Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 26

Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 26
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR26 timamot@frettabladid.is Margrét Sigurðar- dóttir (Magga massi) er fertug. Reinhard Reynisson bæjarstjóri á Húsavík er 46 ára. Geir Svansson mynd- listarmaður er 51 árs. Guðmundur Péturs- son, lögfræðingur og fyrrverandi markvörð- ur, er sextugur. Einar Sigurbjörnsson guðfræðingur er 62 ára. AFMÆLI ANDLÁT Guðrún Sigurbergsdóttir, Rauðarárstíg 9, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 2. maí. Geir Garðarsson, Skálateigi 1, áður Ægisgötu 3, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 3. maí. JARÐARFARIR 10.30 Valdimar Guðmundsson, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum. 11.30 Gunnar Ásberg Helgason, Lambhaga, Rangárvöllum, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju. Jarðsett verður að Keldum á Rangárvöllum. 13.00 Rúnar Jón Ólafsson, Vogatungu 105, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Jón Skagfjörð Stefánsson fyrrverandi útgerðarmað- ur frá Brúarlandi, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Guðmundur Lúðvíksson, Bakkasíðu 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju. 14.00 Jón Guðmundsson frá Sjólyst í Vestmannaeyjum verður jarðsunginn frá Landakirkju. Loftfarið Hindenburg brotlenti við bandarísku flotastöðina í Lakehurst í New Jersey þennan dag árið 1937. Hinden- burg var að lenda í Bandaríkjunum eftir sextíu daga ferð frá Frankfurt í Þýskalandi. Á þessum tíma tók það loftför þrjá daga að fara yfir Atlantshafið, sem var styttri tími en skip þurftu. Loftför nutu mikill- ar hylli á þriðja og fjórða áratugnum en fyrsta farið var hannað árið 1852. Þau voru oft nefnd Zeppelin-för eftir Þjóðverjanum Ferdinand von Zeppelin. Hindenburg var stærsta loftfarið sem byggt hefur verið og var rúmir 24 metrar að lengd. Það náði 137 km hraða á klukkustund og hélst uppi af vetnisgasi, sem er mjög eldfimt. Farþegar voru 36 og 61 í áhöfn. Skipið var að lenda í Lakehurst þegar skyndilega kviknaði í því og það féll til jarðar. 36 létust í slysinu, þar af þrettán farþegar, 21 úr áhöfn og einn úr áhöfn á jörðu. Notkun loftfara varð óvinsæl eftir slysið og engin loftskip voru eftir við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. ÞETTA GERÐIST: 6. MAÍ 1937 Hindenburg brotlendir í New Jersey MERKISATBURÐIR 1889 Eiffelturinn er opnaður almenningi á heimssýning- unni í París. 1912 Mjög stór jarðskjálfti á Suðurlandi og íbúðarhús og útihús hrynja. Stærð skjálft- ans hefur verið áætluð 7 stig á Richter-kvarða. 1954 Hinn 25 ára Roger Bannist- er er fyrsti maðurinn sem- hleypur eina mílu á minna en fjórum mínútum. 1981 Bandaríski framhaldsþáttur- inn Dallas er í fyrsta sinn á dagskrá Sjónvarpsins. 1986 Hornsteinn er lagður að húsi Seðlabankans. 1994 Ermarsundsgöngin opnuð. 1995 Átján skólabörn frá Breið- dalsvík slasast þegar rúta fer af vegi. MARLENE DIETRICH (1901-1992) LÉST ÞENNAN DAG „Glamúr er það sem ég sel, eins og hlutabréf á markaði.“ Þýska leikkonan Marlene Dietrich gerði glamúrnum hátt undir höfði. Ævintýralega málþingið „Einu sinni var...“ er haldið á Þjóðminjasafni Íslands í dag. Þar munu fræðimenn úr fremstu röð koma fram og fjalla um ævintýri frá ýmsum hliðum. Málþingið er haldið í minningu Hall- freðs Arnar Eiríkssonar sem var sérfræðingur á Árnastofnun sem meðal ann- ars safnaði og rannsakaði ævintýri. Samhliða málþing- inu verður sett upp örsýning á munum sem tengjast ævin- týrum. Að málþinginu stendur Félag þjóðfræðinga í sam- starfi við Árnastofnun og Þjóðminjasafn Íslands. Til máls taka Árni Björnsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Krist- ín Unnsteinsdóttir, Roland Eyvindsson, Baldur Haf- stað, Aðalheiður Guðmunds- dóttir og Ásdís R. Magnús- dóttir. Málþingið hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16.45 í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafnisins. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Ævintýri í Þjóðminjasafninu HVÍLIR SIG Á BÆNUM Þessi Íraki situr íhugull á bænateppinu í Imam Ali moskunni í borginni Najaf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJARNI HAFSTEINN GEIRSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI HAUKA Haukar halda upp á 75 ára afmæli félagsins í dag. Á afmælisdaginn var afhjúpað stuðla- bergsverk fyrir framan Haukaheimilið úr þrettán stuðlabergssteinum til heiðurs stofnendum félagsins sem voru þrettán talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í dag er Haukadagurinn haldinn hátíð- legur með pompi og prakt. Tilefnið er 75 ára afmæli félagsins. Opið hús verð- ur að Ásvöllum í Hafnarfirði og eru allir velkomnir til veislunnar. „Við erum sérstaklega að reyna að höfða til unga fólksins með þessum degi og einnig til íbúanna í nýja Vallarhverf- inu,“ segir Bjarni Hafsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri Hauka en dagskrá- in er bæði skemmtileg og fjölbreytt. Veltibíllinn verður á staðnum og teflt verður í skák. Einnig verður þrauta- braut og Björgvin Franz skemmtir gest- um ásamt því að deildir félagsins munu kynna starfsemi sína. „Haukabandið, sem er hljómsveit sem er að láta að sér kveða, ætlar að spila nokkur lög. Í Haukabandinu eru strákar úr fótbolta- deildinni og þeir eru nokkuð góðir tón- listarmenn,“ segir Bjarni stoltur af sínu fólki. „Að sjálfsögðu bjóðum við upp á veitingar allan daginn fyrir gesti og gangandi. Vöfflur með rjóma og kakó og nammi fyrir börnin.“ Haukar halda úti öflugu íþróttastarfi þar sem boðið er upp á handbolta, fót- bolta, körfubolta, karate, skíðadeild og skákdeild sem er nú komin í fyrstu deild og orðin liðtæk í Evrópumót. „Félagið hefur eflst mikið síðustu árin og þá sérstaklega eftir að við komum að Ásvöllunum í nýja húsið,“ segir Bjarni. „Framundan eru fyrirhugað að byggja nýjan sal við húsið.“ Haukar halda þó fast í rætur sínar enda er mikilvægt öllum að halda tengslum við sögu sína. „Hér er starfandi öldungaráð en í því eru okkar elstu félagar, sem eru á aldur við Haukafélagið, sá elsti 92 ára og er hann einn af stofnendum félagsins. Öld- ungaráðið hittast hér einu sinni í mán- uði og spila. Þetta er góður hópur sem reynist Haukum vel.“ 12. apríl var afmælisdagur félagsins en þá var haldin vegleg afmælishátíð. „Á afmælisdaginn var afhjúpaður minnisvarði framan við húsið sem tákn- ar stofnun félagsins og stofnendurnar,“ segir Bjarni en Haukahátíðin er eins- konar framhaldsafmælishátíð þar sem hátíðleikinn víkur ögn fyrir meiri gleði og fjöri. -jóa BJARNI HAFSTEINN GEIRSSON: 75 ÁRA AFMÆLI HAUKA Hátíðlegur Haukadagur Ingibjörg Ólafsdóttir lést á hjúkr- unarheimilinu Eir sunnudaginn 23. apríl. Útför fór fram í kyrrþey. Laufey Pálsdóttir frá Fossi á Síðu, Dvergabakka 12, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudag- inn 3. maí. Sigríður Ólafsdóttir, Mánatúni 4, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. maí. Sigríður Þorsteinsdóttir, hjúkrun- arheimilinu Skjóli, áður Álfheim- um 26, lést miðvikudaginn 3. maí. Sólveig Guðrún Halldórsdóttir hjúkrunarkona, áður til heimilis í Ljósheimum 10a, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Seljahlíð þriðju- daginn 2. maí. LOFTFARIÐ HINDENBURG ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ævin- týralegt málþing er haldið í safninu í dag. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn Helgadóttir til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir, (áður Kambsvegi 4) sem lést föstudaginn 28. apríl verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 8. maí kl. 13.00. Helga A. Einarsdóttir Marteinn Jakobsson Halldór Einarsson Brigitte Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Ólafsdóttir Mánatúni 4, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 3. maí. María Friðjónsdóttir Ástmundur Kristinn Guðnason Ólafur Héðinn Friðjónsson Auður Gunnarsdóttir Kristín Lára Friðjónsdóttir Erlendur Helgason og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.