Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 4
4 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ������� ��������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 7.6.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 73,26 73,6 Sterlingspund 136,4 137,06 Evra 93,76 94,28 Dönsk króna 12,567 12,641 Norsk króna 12,019 12,089 Sænsk króna 10,156 10,216 Japanskt jen 0,6467 0,6505 SDR 108,92 109,56 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,6654 DANMÖRK Tveir tvítugir menn voru handteknir í gær fyrir morð á ungum Tyrkja í miðbæ Árósa að kvöldi þriðjudags. Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla brutust út hópslagsmál milli hóps Tyrkja og Palestínu- manna á pítsustað í borginni með þeim afleiðingum að maðurinn var stunginn banasári í hægri síðu. Félagar hans komu honum á sjúkrahús en lífgunartilraunir lækna báru ekki árangur. Þetta er annað morðið í Dan- mörku á jafnmörgum dögum. - ks Tvö morð á tveimur dögum: Annar myrtur í Danmörku BANDARÍKIN, AP Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaði í gær lagabreytingu sem bannað hefði giftingar sam- kynhneigðra. George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur verið mik- ill talsmaður lagabreytingar- innar, en ellefu atkvæði vantaði upp á þau sextíu sem þurfti til þingið allt myndi kjósa um málið. Flestir Bandaríkjamenn skil- greina hjónaband sem samband milli karls og konu, en jafnframt er meirihluti þeirra mótfallinn laga- breytingunni, samkvæmt skoðana- könnun sem ABC sjónvarpsstöðin lét gera í vikunni. - smk Bandaríkjaþing: Bannar ekki hjónabönd GEORGE W. BUSH VIÐSKIPTI Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósenta hlut í lett- neska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar króna á síðasta ári. Kristins Vilbergssonar, for- stjóri Pennans, segir kaupverð trúnaðarmál. Þrír lykilstarfsmenn fyrirtækisins í Lettlandi keyptu hlut í AN Office ásamt Pennanum og starfa þeir áfram hjá fyrirtæk- inu. Rúmur þriðjungur af tekjum fyrirtækisins er frá netsölu og rekur fyrirtækið verslanir og öfl- ugar dreifingarmiðstöðvar í Eystrasaltslöndunum. - jab Festu kaup á Aigas Nams: Penninn kaup- ir í Lettlandi ÚR VERSLUN PENNANS Eigendur Pennans hafa keypt 73 prósenta hlut í þriðja stærsta rekstrarvörurfyrirtæki Lettlands. VIÐSKIPTI Börsen greinir frá því að yfirtaka Sterling á Maersk Air á síðasta ári hafi kostað skildinginn. Telur blaðið að tap Sterling, dóttur- félags FL Group, hafi numið 3,7 milljörðum króna á síðasta ári en 1,8 milljörðum á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Forsvarsmenn FL Group hafa bent á að hluti þessa taps skýrist af samrunanum. Jafnframt kemur fram að FL Group hafi lagt 3,7 milljarða inn í rekstur Sterlings til að gera félag- ið söluvænna. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Sterlings og aðaleigandinn í FlyMe, vill ekki tjá sig við Börsen um hvort FlyMe hyggist yfirtaka Sterling en Björn Olegård, stjórnarformaður FlyMe, staðfesti við Fréttablaðið á dögunum að félögin ættu í við- ræðum. - eþa Mikið tap hjá Sterling: Samruni kost- aði skildinginn DÓMSMÁL Íslenska ríkið braut ekki á Nígeríumanni þegar það neitaði honum um landvistarleyfi sem flóttamanni, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn fær ekki að koma til landsins eða inn á Schengen- svæðið næstu þrjú árin. Dómurinn telur að mat á aðstæðum mannsins í heima- landinu hafi verið faglegt og hlut- laust. Hann þurfi ekki að óttast að verða ofsóttur í heimalandinu eins og hann sagði. Íslenska ríkið greiðir rúmar 850 þúsund krónur vegna málsins, þar af 800 þúsund til verjandans, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. - gag Fær ekki stöðu flóttamanns: Sendur heim til Nígeríu STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson vildi ekki tjá sig um það í gær hvern hann vildi sjá sem eftir- mann sinn í formannssæti