ar í sætum pilsum og kjólum. Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is skemmtir þér ;) HELGARTILBOÐ! Jesús og Jósefína 1.499kr. Jón Oddur og Jón Bjarni 1.499kr. Vélmenni 1.499kr. Stúart litli 3 Villt sumar 1.499kr. Brúðubíllinn 1.499kr. Kauptu eina af DVD myndunum á síðunni og þú færð bíómiða á teiknimyndina Rauðhettu (Hoodwinked) í kaupbæti* * gildir meðan birgðir endast „Ég var ónýtur eftir myndina hún var svo fyndin“ Svali á FM 957 DVD DVD DVD DVD DVD BÍÓMIÐI Kaupauki BÍÓMIÐI Kaupauki BÍÓMIÐI Kaupauki BÍÓMIÐI Kaupauki BÍÓMIÐI Kaupauki KJÓLAMANNESKJA Hún er sjaldan í buxum og oftast skartar hún fallegum kjól eða pilsi. KÁPA Falleg hvít kápa sem fer Lauru einstaklega vel. Óaðfinnanlega smart SPÖNG Með fallega hárspöng og dásamlega sæt á frumsýn- ingu The Interpreter. LAURA BAILEY Hér er hún í fallegri kápu í partíi hjá Helenu Christensen. Kæruleysi og töffaraskapur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.