Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 68

Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 68
 6. maí 2006 LAUGARDAGUR36 Áður en flokkurinn varð til var Samein- ingarflokkurinn. Sá hópur hélt ráðstefnu á sínum tíma undir heitinu „Er fátækt á Íslandi.“ Út úr þessum samtökum kom sú vissa að við yrðum að hafa áhrif á stjórnmál. Við reyndum fyrst að hafa áhrif í gömlu flokkunum en fórum þaðan með hausverk og leiðindi. Árið 1985 var ákveðið að stofna flokk sem myndi byggja á hugmyndum húman- ismans. Þetta var eðlileg framvinda af því sem við vorum að gera fyrr. Húmanistaflokkurinn upphaflegi varð að Flokki mannsins og svo aftur Húman- istaflokknum. Innra starfið hjá okkur var ofboðs- lega virkt. Það var farið með bílalestir um landið með fána og það var mikið tekið eftir þessu. Við tókum þátt í borg- arstjórnarkosningum fyrst og höfðum þá sem aðalbaráttumál að fólk gæti lifað af laununum sínum. Síðan var það áhersla á íbúalýðræði sem hafði áhrif seinna. Flokkurinn er ennþá til og ég tel það líklegt að hann bjóði fram fyrir næstu Alþingiskosningar. Pétur Guðjónsson Flokkur mannsins (1985-2006) Hugmyndin að Sólskinsflokknum er frá þeim Hákoni Gunnarssyni og Hauki Hannessyni í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Sagt er að þeir hafi verið að drekka Tropicana á Matgarði haustið 1978. Hákon sagði okkur nokkrum félögum úr Kópavogi frá hugmyndinni og þegar boðað var til kosninga 1979 æstum við okkur upp í þetta. Hákon og Haukur voru reyndar báðir erlendis, mig minnir að við höfum borið þetta undir Hákon og hann gefið grænt ljós – en mig grunar að Haukur hafi ekki verið eins hrifinn af framtakinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig við klúðruðum þessu! Starfið var svo sem ekki mikið, við mættum í upptöku hjá Sjónvarpinu, gekk svo sem allt í lagi í fyrstu atrennu – en bitum í okkur að gera betur og ákváðum að fá að endurtaka kynning- una. Í þetta sinn vöfðust okkur tungur um tennur, mundum ekki hvað við höfðum sagt í seinni upptökunni og hverju við höfðum komið að í þeirri fyrri og röfluðum eitthvað óljóst — komum sem sagt ekki vel fyrir. Ætli hápunktur starfseminnar hafi ekki verið að líkja eftir atriði úr sjón- varpsþætti um Nixon sem við vorum nýbúnir að sjá. Þar var lagt til að hann færi í göngutúr með hundinn niður á strönd til að mýkja almenningsálit- ið. Við reyndum að semja við köttinn minn um að vera með Stefáni Karli Guðjónssyni, sem var oddviti listans, í myndatöku niðri við Skítalækinn í Kópa- vogi. Við náðum myndinni á endanum en hún náði sem sagt jafn lítilli samúð með Stebba eins og Nixon hafði fengið úr sínum æfingum. Stefnumálin gengu út á að bæta hag þjóðarinnar með betra veðurfari, og við verðbólgunni, sem var þá í einhverjum tugum prósenta, lögðum við til að leyfa henni að fara alla leið í 100% og skera svo tvö núll af, eins og gert var með krónuna. Sólskinsflokkurinn var auðvitað stórmerkilegt framboð, sagan hefur sýnt að við höfðum lög að mæla – veður hefur farið hlýnandi á landinu og aldrei hefur efnahagur landsmanna blómstrað sem nú. Valgarður Guðjónsson Sólskins- flokkurinn (1979) Árið 1971 ákváðu nokkrir nemar í Háskóla Íslands að vekja athygli á því að ungt fólk hefði skoðanir á því sem var að gerast í samfélaginu, rétt eins og málsvarar hinna grónu stjórn- málaflokka sem þá höfðu einokað svið íslenskra stjórnmála um ára- tuga skeið. Nemarnir kölluðu sig O-flokkinn eða Framboðsflokkinn. Þessi félagsskapur gerði góðlát- legt grín að íslenskum stjórnmál- um en þó á þann hátt að þung und- iralda var í spauginu. Framlag þeirra til íslenskra stjórnmála er ekki að finna í sögubókum en áhrif framboðsins skyldi þó enginn van- meta. Þau sýndu fram á að hver sá sem hefur áhuga á málefnum dags- ins eða á sér hugsjón sem þarfnast farvegs getur látið til sín taka. Síðasta aldarfjórðunginn hefur fjöldi fólks stofnað stjórnmála- hreyfingar sem hafa á einn eða annan hátt vakið athygli. Sumar á hliðum þjóðfélagsins sem ekki hafði verið sinnt, en rík ástæða hefði verið til að fjalla um á öllum tímum. Aðrar höfðu aðeins það háleita markmið að láta okkur hlæja. En hvað er það sem hvetur fólk til að stofna pólitískar hreyf- ingar? Hver var aðdragandinn að stofnun þeirra og hverju vildu menn vekja athygli á eða breyta? Trúir fólk enn á málstaðinn