Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 2
2 6. maí 2006 LAUGARDAGUR Reglur um rafhlöður Evrópusam- bandið hefur samþykkt nýjar reglur um endurvinnslu á rafhlöðum. Hvert land verður að hafa hleypt af stað verkefni fyrir árið 2008, sem ætlað er að minnka mengun sem stafar af rafhlöðum á ruslahaugum. Söluaðilum verður jafnframt gert að taka við ónýtum rafhlöðum án endurgjalds. EVRÓPUSAMBANDIÐ KOSNINGAR Fréttablaðið og vefur- inn visir.is bjóða kjósendum að leggja spurningar fyrir frambjóð- endur flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík fyrir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar 27. maí. Sérstakur kosningavefur hefur verið opnaður á visir.is þar sem hægt er að koma á framfæri spurningum um hvað eina sem skiptir borgarbúa máli. Nú gefst tækifæri til að spyrja frambjóðendur beint. Svörin birt- ast síðan í Fréttablaðinu og vefn- um visir.is. - ssal Frambjóðendur svara lesendum BORGARFJÖRÐUR Nýr menntaskóli, Menntaskóli Borgarfjarðar, hefur verið stofnaður. Menntaskólinn, sem verður einkaskóli, verður reistur á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi þar sem tjaldsvæði hefur verið síðustu árin. Ráðgert er að framkvæmdir við byggingu nýja skólans hefjist síðla sumars. Stefnt er að því að kennsla hefj- ist haustið 2007. Námið verður einstaklingsmiðað og stefnt er að nánu samstarfi við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri og Við- skiptaháskólann á Bifröst. Nemendur verða 150 talsins og ljúka þeir námi á þremur árum. - ghs Borgfirðingar efla menntun: Stofna nýjan menntaskóla TSJAD, AP Þó að flest virðist benda til þess að forseti Tsjad, Idriss Deby, hafi sigrað í forsetakosning- unum sem fram fóru þar í landi á miðvikudag greinir ríkisstjórnina og andstæðinga hennar gríðarlega á um tölur yfir kosningaþátttöku. Stjórnarandstaðan hvatti fólk til þess að sniðganga kosningarnar. Talsmaður kosningaeftirlitsins í Tsjad, Ahmad Mahamat Bashir, sagði AP-fréttastofunni á fimmtu- dag að minnst 75 prósent skráðra kjósenda hefðu kosið, en Ibni Oumar Mahamat Saleh, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði þátt- tökuna hafa verið innan við tíu prósent. - smk Forsetakosningar í Tsjad: Deilt um hversu margir kusu KOSNINGAR Idriss Deby, forseti Tsjad, og kona hans, Hinda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald var í gær framlengt um hálfan mánuð yfir fjórum mönnum sem sitja inni vegna tilraunar til smygls á á fjórða tug kílóa fíkniefna sem falin voru í bensíntanki bifreiðar. Fíkniefnasmyglararnir fjórir, þeir Ólafur Ágúst Ægisson, Ársæll Snorrason, Hörður Eyjólfur Hilm- arsson og Hollendingurinn Johan Handrick, þurfa að sæta gæsluvarð- haldi til 19. maí samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þrír þeirra, Ólafur Ágúst, Ársæll og Hollendingurinn, voru staðnir að verki að kvöldi skírdags, þegar þeir voru að losa fíkniefnin úr bensín- tanki bifreiðar í iðnaðarhúsnæði á Krókhálsi. Bifreiðin hafði verið flutt frá Hollandi, en starfsmaður Tollgæslunnar fann efnin í henni við eftirlit í Sundahöfn 3. apríl. Bif- reiðin var síðan tollafgreidd 11. apríl og þremur dögum síðar góm- aði lögreglan mennina þrjá. Hinn fjórði, Hörður Eyjólfur, var hand- tekinn síðar um kvöldið í heimahúsi í borginni. Sá fimmti, Herbjörn Sig- marsson, var svo handtekinn í tengslum við málið og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. maí. Rannsókn málsins hefur miðað vel, samkvæmt upplýsingum lög- reglu. Brotið er það stórt að gera má ráð fyrir að mennirnir sitji inni þar til dómur gengur í máli þeirra. - jss SUNDAHÖFN BMW-bifreiðin sem efnin voru falin í beið í rúma viku í bílaflotanum í Sundahöfn áður en hún var tollafgreidd. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhald yfir fíkniefnasmyglurum: Fimm áfram í einangrun VIÐSKIPTI „Mjúk lending hagkerf- isins er langlíklegust,“ segir Leif Beck Fallesen, ritstjóri og fram- kvæmdastjóri Danska viðskipta- blaðsins Bör- sen. Fallesen flutti erindi á ársfundi Útflutnings- ráðs Íslands sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Fallesen segir harkalega lendingu hins vegar ekki útilok- aða en ólíklega vegna þess hve staðan í efnahagsmálum heims- ins sé góð. Hann segir nokkuð mikið gert úr fjárfestingum Íslendinga í Danmörku því þær nemi ekki nema um þremur pró- sentum af heildarfjárfestingum útlendinga í landinu en hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í fyrirtækjarekstri ytra. - óká Ritstjóri Börsen á Íslandi: Mjúk lending sögð líklegust LEIF BECK FALLESEN SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 SPURNING DAGSINS Steinar, kanntu líka að laða að furðufugla? Í slíkum tilfellum gildir lögmálið: líkur sækir líkan heim. Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur held- ur námskeið á morgun þar sem hann kennir fólki að laða að fugla í garða. FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið skilaði 196 milljóna króna tapi á síðasta ári, sem er þrefalt hærri upphæð en árið áður. Stofnunin hefur verið í rekstrarvandræðum allan þennan áratug og tapað samanlagt 1.143 milljónum króna frá ársbyrjun 2000. Frá árslokum 2000 hefur eigið fé stofnunarinnar farið úr því að vera jákvætt um 893 milljónir í það að vera neikvætt um 186 milljónir króna í árslok. Guðmundur Gylfi Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fjármála- deildar RÚV, bendir á að hluti rekstrarhalla hafi fallið til vegna atriða sem hafi verið utan áætlana og nefnir þar úrskurð skattayfir- valda vegna verktakagreiðslna og ófyrirséðar afskriftir. „Þegar tekið hefur verið tillit til þessara atriða hafa útgjöld ekki verið að hækka meira en sem nemur almennum verðhækkunum.“ Rekstrartekjur RÚV voru 3.555 milljónir króna á síðasta ári og hækkuðu um rúm fjögur prósent á milli ára. Afnotagjöld voru 2.469 milljónir króna, auglýsingar og kostun 971 milljón og aðrar tekjur 116 milljónir. Auglýsingatekjur hækkuðu um rúm sex prósent á milli ára. Rekstrargjöld stofnunarinnar námu um 3,3 milljörðum króna, sem er tæplega níu prósenta aukn- ing milli ára. Dagskrárgerð var langstærsti útgjaldaliðurinn, um 72 prósent útgjalda. Guðmundur Gylfi getur ekki gefið upp kostn- að vegna afnotadeildar en segir hann hafa hækkað vegna aukins bankakostnaðar. Samkvæmt árs- reikningi voru útistandandi afnotagjöld 128 milljónir króna um áramótin. Eignir RÚV voru 4,7 milljarðar króna um síðustu áramót og drógust saman um 1,1 prósent frá sama tímabili í fyrra. Langíma- skuldir lækkuðu en skammtíma- skuldir hækkuðu. Guðmundur Gylfi segir að Rík- isútvarpið standi á tímamótum. Til standi að bæta eiginfjárstöðu þess og endurmeta eignir þess í tengslum við áform stjórnvalda um að breyta því í hlutafélag um mitt ár. - eþa Tap Ríkisútvarpsins nam 196 milljónum Tap Ríkisútvarpsins í fyrra er þrefalt hærra en árið áður og samanlagt tap stofnunarinnar síðustu sex ár nemur rúmum 1,1 milljarði króna. Eigið fé var neikvætt í fyrsta skipti um síðustu áramót. TAPREKSTUR RÚV 2000-2005 * Rekstrarár Rekstrartap Eigið fé í árslok 2005 -196 -186 2004 -50 10 2003 -314 82 2002 -188 396 2001 -303 658 2000 -92 893 Heildartap -1.143 * Upphæðir í milljónum króna Slapp ómeiddur Bíll valt við Ísafjarðardjúp í gær en ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Ökumaður hafði misst stjórn á lítilli jeppabifreið í beygjunni við brúna yfir Botnsá. LÖGREGLUFRÉTTIR VINNUMARKAÐUR Íslendingar þurfa að taka saman og gefa út upplýs- ingar á 15-20 tungumálum um vinnumarkað og samfélag, bæta íslensku- og samfélagskennslu, bæta þjónustu túlka og taka saman upplýsingar um réttindi og skyldur þannig að fólk geti sjálft gætt hagsmuna sinna. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segir að þetta verði að gera kerfisbundið í sam- vinnu milli stjórnvalda, atvinnu- rekenda, verkalýðshreyfingar og sveitarfélaga. Kostnaðurinn geti numið um 70 milljónum króna á ári ef vel eigi að vera. Stjórnvöld hafa lítið sem ekk- ert gert til að búa sig undir frjálst flæði vinnuafls á næstu vikum og mánuðum en sumir verkalýðsfor- kólfar spáðu fólksflóði inn í landið í ræðum sínum 1. maí. Fréttablaðið hafði samband við Útlendingastofnun, embætti Rík- isskattstjóra og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og kom þar í ljós að ekki hefði verið gripið til sérstakra ráðstafana ef fólk flæddi inn í landið og talið hugsan- legt að þess gerðist ekki þörf. Félagsmálaráðherra hefur hins vegar stofnað vinnuhóp til að styrkja reglur á vinnumarkaði og fara yfir stöðu útlendinga til að treysta stöðu þeirra og réttindi. Hópurinn á að ljúka störfum fyrir 1. nóvember. - ghs MÓTTÖKU ÚTLENDINGA ÁBÓTAVANT Íslendingar þurfa að taka sig verulega á í að taka á móti útlendingum, stórefla upplýsingar og bæta íslensku- og samfélagskennslu. Íslendingar þurfa að gefa út upplýsingar og bæta kennslu meðal útlendinga: Kostar 70 milljónir á ári ÚTVARPSHÚSIÐ EFSTALEITI Dagskrárgerð var langstærsti útgjaldaliðurinn, um 72 prósent útgjalda. Samkvæmt ársreikningi voru útistandandi afnotagjöld 128 milljónir um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.