Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 20

Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 20
 6. may 2006 SATURDAY20 Einkabréf til 1. þingmanns Reykjavíkur Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað er um auðgunarbrot í Íran, hábítur er snæddur í góðra vina hópi, og birt einkabréf til fyrsta þingmanns Reykjavíkur um heilsuna hjá lýðræði og stjórnarháttum í höfuðborginni. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar ■ FÖSTUDAGUR, 28. APRÍL Síðasta æviskeiðið Við Sólveig brugðum undir okkur betri fætinum og fórum og skoðuðum hús úti í sveit. Nú erum við komin á þann aldur að við förum að huga að síðasta ævi- skeiðinu. Það verð- ur vonandi langur og góður skeið- sprettur. ■ LAUGARDAGUR, 29. APRÍL 9 ár, 2 mánuðir, 25 dagar Vísindamenn hafa reiknað út að venjulegur einstaklingur eyði að meðaltali 9 árum, 2 mánuðum og 25 dögum í heimilisstörf. Verst að hafa ekki haldið þessu saman því að ég er viss um að ég er búinn með kvótann. Kvöldverðarboð hjá Lenu og Árna. Gerard nágranni minn sem varð okkur samferða í matarboðið sagði að jakk- inn minn væri púka- legur. Ég bað hann að endurtaka það í eyru Sólveigar svo að hún fengi að vita hver í fjölskyldunni hefði mesta þörf fyrir nýjan fatnað. Spjallaði mest við Gunnar Kvaran en við höfum verið vinir síðan við vorum smástrákar. Blini, rússnesku pönnukökurnar hennar Lenu eru guðdómlegar. Núna er alltaf verið að skrifa um að Íranir séu að auðga úran. Bandaríkjamenn flokka þetta undir auðgunarbrot. Vonandi hafa þeir á að skipa hæfari efnahags- brotadeild en við hérna á Íslandi, þar sem menn sem hafa þegar verið sýknaðir eru ákærðir aftur og menn sem hafa játað eru ekki ákærðir. ■ SUNNUDAGUR, 30. APRÍL Hábítur Fengum góða gesti í hábít – sem er samsettur af árbít og hádegis- verði. Ég ætla ekki að nafn- greina gestina, kúltíverað fólk getur fengið illt orð á sig fyrir að umgangast mig. Fórum austur að Kald- bak að hitta vini okkar Sigríði og Viðar – og heilsa upp á gömlu klárana, Hnokka og Rökkva. Rökkvi er 29 vetra. Hnokki 26. Þetta verð- ur trúlega síðasta sumarið þeirra. En hvernig í dauðanum á ég að fara að því að taka ákvörðun um að fella þessa höfðingja? Getur maður deytt vini sína? Las í Fréttablaðinu að Sól- heimaleikhúsið væri að leita að kvikmyndagerðarmanni og hand- ritshöfundi til samstarfs. Það var eins og ég yrði fyrir rafstraum: Loksins fékk ég aftur áhuga á kvikmyndagerð. Ég sendi þeim tölvupóst og vona að þau vilji vinna með mér. ■ MÁNUDAGUR, 1. MAÍ Hamingjudagur Lá í leti frá morgni til kvölds. Frídagur verka- lýðsins. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 2. MAÍ Veitingablaðamaður Bauð Lísu vinkonu minni út að borða í hádeginu. Var að byrja feril minn sem veitingablaðamað- ur og vildi hafa veitingahúsavana manneskju mér til halds og trausts. Lísa stakk upp á því að byrja mjúklega með því að fara á Ósushi í Iðuhúsinu við Lækjar- götu. Það var sosum ágætishug- mynd, þannig lagað séð. Fékk tölvupóst, svar frá Sól- heimaleikhúsinu. Fólkið er reiðu- búið að vinna með mér. Frábært. Ég hef aldrei lofað því að vera hættur í kvikmyndagerð. Svana- söngurinn er eftir. ■ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ Teikningar á náðhússnagla Skrifaði mína fyrstu veitingahúsa- gagnrýni. Settist við kl. 9 og sendi hana frá mér kl. 4. Svo halda menn að það sé sældarlíf að vera blaða- maður. Mestur tíminn fór auð- vitað í að stytta þetta niður í 3.000 slög. Langhundar eru bannaðir í Fréttablaðinu, en það er tímafrekt að skrifa stuttan texta. Móses var í 40 daga að punkta hjá sér boðorðin tíu. Enda væru margir gagnorð- ari ef þeir þyrftu að klappa texta sinn í stein. Skrifaði Össuri Skarphéðinssyni fyrsta þingmanni Reykvíkinga bréf um Hlaðvarpamálið í tölvupósti. Bréf sem send eru í tölvupósti hafa einkennilega til- hneigingu til að lenda í fjölmiðlum svo að kannski er best að birta þetta strax: Sæll og blessaður kæri fyrsti þingmaður Reykvíkinga. Manni skilst að það sé gegndar- laus yfirvinna í þinginu þessa dag- ana og spurning hvort ekki væri betra að taka upp bónus-kerfi eða að minnsta kosti vaktafyrirkomu- lag. Villi Þ. heimsótti mig um helg- ina og hlustaði af mikilli athygli á skelfingarsöguna af