þó hreyfingin sem honum tengdist sé ekki lengur til? Svavar Hávarðs- son leit til baka og spurði nokkra þeirra sem vörðu kröftum sínum í þágu þessara sérstöku flokka þessara spurninga. Fólkið sem á margan hátt hefur gert litróf íslenskra stjórnmála fjölbreytt- ara, vakið fólk til umhugsunar og breytt stjórnmálunum þó það sé ekki alltaf auðvelt að koma auga á það. 1979 1983 1987 1991 1995 1999 2003 Sólskinsflokkurinn 92 Hinn flokkurinn 158 Flokkur mannsins 2.434 Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1.893 Þjóðarflokkur 2.047 Grænt framboð 502 Heimastjórnarflokkur 975 Verkamannaflokkur 99 Öfgasinnaðir jafnaðarmenn 459 Þjóðarflokkur – Flokkur mannsins 2.871 Kristileg stjórnmálahreyfing 316 Náttúrulagaflokkur Íslands 957 Húmanistaflokkur 742 Anarkistar 204 Nýtt afl 1.791 Prósent af heild 0,2% 2,9% 4,3% 1,9% 0,8% 1,4% Þetta var annað tveggja framboða sem komu í kjölfar O-listans sem var fyrsta eiginlega grínframboðið. Þetta var nokkuð sundurleitur hópur; frá menntaskólum, ég var í myndlistarskól- anum og þetta var allt til gamans gert. Pælingin var þó að hrista aðeins upp í þessu staðlaða kerfi sem hafði verið við lýði. Verndari framboðsins var Jörmund- ur Ingi, fyrrverandi æðsti goði, sem var langelstur. Ég held meira að segja að það hafi verið fólk á listanum sem var ekki orðið löglegt, hafði ekki aldur. Prófkjör flokksins var vítaspyrnu- keppni. Það vildi svo til að ég hitti ekki markið í minni spyrnu en var samt í efsta sætinu. Þetta var til að minna á það að í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins var búið að ákveða hver yrði fyrstur á lista, óháð úrslitum prófkjörs- ins. Þetta var mjög gaman því Sjónvarpið þurfti að úthluta okkur tíma, sem þeir gerðu ekki fyrr en við fórum í hart. Þeir vildu meina að við værum ekki alvöru framboð. Í útsendingunni gáfum við Steingrími Hermannssyni 25 kerta ljósaperu í þeirri von að það myndi kvikna á henni og Sjálfstæðisflokkurinn notaði slagorðið „leiftursókn“, svo ég gaf Geir Hallgrímssyni hjálm með nefhlíf. Nefhlífina hafði ég jafn stóra hjálminum sjálfum. Stefnumál: Íslenska hestinn heim, gefa bændum rétt til þess að rækta gras, mótmæla útþenslustefnu Færeyinga. Helgi Friðjónsson Hinn flokkurinn (1979) Við vorum þarna hópur í háskólanum og tilheyrðum ´68-kynslóðinni sem var gagnrýnin á samtímann. Þetta var því framboð háskólanema og var ákveðið ádeiluframboð þar sem frambjóðendur tóku þátt í allri kosningabaráttunni og fór eftir öllum settum reglum en gerðu um leið grín að gömlu flokkunum. Við gerðum margt í sama stíl og gömlu flokkarnir, vorum til dæmis með gömul hjól í happdrættisvinning þegar þeir voru að selja happdrættismiða með glæsibifreiðar í vinning. Við hittumst á kaffihúsum og líka í Norræna húsinu. Þar var setið yfir því að semja stefnuskrá og semja ræður fyrir framboðsfundi. Eitt málið hjá okkur var að hafa hringveg í hverju kjördæmi af því að það minnti á listabókstafinn okkar O en þá voru hinir flokkarnir með á stefnuskrá sinni að ljúka við hringveg- inn. Ég var í þriðja sæti eða kvennasæt- inu af því að þá komust engar konur hærra á lista hjá gömlu flokkunum. Margir kynntust vel í þessu starfi og þetta var mjög gaman. Ég kynntist manninum mínum til dæmis. Gömlu flokkarnir voru alveg skjálfandi því þeir vissu ekkert hvað var þarna á ferðinni. Þetta var alltaf mjög alvöruþrungið hjá okkur þó við værum að gera grín. Þeir hringdu meira að segja og báðu okkur að koma í gömlu flokkana. Í sjónvarpinu voru allir svo hræddir um að við myndum syngja en í staðinn fórum við með þulu sem endaði svona: „Þó þjóðarskútan sé næstum sokkin, það bjargast er kýstu Framboðsflokk- inn.“ Ásta Ragnheiður Framboðs- flokkurinn (1971) Margur er knár þótt hann sé smár Frá árinu 1971 hafa með reglulegu millibili komið fram smáflokkar sem hafa gert íslensk stjórnmál litríkari. FRAMHALD VERÐUR Á MORGUN SUNNUDAG Maðurinn í öndvegi Hagvöxturinn þarf stærri skó 1986 1990 1994 1998 2002 Flokkur mannsins 1.036 594 Grænt framboð 565 Húmanistar 392 Launalisti 371 Húmanistaflokkur 126 Vinstri-hægri-snú 246 Höfuðborgarsamtökin 397 Prósent af heild 2,0% 2,1% 1,2% 1,1% BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR 1986–2002 ALÞINGISKOSNINGAR 1979–2003 Ekki kjósa okkur, kjósið hinn flokkinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.