Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 06.05.2006, Qupperneq 89
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 57 FÓTBOLTI Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið spenntir síðustu daga enda var framtíð Robbie Fowler í lausu lofti, en hann er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins enda einn mesti markahrókur í sögu Liverpool. Stuðningsmennirnir fögnuðu síðan ákaft í gær þegar Liverpool staðfesti að það ætlaði að fram- lengja samninginn við Fowler, sem oft er einfaldlega kallaður Guð á Anfield, um eitt ár en hann hefur leikið vel síðustu vikur og skorað nokkuð reglulega og sum mörkin hafa verið að skila stigum fyrir liðið. „Þetta eru frábærar fréttir. Robbie hefur staðið sig mjög vel og á skilið að fá nýjan samning,“ sagði Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, við breska fjöl- miðla í gær. „Hann hefur skorað mikilvæg mörk og lagt mjög hart að sér. Ég er mjög sáttur við að hafa hann í hópnum hjá mér næsta vetur. Hann er mikilvægur hlekk- ur í keðjunni.“ Fowler hefur spilað fimmtán leiki fyrir Liverpool í vetur, en hann kom frá Man. City skömmu eftir áramót, og hefur skorað fjögur mörk í þessum fimmtán leikjum. - hbg Stuðningsmenn Liverpool kættust mikið í gær: Robbie Fowler fær nýjan samning hjá Liverpool ROBBIE FOWLER Sáttur við að fá nýjan samning. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES BOX Einn besti og vinsælasti hnefa- leikamaður veraldar, Oscar de la Hoya, snýr aftur í hringinn í kvöld þegar hann mætir Ricardo Mayorga í bardaga sem vafalítið verður mjög tvísýnn og skemmti- legur. Gulldrengurinn, eins og De la Hoya er iðulega kallaður, hefur verið fjarverandi um nokkra hríð og óttuðust margir að hann myndi aldrei stíga aftur í hringinn. Bardaginn komst reyndar í uppnám í vikunni þegar Mayorga hótaði að sniðganga bardagann þar sem hann var ekki sáttur við launatékkann sinn en hann er ansi langt undir því sem de la Hoya fær. - hbg Hörkubardagi í kvöld: De la Hoya snýr aftur OSCAR DE LA HOYA Berst í beinni á Sýn upp úr miðnætti í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI KSÍ og VISA skrifuðu í gær undir fjögurra ára samning um að bikarkeppni sambandsins bæri nafn VISA. Að auki munu nú bikarkeppnir KSÍ í 2. og 3. flokki karla og kvenna heita VISA-bikar- inn. Þá verður verðlaunafé í VISA- bikar karla og kvenna jafnað til muna. Verðlaunafé í VISA-bikarnum samkvæmt samningnum er alls tæpar sex milljónir króna á ári hverju. Sigurvegararnir, í karla og kvennaflokki, fá milljón krónur í sinn hlut, liðin í öðru sæti fá 500 þúsund krónur, og fyrir að komast í undanúrslit fá lið 300 þúsund. Fyrstu leikir VISA-bikars karla í ár eru 11. maí, en VISA-bikar kvenna hefst 9. júní. - hþh VISA og KSÍ: Framlengja um fjögur ár MEISTARAR Valsmenn urðu VISA bikar- meistarar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FÓTBOLTI Kvennalið KR hefur feng- ið til liðs við sig þrjá erlenda leik- menn sem munu leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Emma Wright og Alicia Wilson hafa þegar fengið leikheimild og Ciara McGuinness bætist í hópinn innan skamms. Emma Wright er 25 ára Eng- lendingur og getur leikið á miðj- unni og í miðri vörninni. Alicia Maxine Wilson er 25 ára og er landsliðskona Jamaíku en hún hefur leikið fimmtán leiki fyrir hönd þjóðar sinnar. Hún er fjöl- hæfur leikmaður sem getur spilað hvar sem er á vellinum. Ciara McGuinness er 23 ára Íri sem hefur leikið á miðjunni og í sókninni. - hþh Kvennalið KR í knattspyrnu: Sankar að sér leikmönnum Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is skemmtir þér ;) MESTA ÚRVALIÐ ER Í SKÍFUNNI YFIR 20.000 TITLAR AF TÓNLIST, DVD OG TÖLVULEIKJUM Jack Johnson In Between Dreams Mark Knopfler & Emmylou Harris All The Road Running Pottþétt 40 Safnplata Eurovision Song Contest Athens 2006 Pearl Jam Pearl Jam Tool 10,000 days 1.799kr. Rihanna A Girl Like Me Snow Patrol Eyes Open Jet Black Joe Full Circle 2.199kr. 1.799kr. 1.799kr. 1.799kr. 1.799kr. 1.799kr. DVD CD 2.199kr. 2CD 2.199kr. 2CD HELGARTILBOÐ!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.