Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 77

Fréttablaðið - 06.05.2006, Síða 77
hafði þó ekki erindi sem erfiði og það kemur því í hlut Tom Hanks að leysa Da Vinci gátuna án þess að leyniþjónustumaðurinn Jack Bauer komi þar nærri. Grazer og Howard eru ekki vanir því að taka að sér verkefni fyrir aðra en stóðust ekki mátið þegar handhafar kvikmyndarétt- arins leituðu til þeirra þannig að Grazer komst að lokum með putt- ana í bók Browns. Da Vinci Code kostaði 125 milljónir dollara í framleiðslu en mun væntanlega ná þeim kostnaði inn á örfáum sýningardögum. Howard lagði mikinn metnað í að koma sögunni sem best til skila á hvíta tjaldið og lagði upp með að áhorfendur ættu að geta horft á bókina í bíó. Saga Browns gerist í rauntíma á 20 klukkustundum og það segir sig því sjálft að mörgu þurfti að sleppa til þess að koma henni fyrir í tæplega þriggja tíma bíómynd. Howard fullyrðir þó að allt sem skipti máli fyrir heildina sé í myndinni og Brown er á sama máli. „Ég held að þessi mynd muni hrista verulega upp í áhorfendum og ég er þess fullviss að fólk muni ganga út úr kvikmyndahúsinu og finnast það hafa verið að horfa á skáldsöguna,“ sagði hann í yfir- lýsingu sem hann sendi Newsweek. Kvikmyndað í Louvre Lovre-safnið í París kemur mikið við sögu í Da Vinci lyklinum. Safn- ið hefur að geyma margar af helstu perlum listasögunnar og það var því síður en svo hlaupið að því að fá að kvikmynda þar. Howard gat þó ekki hugsað sér að nota tilbúna sviðsmynd þar sem slíkt myndi draga úr trúverðug- leika myndarinnar og linnti því ekki látum fyrr en hann fékk inni í Louvre. Jaques Chirac, forseti Frakk- lands, blandaði sér í málið og boð- aði Howard og Grazer á sinn fund. Hann bauð þeim félögum upp á kaffi og sagði þeim að hika ekki við að hafa samband við sig ef stjórnendur Louvre yrðu til vand- ræða. Þá notaði hann tækifærið til þess að reyna að fá þá til þess að ráða dóttur góðs vinar síns í hlut- verk Sophie og fór þess á leit að þeir greiddu franska leikaranum Jean Reno meira fyrir að leika kögreglufulltrúann Bezu Fache. Forsetanum varð þó ekki að óskum sínum. Audrey Tautou hreppti hlutverk Sophie og Reno var þegar búinn að skrifa undir og því ekki ástæða til að bera á hann meira fé. The Da Vinci Code verður frumsýnd með viðhöfn á kvik- myndahátíðinni í Cannes þann 19. maí og þann sama dag byrjar hún að rúlla í kvikmyndahúsum úti um allan heim og krónur, dollarar, evrur, jen og pund munu streyma í vasa aðstandendanna sem vita upp á sína tíu fingur að Tom Cruise, sjóræningjar og stökkbreyttar myndasöguhetjur mega sín ekki mikils gegn Tom Hanks í risa- mynd sem gerð er eftir skáldsögu sem hefur verið á milli tannanna á heimsbyggðinni um árabil. Bandaríski rithöfundurinn Dan Brown fæddist 22. júní í New Hampshire og ólst þar upp elstur þriggja systkina. Móðir hans var organisti en faðir hans stærðfræðikennari í virtum einka- skóla, sem Brown nam sjálfur við og fékk kristilegt uppeldi. Faðir hans mun líka hafa vakið áhuga sonar síns á dulmálslyklum og táknfræði sem setja sterkan svip á bækur Browns. Brown ætlaði að leggja tónlistina fyrir sig. Hann samdi á hljóðgervil og gaf út þrjá geisladiska á árunum 1990 1994 við lítinn orðstír. Sá þriðji heitir Angels and Demons og skartar sömu myndskreytingu á umslagi og kápa samnefndar bók hans, sem kom út á Íslandi í þýðingunni Englar og djöflar. Eiginkona Browns heitir Blythe Newlon og er tólf árum eldri en hann. Hún lagði mikið af mörkum til tónlist- arferils eiginmanns síns og ekki síður til ritstarfa hans. Í formála bókarinnar Blekkingarleikur þakkar Brown eigin- konu sinni til dæmis fyrir ötula rann- sóknarvinnu og mikilvægt framlag við gerð bókarinnar. Árið 1994 fór Brown að kenna ensku við gamla mennta- skólann sinn í New Hampshire og um svipað leyti byrjaði hann á sinni fyrstu bók, Digital Fortress. Hann sneri sér alfarið að skriftum árið 1996 og tveimur árum síðar kom Digital For- tress út. Hún vakti ekki mikla athygli frekar en næstu bækur hans, Englar og djöflar (2000) og Blekkingaleikur (2001), en í fyrri bókinni kemur tákn- fræðingurinn Robert Langdon fyrst til sögunnar. Brown sló hins vegar í gegn með Da Vinci lyklinum árið 2003. Hún fór í efsta sæti metsölulista New York Times viku eftir útgáfu og hefur síðan farið sigurför um heiminn. Í kjölfarið hafa fyrri bækur Browns tekið kipp í sölu. Hann vinnur nú að nýrri bók sem heitir Salómons lykillinn. Hún gerist í Wasington borg í Bandaríkj- unum og fjallar um leyndardóma Frí- múrarareglunnar. Útgáfudagur henn- ar hefur ekki verið ákveðinn. Ófarsæll tónlistarmaður sem sneri sér að skriftum DAN BROWN Faðir hans vakti áhuga hans á dulmálslyklum. NORDICPHOTOS/ GETTY IMAGES 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 LAUGARDAGUR 6. maí 2006 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.