Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 84

Fréttablaðið - 29.04.2006, Side 84
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR52 Kammerkórinn Vox academica flytur í dag Requiem Mozarts ásamt hljómsveitinni Jón Leifs Camerata og einsöngvurum í Langholtskirkju. Sálumessa Mozarts, sem hann dó frá ólok- inni, er eitt magnaðasta og vin- sælasta kórverk tónbók- menntanna. Efnisval kórsins er að hluta til komið til vegna 250 ára afmælis tónskáldsins en á dagskránni eru einnig fjögur minni verk sem saman mynda veglega og fjölbreytta efnis- skrá. „Okkur fannst vera kominn tími til að þessi kór gerði eitt- hvað stærra að umfangi,“ segir Hákon Leifsson, stjórnandi kórs- ins, „en þetta er hálfgerð frum- raun hvað þetta varðar.“ Nú er stórhugur í kórnum en hann kom síðast fram á Myrkum músíkdög- um í vetur við góðan orðstír og á döfinni er einnig kórferðalag til Færeyja í tilefni af tíu ára afmæli kórsins. Á tónleikunum verða einnig flutt fjögur minni verk; Maríu- kvæði eftir Leif Þórarinsson, Requiem eftir Jón Leifs, Um nótt- ina eftir Szymon Kuran og tón- smíðar Purchells. Ásamt kórnum munu einsöngvararnir Þóra Ein- arsdóttir, Sesselja Kristjánsdótt- ir, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Davíð Ólafsson syngja með kórnum og hljómsveitinni. Tónleikarnir hefjast í Lang- holtskirkju kl. 15. - khh SÁLUMESSA MOZARTS FLUTT Í LANG- HOLTSKIRKJU Hákon Leifsson stjórnar Vox academica og Jón Leifs Camerata á tónleik- um í dag. Sálumessa Mozarts sungin Herdís Anna Jónasdóttir sópran- söngkona heldur útskriftartón- leika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 16. Tónleikarnir eru liður í útskriftartónleikaröð tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands. Herdís Anna mun flytja fjöl- breytta efniskrá, meðal annars verk eftir Jean Sibelius, Erik Bergman, Gustav Mahler og Maurice Ravel. Með Herdísi leika og syngja þau Selma Guð- mundsdóttir, Eygló Dóra Davíðs- dóttir, Grímur Helgason, Jóhann Nardeau, Þorbjörg Daphne Hall og Þorvaldur Kristinn Þorvalds- son. Herdís hefur tekið þátt í upp- færslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar og komið fram með tríóinu Drýas sem starfaði á vegum Hins hússins síðastliðið sumar. HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR SÓPRAN- SÖNGKONA Flytur verk eftir Mozart og Verdi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vegleg söngdagskrá

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.