Fram- sóknarflokksins eftir að hann lætur af embætti. Finnur Ingólfs- son ákvað fyrr í vikunni að snúa ekki aftur inn á svið stjórnmálanna þrátt fyrir að hafa verið orðaður við formannsstólinn, en Halldór sagðist í ávarpi sínu á Þingvöllum vonast til þess að Finnur myndi snúa til baka til starfa fyrir Fram- sóknarflokkinn. Guðni Ágústsson, varaformað- ur Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu á mánudags- kvöld, eftir að Halldór hafði sagt af sér, um að forsendur fyrir sam- komulagi þeirra væru brostnar. Samkomulagið gerði ráð fyrir því að Halldór og Guðni segðu báðir af sér. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það sem Guðni Ágústsson hefur sagt. Ég held að það hafi verið sagt heldur of mikið, og ég ætla mér ekki að vera að segja meira fyrr en það er búið að koma saman nýrri skipan í ríkisstjórn,“ sagði Halldór að loknum fundi með Kazimierz Marcinkiewicz, forsætisráðherra Póllands, seinnipartinn í gær. Ekki náðist í Guðna Ágústsson í gær. Halldór sagði breytingar fyrir- sjáanlegar á ríkisstjórninni en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það hvernig þeim yrði háttað. Siv Friðleifsdóttir, ritari Fram- sóknarflokksins og heilbrigðis- ráðherra, vildi ekki tjá sig um málefni Framsóknarflokksins í gær, þegar Fréttablaðið leitaði eftir því. Siv hefur verið orðuð við frekara forystuhlutverk innan Framsóknarflokksins eftir að Halldór lætur af embætti. Hún vildi hvorki játa því né neita að hún ætlaði sér að bjóða sig fram sem formann á flokksþingi Fram- sóknarflokksins, þar sem ný for- ystusveit flokksins tekur við stjórnartaumunum. Halldór og Marcinkiewicz ræddu um EES-samninginn og þátttöku pólskra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði. Lýstu þeir báðir ánægju með að 1. maí síðastliðinn felldi Ísland niður hömlur á frjálsa för fólks frá Pól- landi, þannig að Pólverjar geta nú komið og leitað sér að vinnu hér- lendis á sömu forsendum og aðrir borgarar Evrópska efnahags- svæðisins. magnush@frettabladid.is Segir Guðna hafa sagt heldur of mikið Halldór Ásgrímsson, fráfarandi forsætisráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, vildi ekki tjá sig um orð Guðna Ágústssonar í gær. Það hefur heldur of mikið verið sagt, sagði Halldór eftir fund með forsætisráðherra Póllands. HALLDÓR SVARAR SPURNINGUM Fréttamenn spurðu Halldór Ásgrímsson út í málefni Framsóknarflokksins eftir að fundi hans með forsætisráðherra Póllands lauk. Halldór tjáði sig ekki um hver ætti að taka við af honum sem formaður Framsóknarflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÍSLAND-PÓLLAND Pólski forsætisráð- herrann Kazimierz Marcinkiewicz átti viðræður við Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra í Ráðherra- bústaðnum í Reykjavík í gær. Á blaðamannafundi í Tjarnargötunni lýstu þeir báðir ánægju með góð tengsl þjóðanna tveggja, einkum og sér í lagi að síðan 1. maí síðastliðinn gætu Pólverjar komið og leitað sér að vinnu á Íslandi samkvæmt sömu skilmálum og aðrir íbúar Evrópska efnahagssvæðisins. Halldór sagði um eitt prósent íbúa Íslands vera Pólverja sem valið hefðu að setjast hér að og þeir hefðu getið sér góðan orðstír á íslenskum vinnumarkaði. Marcink- iewicz fagnaði því að Ísland skyldi hafa ákveðið að fella niður hömlur á frjálsa för fólks frá Póllandi, en hann tók fram við þá pólsku blaða- menn sem viðstaddir voru að þar með væri hann ekki að hvetja Pól- verja til að yfirgefa Pólland. Ríkis- stjórn sín ynni að því að skapa ný störf handa öllum vinnufúsum höndum heima fyrir. Atvinnuleysi í Póllandi er um sautján prósent. Aðalerindi Marcinkiewicz til Íslands er að sækja leiðtogafund Eystrasaltsráðsins. - aa Forsætisráðherrafundur Íslands og Póllands: Ánægja með frjálsa för fólks MARCINKIEWICZ OG HALLDÓR Vel fór á með forsætisráðherrunum í Tjarnargötunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.