Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 94

Fréttablaðið - 29.04.2006, Síða 94
 29. apríl 2006 LAUGARDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� � FRÉTTIR AF FÓLKI Heimasíðan Gudjohnsen.net býður lesendum sínum upp á óvenju- legan vinning, iPod með eiginhandaráritun frá knattspyrnukappanum Eiði Smára Guðjohnsen. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur Eiður ekki sjálfur fyrir þessu heldur skyldmenni hans hér á landi. Eiður er einhver allra vinsælasti íþróttamaður landsins, spilar með milljarðaliði Chelsea en hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Þó er ljóst að aðdáendur kappans myndu ekki slá hendinni á móti þessum dýrðargrip og verður tilkynnt hver sá heppni verður 15. maí en heimildir blaðsins herma að sú dagsetning hafi litla tilvísun í líf knattspyrnumannsins. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er samur við sig í uppátækja- seminni eins og hans nýjasta sýning á Næsta bar við Ingólfsstræti sýnir. Snorri sýnir þar orkufláma- myndir sem að eigin sögn hafa lækningamátt. Segist Snorri hafa fengið magnaðar frásagnir frá eigendum verkanna sem eru ekki bara sjónprýði heldur andlegt batterí fyrir eigendurna. Segist Snorri hafa uppgötvað lífsorkuna sem frá honum stafi fyrir tíu árum síðan og sendir hann umframorkuna í verkin á meðan hann málar þau. Má búast við því að bargestir á Næsta bar verði óvenju orkumiklir á meðan verk Snorra hanga þar á veggjun- um en sýningin stendur til 26. maí. HRÓSIÐ ...fá nemendur í meistaranámi við verkefnastjórnun, MPM, við Háskóla Íslands en þeir hafa framleitt sjónvarpsþátt sem verður sýndur á RÚV og fjallar um samfélags- og þjóðmál fyrir ungt fólk. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Vegna sextugsafmælis Karls Gústafs Svíakonungs 2 Tíu milljarða 3 Sevilla og Middlesbro Skoski glæpasagnahöfundurinn Ian Rankin hefur þekkst heimboð Pennans Eymundsson og mun heiðra íslenska aðdáendur sína með nærveru sinni í byrjun júní. „Við erum búin að sverma fyrir Rankin í nokkur á og hann lét nú loksins undan gylliboðum um ferð í Bláa lónið og fleira,“ segir Óttar Proppé hjá Pennanum. „Rankin er vinsælasti krimma- höfundur Bretlands og nýtur gríðarlegra vinsælda um alla Evrópu og er það umsetinn að það var barátta að fá hann hingað. Hann er það stórt nafn að hann samþykkir ekki hvað sem er og það gleður okkur mjög að hann hafi tekið Ísland framyfir einhverja bókahátíð í Frakklandi.“ Rankin er þekktastur fyrir sögur sínar um drykkfelldu rann- sóknarlögregluna John Rebus sem veður sorann í skuggahverfum Edinborgar á hælum morðingja og alls kyns misyndismanna. Rebus er maður með fortíð, á miðjum aldri og hefur marga fjöruna sopið. Hann á stálpaða dóttur eftir mis- heppnað hjónaband og er mátulega skemmdur á sálinni eftir harða vist í sérsveit breska hersins SAS. Hann reykir eins og strompur og deyfir tilfinningar sínar miskunnar- laust með áfengi og þrátt fyrir það að hann geri yfirboðurum sínum lífið endalaust leitt mega þeir ekki án hans vera þar sem hann nær jafnan góðum árangri í starfi þó hann sé óvandur að meðulum. Fjöldi Íslendinga hefur komist í kynni við Rebus en þrjár bóka Rankins hafa verið þýddar á íslensku og þættir um Rebus hafa verið sýndir í sjónvarpinu. „Hann er einn vinsælasti höfundur á enska tungu á Íslandi og hefur verið það nánast frá fyrsta degi. Þeir sem kynnast honum halda áfram að lesa hann,“ segir Óttar og staðfestir að hann sé sjálfur „mikill Rebus maður.“ Óttar segir Rebus vera yndis- lega persónu og að styrkur Rankins felist ekki síst í því hversu raun- verulegur hann sé. „Hann hefur skrifað yfir tíu bækur um Rebus en heldur sér ferskum og hefur alltaf eitthvað nýtt að segja.