byggingar- framkvæmdum ... hérna í næsta húsi. Það byrjaði að rigna meðan Villi stóð við hjá mér svo að ég gaf honum regnhlíf og bað hann að bóka hana sem framlag mitt í kosningasjóð; menn vita þá hvað- an þessi regnhlíf kom þegar bók- hald stjórnmálaflokkanna verður loksins opnað almenningi. Eitt langar mig til að spyrja þig um svo vel verseraður sem þú ert í íslenska stjórnkerfinu: Hvernig er það þegar embættismenn sveitar- félaga (í þessu tilviki byggingar- fulltrúinn í Reykjavík) svara ekki fyrirspurnum frá almenningi (í þessu tilviki mér), hvern getur maður þá fengið til að taka í lurg- inn á þeim? Ekki segja mér að klaga hann fyrir borgarstjóranum því að ég held að það sé ekki á raunir þeirr- ar blessuðu manneskju bætandi. Eitthvert stjórnvald annað en Guð almáttugur hlýtur að standa fyrir ofan sveitarstjórnir og aðgæta hvort grundvallarreglur þjóðfé- lagsins séu virtar í einstökum sveitarfélögum. Ekki segja mér samt að í þessu tilviki sé það umhverfisráðherrann því að blessaða prestsmaddömuna vildi ég ekki trufla fyrir nokkurn mun svo að hún villist ekki út af skrifstofunni og týnist í óbyggð- um. Er ekki til einhver hlutlaus aðili svo sem umboðsmaður almennings eða eitthvað í þá veru sem maður getur snúið sér til þegar maður þarf að kvarta undan brútalíteti emb- ættismanna og sveitarstjórna? Þessi Hlaðvarpabygging er samkvæmt mælingum byggingar- fulltrúans í Reykjavík 60 senti- metrum hærri en teikningar, grenndarkynning og samþykktir leyfa. Niðurstaða hans var að a) reyna að flækja málið með því að halda því fram að hæð bygginga fari eftir því hvernig mælingarað- ferðir séu notaðar á þær (sem er alveg dásamleg lógík og sýnir að maðurinn hefur þó altént húmor) og b) að skuggavarp af umfram hæð (sem er engin samkvæmt hans eigin reikningsbókum) sé óverulegt og því sé ekki ástæða til að hlusta á kvartanir nágranna. Mér persónulega er nokkuð sama um hvað R-listagengið telur skynsamlegt að bæta mörgum hótelherbergjum ofan á friðuð hús í miðbænum; það sem pirr- ar mig er framkoma embættis- manna og sveitarstjórnar- innar sem ekki hafa manndóm í sér til að svara fyrirspurnum eða kvörtunum – sem eru lögmætar – heldur þröngva ólögmætum aðgerðum í gegn með þumbarahætti og yfir- læti. Mér er líka slétt sama í hvaða stjórnmálaflokk- um það fólk þykist vera sem kemur svona fram; svona framkoma er ólýð- ræðisleg og í mínum munni heita þeir ... fasistar sem stjórna með ólýðræðislegum hætti. Af því að þú ert sósjaldemókrat í merg og bein og fyrsti þingmaður Reykvíkinga datt mér í hug að vekja athygli þína á þessu máli. Það merkilega við þetta, fyrir utan dólgslega framkomu embættis- manna og stjórnvaldsins, er að héðan í frá er komið fordæmi sem gerir byggingaraðilum auðvelt að byggja eftir sínu eigin höfði og varðveita samþykktar teikningar á nagla á starfsmannasalerninu. Ég er í sjálfu sér ekki að ætlast til þess að þú aðhafist eitt eða neitt, kannski ertu alveg jafn ráða- laus og ég sjálfur í þessu máli. En ég vildi þó að minnsta kosti vekja athygli þína á heilsufarinu hjá lýðræði og stjórnarháttum hérna í kjördæminu. Vertu svo ævinlega kært kvadd- ur, þinn vinur Þráinn Bertelsson Fischerssundi 3, 101 R ■ FIMMTUDAGUR, 4. MAÍ Viðtal við skólablað Fór að hitta krakka í Laugarnes- skóla. Þau vildu taka viðtal við mig og þar var ekki verið að kasta til höndunum. Gaman að sjá hvað þau voru glöð og upplitsdjörf. Flottir krakkar. Ekki var ég svona á þeirra aldri. Ef einhver hefði komið með sextugan rithöfund þegar ég var í tíu ára bekk og sagt mér að taka viðtal við hann hefði ég hoppað út um gluggann. OPIÐ ELDHÚS VELKOMIN Í GLÆSILEGAN SÝNINGARSAL OKKAR AÐ LÁGMÚLA 8 sýningarhelgi OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 11-17 OG SUNNUDAG FRÁ 13-17 LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 - HTH eldhús eru ekki eins dýr og þau líta út fyrir að vera. Ef þú ert að huga að nýju eldhúsi er upplagt að skoða kosti HTH. Í glæsilegum sýningarsal okkar sérðu allt það nýjasta í eldhústækjum frá AEG fléttað saman við innréttingar frá HTH. Þetta samspil HTH og AEG er ekki bara fallegt og vandað heldur er heildarlausn af þessu tagi á góðum kjörum hjá Bræðrunum Ormsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.