Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 2
2 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 SPURNING DAGSINS Guðmundur, kemur til greina að vinna við andlitsmálun? „Nei, ég stunda fótógrafí sem er að mála með ljósi.“ Vegna nýrra reglna um útgáfu vegabréfa eiga umsækjendur nú kost á að fá ókeypis passa- myndatöku. Guðmundur Kr. Jóhannesson ljósmyndari segist missa þrjátíu prósent af viðskiptum sínum vegna þessa. SLYS Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar bíll hans fór út af Elliða- vatnsvegi og valt skammt frá mótum Kaldárselsvegar á tólfta tímanum í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var fólksbíl ekið Elliðavatnsveg í átt að Hafnarfirði þegar ökumaður missti, að því er virðist, stjórn á bílnum og hann hafnaði utan vegar. Tveir karlmenn voru í bílnum og var annar þeirra úskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var flutt- ur á slysadeild Landspítalans og gekkst undir aðgerð í fyrrinótt. Hann er ekki talinn í lífshættu. Orsök slyssins er ókunn en lög- reglan rannsakar málið. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - sh Banaslys á Elliðavatnsvegi: Lést í bílslysi STJÓRNMÁL Miðstjórn Framsóknar- flokksins kemur saman til fundar í Súlnasal Hótel Sögu klukkan fjögur á morgun. Á fundinum verður ákveðið hvenær flokksþing verður haldið en á því mun Halldór Ásgrímsson láta af formennsku eftir tólf ára setu í embætti. Í yfirlýsingu sinni á Þingvöllum á mánudagskvöld sagðist Halldór ætla að leggja til við miðstjórn að flokksþing yrði kallað saman snemma í haust og nýta sjálfur tím- ann fram að því til að brýna flokks- menn til dáða. Háværar raddir eru uppi innan flokksins um að flýta flokksþing- inu og halda það jafn skjótt og auðið er. Horfa menn jafnt til júní- loka sem ágústbyrjunar en júlí þykir óheppilegur tími til þing- halds vegna almennra sumarleyfa. Tæknileg atriði á borð við húsnæð- ismál kunna að ráða einhverju um endanlega dagsetningu flokks- þingsins en 850 manns höfðu setu- rétt á síðasta þingi og viðbúið að bekkurinn verði þéttsetinn enda mun liggja fyrir fundinum að kjósa nýja forystu. Lög Framsóknarflokksins gera ekki ráð fyrir eiginlegum fram- boðsfresti til æðstu embætta enda allir flokksmenn í raun í kjöri. Ekki er heldur kveðið á um það í lögum með hve löngum fyrirvara boða þarf til flokksþings. Það strandar því ekki á slíkum atriðum þegar ákveðið er hvenær þingið skuli haldið. Samkvæmt venju mun formaður flytja ræðu á miðstjórnarfundinum á morgun og að henni lokinni fara að líkindum fram umræður um úrslit nýafstaðinna sveitarstjórnar- kosninga. bjorn@frettabladid.is Undirbúningur hafinn fyrir flokksþing þar sem ný forysta Framsóknarflokksins verður kjörin: Flokksþinginu verður líklega flýtt FLOKKSMENN ÁVARPAÐIR Miðstjórn Framsóknarflokksins kom síðast saman í mars. LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Hauki Frey Ágústssyni, en ekkert hefur til hans spurst síðan á fimmtudaginn 1. júní. Haukur Freyr er fæddur árið 1982, er um 180 sentimetr- ar á hæð og um hundrað kíló að þyngd. Hann er þrek- inn, hokinn, ljósskolhærð- ur og var með ljóst skegg umhverfis munn. Hann var klæddur í gallabuxur, hvíta skó, svargráa peysu og með svartan og gráan bakpoka síðast þegar vitað var. Ef einhver getur veitt upplýs- ingar um ferðir Hauks Freys eftir 1. júní er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. - sh Lögreglan í Reykjavík: Lýst eftir 24 ára karlmanni HAUKUR FREYR ÁGÚSTSSON EFNAHAGSMÁL Starfsgreinasam- bandið tekur vel í hugmyndir Sam- taka atvinnulífsins, SA, um taxta- og launahækkanir í sumar til að koma í veg fyrir uppsögn kjara- samninga um næstu áramót. Niðurstaða formannafundar Starfsgreinasambandsins í fyrra- dag var sú að vel kæmi til álita að skoða hugmyndirnar. Grunnhugmyndin hjá Samtök- um atvinnulífsins er sú að endur- skoðunin, sem á að fara fram í haust, fari fram nú. SA leggur til að laun hækki aukalega um tvö prósent og allir launataxtar hækki um tólf þúsund krónur. Formenn landssambanda vilja launahækkun upp á fimmtán þús- und krónur og að ríkisstjórnin komi samhliða að samningsborð- inu með efnahagsráðstafanir sem geti komið böndum á verðbólguna. „Við erum með sterkan og góðan vind í þessum seglum og höfum áhuga á að ræða þessar útfærslur en höfum líka sterka fyrirvara,“ segir Kristján. „Ef svo heldur sem horfir og ríkisstjórnin situr og skilar auðu verður þessi ávinning- ur fljótur að hverfa þannig að aðgerðir í efnahagsmál- um, sem gætu tryggt að verðbólgunni verði náð niður, eru nauðsynlegar samhliða þessu.“ Formenn landssambanda hafa væntingar um að ríkisstjórnin komi að skattkerfisbreytingum með lægra skattþrepi fyrir lág- launafólk, geri lagfæringar á vaxtabótakerfinu og breyti barnabótakerfinu. „Það þarf að stokka upp í samfélaginu, ná tökum á húsnæðismark- aðnum, taka á þenslunni og ná tökum á verð- bólgunni. Það kunna að vera sársaukafullar aðgerðir fyrir marga en er eigi að síður nauð- synlegt til að koma í veg fyrir að ávinningurinn hverfi strax.