“ Rankin er fæddur í Fife í Skot- landi árið 1960 og er margverðlaun- aður fyrir glæpasögur sínar og hefur meðal annars hampað hinum eftirsótta Gullrýtingi, sem samtök breskra glæpasöguhöfunda veita árlega, en verðlaunin féllu Arnaldi Indriðasyni í skaut í fyrra. Rankin mun fjalla um verk sín og lesa upp í Súfistanum við Lauga- veg laugardaginn 3. júní og árita í framhaldinu bækur sínar í bóka- búð Máls og menningar. thorarinn@frettabladid.is IAN RANKIN: ÍSLANDSHEIMSÓKN REYFARAHÖFUNDAR Féll fyrir gylliboði um Bláa lónið IAN RANKIN Lætur nú loks sjá sig á Íslandi eftir margra ára tilraunir Óttars Proppé og félaga hjá Pennanum Eymundsson. Hann mun skella sér í Bláa lónið og lesa fyrir aðdáendur sína. LÁRÉTT: 2 himinn 6 rykkorn 8 kletta- sprunga 9 frostskemmdir 11 tímaein- ing 12 óróleg 14 í vafa 16 tveir eins 17 fum 18 stefna 20 þurrka út 21 ker. LÓÐRÉTT: 1 drykkur 3 einnig 4 lög- tak 5 lítill sopi 10 meðal 13 bein 15 málmur 16 blekking 19 í röð. LAUSN: Sjónvarpsstöðin Sirkus hefur heldur betur sótt í sig veðrið eftir að hnakka- byltingunni var hrundið. Samkvæmt dagbókarkönnun Gallup hefur áhorfið á Sirkus aukist um þrjátíu prósent á öllu landinu og þakka menn það bættri dreifingu sjónvarpsstöðvarinnar. Árni Þór Vigfússon, sem var fjarri góðu gamni þegar stöðin sleit barnsskónum, hefur augljóslega tekið til hendinni. Þættir á borð við Ástarfleyið, Splash, Partí 101 eru ekki lengur í stafni heldur hafa „menningarlegir“ þættir á borð við Tivolí og Bak við böndin tekið við sem flaggskip stöðvarinnar. Herbragðið virðist því hafa heppnast fullkomlega hjá Árna og félögum. NÚNA BÚIÐ Blaðamannafundur vegna tón- listarhátíðarinnar Reykjavík rokkar var haldin í Laugardals- höll í gær. Þar kynnti Kári Sturluson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, dagskrána og þær erlendu sveitir sem sækja landið heim. Að sögn Kára kviknaði sá draumur að halda hér á landi veglega tónlistarhátíð eftir að Duran Duran, Foo Fighters og Queens of the Stone Age trylltu lýðinn á hátíðinni í fyrra ásamt Leaves og Mínus. „Sá draumur er nú orðinn að veruleika,“ segir Kári en Reykjavík rokkar - tónlistarhátíð alþýðunnar fer fram dagana 29. júní til 1. júlí í Laugardalshöll. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru glysrokkar- arnir Darkness, ballöðukóngur- inn David Grey og brjálæðing- arnir í Motorhead en hljómsveitin Ham kemur saman sérstaklega vegna komu þeirrar sveitar. Kári upplýsti einnig að dagskránni hefði ekki alveg verið lokað en sagði að íslensku hljómsveitunum yrðu gerð betri skil. „Þær verða ekki í einhverju upphitunar- hlutverki heldur verður þeim og áhorfendum boðið upp á alvöru umgjörð og tónleika í fullri lengd,“ segir Kári. Hátíðin í fyrra þótti mjög vegleg og sóttu hana í kringum tuttugu þúsund manns en að sögn Kára verða helmingi færri miðar í boði þetta árið. „Tónleik- arnir fara fram í gamla salnum en það verður opið inn í nýju Íþrótta- og sýningarhöllina svo að gestirnir geti blásið út og svalað þorsta sínum og svengd milli atriða,“ segir Kári en for- salan fyrir hátíðina hefst fimmtudaginn 18. maí. Íslenskum hljómsveitum gert hátt undir höfði á rokkhátíð TÓNLISTARHÁTÍÐ ALÞÝÐUNNAR Reykjavík rokkar verður með ögn breyttu sniði frá því í fyrra en meðal erlendra gesta má nefna Motorhead, Darkness og David Grey. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN Frank Sinatra. Bandaríski söngvarinn ástsæli er lifandi goðsögn unga fólksins í dag enda var hann vel tengdur mafíunni. Hið spillta virðist vera spennandi í dag. Bullarinn. Sá sem lýgur þarf að þekkja stað- reyndir málsins því annars getur hann ekki hallað réttu máli vitandi vits. Bullarinn þarf hins vegar ekki að vita neitt. Bullarinn er því betri en lygarinn. Hláturinn. Með hækk- andi sólu vaknar allt til lífsins þar á meðal hláturinn. Borgarleik- húsið stendur nú fyrir sérstakri hláturhátíð. DV á virkum dögum. Lesendur geta þó notið þess um helgar. Gúllassúpur. Hnausþykkar ungverskar gúllassúpur eru horfnar af borð- um landsmanna. Farið á Maður lifandi og fáið ykkur léttar og hollar veitingar. Útlits-og æskudýrkun, þetta ljóta samfélagsmein leiðir til andfélagslegrar hegðunar. Fagnið því að eldast og í guðanna bænum verið þið sjálf. LÁRÉTT: 2 loft, 6 ar, 8 gjá, 9 kal, 11 ár, 12 ókyrr, 14 efins, 16 tt, 17 fát, 18 átt, 20 má, 21 laug. LÓÐRÉTT: 1 kakó, 3 og, 4 fjárnám, 5 tár, 7 raketta, 10 lyf, 13 rif, 15 stál, 16 tál, 19 tu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.