“ „Það er ljóst að þessi tilraun byggir á því að það takist víðtæk sátt, ekki bara milli okkar og SA heldur líka milli okkar, SA og stjórnvalda,“ segir Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Formenn landssambanda hafa fundað um tillögurnar upp á síð- kastið og hefur verið vel tekið í þær. Verið er að skoða mögulega kröfugerð á sameiginlegum vett- vangi ASÍ og á morgun skýrist hvort forsendur eru til að halda þessari vinnu áfram. Tilboðinu verður svarað um eða eftir helgi og er stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. ghs@frettabladid.is Með sterkan og góðan vind í seglum Víðtæka sátt þarf milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar til að sam- komulag náist um endurskoðun kjarasamninga í næstu viku. „Erum með sterk- an og góðan vind í seglunum,“ segir formaður Starfsgreinasambandsins. HALLDÓR GRÖNVOLD „Þessi tilraun byggir á því að það takist víðtæk sátt,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTJÁN GUNNARSSON „Aðgerðir í efnahagsmál- um, sem gætu tryggt að verðbólgunni verði náð niður, eru nauðsynlegar,“ segir Kristján Gunn- arsson, formaður Starfs- greinasambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. EFNAHAGSMÁL Saman- burður er á fjármálum ríkis og sveitarfélaga í nýjasta vefriti fjár- málaráðuneytisins og eru sveitarfélögin gagnrýnd fyrir fjár- festingar. Bent er á að heildarskuldir þeirra nemi um 150 milljörð- um króna í ár og sé það umfram árstekjur. Ríkið hafi hins vegar skilað afgangi. Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur ólíku saman að jafna og bendir á að sveitarfélögin ráði þróuninni ekki nema að takmörkuðu leyti. Ríkið hafi selt eignir í stórum stíl á undanförnum árum og fengið fyrir þær gríðarlega fjármuni. Það hvort tekjustofnar sveit- arfélaga séu í sam- ræmi við lögskyld og venjubundin verkefni þeirra sé sífellt álita- mál, sama eigi við um margs konar fjárhags- leg samskipti ríkis og sveitarfélaga þar sem halli á sveitarfélögin í ýmsum tilvikum. Eflaust séu sveitar- félög í sumum tilvik- um komin út á ystu nöf í skuldum. „Á þenslusvæðum hafa sveitar- félögin orðið að byggja upp þjón- ustumannvirki vegna fólksfjölg- unar. Á þeirri þróun hafa þau ekki vald nema að takmörkuðu leyti og því fylgir aukin skuldsetning,“ segir hann og telur að fjármála- samskipti ríkis og sveitarfélaga þurfi að vera agaðri og markviss- ari en áður. - ghs Fjármálaráðuneytið gagnrýnir sveitarfélögin: Ráða ekki þróuninni ÞÓRÐUR SKÚLASON RÚSSLAND, AP Rússneska þingið samþykkti í gær einróma ályktun þess efnis að gagnrýna úkra- ínsk stjórnvöld fyrir að stefna að inngöngu í Atlantshafs- bandalagið, NATO. Þing- menn segja að Rússar viður- kenni rétt hverr- ar þjóðar til að stjórna eigin utanríkisstefnu, en áform Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, séu skaðleg samskiptum ríkjanna. Júsjenkó komst til valda í „app- elsínugulu byltingunni“ í janúar 2005. Júsjenkó er mjög hliðhollur Vesturlöndum, en hann hefur gert NATO-aðild að forgangsmáli stjórnar sinnar. -sgj NATO-áætlanir Úkraínu: Rússar ósáttir VIKTOR JÚSJENKÓ SVÍÞJÓÐ, AP Sænskur karlmaður af sómölskum uppruna hefur verið ákærður fyrir að láta umskera dóttur sína í Mógadisjú í Sómalíu í fyrra en hún var þá þrettán ára. Umskurður á stúlkum var bannaður í Svíþjóð árið 1982 og er jafnframt bannað að fara með sænsk börn til annarra landa til að framkvæma limlestinguna. Saksóknari byggir mál sitt á læknisskoðun á stúlkunni og vitn- isburði hennar. Segir saksóknari föðurinn hafa haldið telpunni ásamt öðrum manni á meðan þriðji maðurinn framkvæmdi aðgerðina. Talið er að um þrjár milljónir kvenna og telpna séu umskornar á ári hverju. - smk Föður stefnt í Svíþjóð: Ákært vegna umskurðar PARÍS, AP Hækkun olíuverðs mun þýða enn frekari töf á því að flug- rekstur í heiminum komist á rétt- an kjöl, segir í nýrri spá Alþjóða- flugumferðarsambandsins. Sambandið hækkaði spá sína í 215 milljarða króna nettótap á árinu, þegar forstjórar flugfélag- anna báru saman bækur sínar á árlegum fundi í París. Haldi olíu- verð áfram að hækka lítur út fyrir að ekki takist að forða greininni frá tapi enn eitt árið í röð, en hún hefur ekki borið sitt barr frá hryðjuverkunum 11. september 2001. - sgj Hækkun olíuverðs: Flugfélög enn rekin með tapi Grunaðir hryðjuverkamenn Sex- tán ára piltur og 21 árs maður voru tekn- ir fastir í Bretlandi í gær og á þriðjudag vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Breska lögreglan varðist frétta af hand- tökunum og gaf ekkert út á fregnir þar í landi um að málin væru tengd hand- tökum á sautján mönnum í Kanada um síðustu helgi vegna gruns um skipulagn- ingu á stórfelldum hryðjuverkum. BRETLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.