Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 10
10 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR SVEITTUR GLÍMUKAPPI Súmóglímukappi frá Japan smyr á sig sólarvörn á ströndinni við Tel Avív. Japanskt glímulið undir forystu meistarans Kotonokawa er í vikuheimsókn í Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nýr talsmaður gyðinga Charlotte Knobloch var í gær einróma kjörin forseti Miðráðs gyðinga í Þýskalandi, hagsmunasamtaka þeirra 100.000 gyð- inga sem búsettir eru þar í landi. Hún er fyrsta konan sem gegnir embættinu, en fyrirrennari hennar, Paul Spiegel, lést í lok apríl. ÞÝSKALAND Vífilfell gengur í ábyrgð Vífilfell, umboðsaðili Coca Cola, segist ábyrgjast að allir þátttakendur í sumarleik Coca Cola geti fengið rafmagnshlaupahjól sem eru nú uppseld. Í tilkynningu segir að eftirspurn hafi verið langt umfram væntingar og því séu þau ekki fáanleg eins og er en nýrrar sendingar sé að vænta eftir rúma viku. Fyrirtækið biður foreldra og börn að sýna þolinmæði. NEYTENDUR SAMGÖNGUR Sólarhringsseinkun varð á flugi Icelandair frá Balti- more til Keflavíkur sem átti að vera um áttaleytið að kvöldi þriðjudags. Hætt var við flugtak þegar bilun í eftirlitskerfi flugvélarinn- ar kom í ljós. Eftir að flugvélin hafði verið skoðuð var ljóst að skipti þurfti um varahluti í vél- inni og því var bið eftir þeim óhjá- kvæmileg. „Farþegum var útveguð hótel- gisting á meðan viðgerð stóð yfir,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, en um 180 farþegar áttu pantað flug með vélinni. - mh Farþegar biðu lengi: Bilun í flugvél olli seinkun Bílvelta Ökumaður velti bíl sínum á Garðvegi við Leiru í gærnótt. Ökumann- inn sakaði ekki, en hann liggur undir grun um að hafa ekið ölvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR OLÍUSAMRÁÐ Neytendasamtökin hafa sent þeim sem leituðu til þeirra vegna verðsamráðs olíufé- laganna leiðbeiningar um hvernig þeir geti höfðað mál gegn félögun- um. Samtökin hafa ekki fjárhags- legt bolmagn til að höfða mál fyrir alla þá ríflega hundrað sem höfðu sent þeim bensínnótur. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, gagn- rýnir að ekki sé hægt að hefja hóp- málsóknir eins og tíðkist á Norðurlöndunum og í fleiri lönd- um: „Við höfum hvatt Björn Bjarnason til að setja slík lög.“ Hann hafi ekki sýnt viðbrögð við beiðninni. Prófmálið sem samtökin höfð- uðu í fyrra verður ekki tekið fyrir fyrr en búið er að útkljá áfrýjun olíufélaganna á dómi Samkeppnis- eftirlitsins. - gag Neytendasamtökin vegna samráðs olíufélaganna: Eitt mál höfðað gegn olíufélögum BENSÍNNÓTURNAR HJÁ SAMTÖKUNUM Starfsmaður Neytendasamtakanna með nóturnar sem þau fengu send vegna olíu- verðsamráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. VARNARLIÐIÐ Þær eru af ýmsum toga, hugmyndirnar sem fram hafa komið meðal Suðurnesja- manna um hvernig nýta skuli það svæði og þau mannvirki sem Varn- arliðið hugsanlega skilur eftir þegar herinn hverfur endanlega á braut í lok september. Innan við fjórir mánuðir eru þangað til og ekkert er ljóst ennþá hvað verður. Bandaríski herinn hefur þó tekið nokkuð tillit til óska stjórnvalda erlendis í þeim löndum þar sem starfsemi þeirra hefur minnkað eða verið hætt. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir fjölda hug- mynda hafa komið fram síðustu vikur og mánuði en lítið annað verði aðhafst meðan ekki liggi ljóst fyrir hvað verði um svæðið eða hvaða hugmyndir herinn geri sér. „Við höfum látið gera úttekt og skráð allar eignir á svæðinu en allar ákvarðanir um hvað verður nýtt af eignum þeim er þar eru fara eftir þeim tillögum sem á endanum verða samþykktar en þar skiptir öllu máli hvaða verk- efni nýta á byggingarnar undir. Allar slíkar ákvarðanir hljóta að vera annað hvort viðskiptalegs eðlis eða í einhvers konar varnar- tilgangi. Ekki þýðir að henda fram hugmyndum sem ekki er neinn grundvöllur fyrir.“ Bæjaryfirvöld hafa gert þrí- hliða áætlun um næstu skref hvað snertir Varnarliðið og starfsmenn þess og segir Árni að unnið verði eftir þeirri áætlun í samvinnu við stjórnvöld. „Fyrsti hlutinn sneri að því að aðstoða það fólk sem missir vinnu sína með því að finna önnur störf. Annar liður sneri að svokallaðri nútímavæðingu varna landsins en ýmislegt getur fallið undir þann lið. Margt í innri vörn- um okkar þarf að bæta sem kallar á fleiri störf, eins og hluti sem snúa að alþjóðaflugvellinum og gæsluverkefni ýmiss konar. Þriðja liðinn kölluðum við tíma nýrra tækifæra og þar veltum við upp möguleikum á borð við íþróttahá- skóla og alþjóðlegt samstarf um slíkt verkefni. Önnur hugmyndin snýr að verslun og þjónustutæki- færum og hefur Las Vegas verið nefnt í því sambandi en þó af öðrum toga en sú starfsemi sem þar er. Á Keflavíkurflugvelli er margverðlaunað slökkvilið á heimsmælikvarða og ein hug- myndin er að koma upp slökkvi- liðsskóla. Aðstaða þarna er vel fallin til viðhalds og breytinga á flugvélum og ýmislegt annað hefur verið nefnt en þetta eru aðeins hugmyndir enn sem komið er og allt of snemmt að fullyrða nokkuð um hvað verður.“ Á varnarliðssvæðinu eru tæp- lega tvö þúsund íbúðir fyrir bæði fjölskyldur og einstaklinga, full- komin íþrótta- og afþreyingar- mannvirki, stórt flugskýli og þjón- ustuhús fyrir flug og viðhald. Árni segir tækifærin mýmörg en til þess þurfi hugmyndir sem byggð- ar séu á traustum viðskiptagrund- velli. albert@frettabladid.is Eign án hirðis Alþjóðlegur íþróttaháskóli, slökkviliðsskóli og ís- lenskt Las Vegas er meðal þess sem Suðurnesjamenn ræða varðandi framtíð eigna á Keflavíkurflugvelli. KEFLAVÍK OG VARNARSVÆÐIÐ Svæði Varnarliðsins er litlu minna en Keflavíkurbær og gríðarleg tækifæri bíða þar að mati bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Allar hugmyndir verða þó að vera raunhæfar og eiga sér viðskiptalegan grundvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA IÐNNÁM Með nýrri námskrá í bygg- ingargreinum hefur þróunin orðið sú að kennsla í pípulögnum fer að nær öllu leyti fram í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Borgarholtsskóli hefur kennt pípulagnir og útskrif- aði nú í vor yfir tuttugu nema en kennsla samkvæmt nýrri námskrá hefst ekki þar fyrr en eftir eitt til tvö ár. Námið er ekki lengur samn- ingsbundið heldur fer verkleg kennsla fram innan skólans. Jóhannes Einarsson, skólameist- ari Iðnskólans í Hafnarfirði, telur að um fjörutíu nemendur í heildina séu í pípulögnum þar. - gþg Pípulagninganám í Reykjavík: Enginn stundar nám ÍRAK, AP Ítölsk yfirvöld tilkynntu í gær að allir ítalskir hermenn yrðu farnir frá Írak fyrir lok ársins og er það í fyrsta sinn sem stjórnvöld þar í landi gefa upp nákvæma tímasetningu á brottförinni. Allir hermennirnir 2.700 verða smám saman kallaðir heim, að sögn Massimo D‘Alema utanríkis- ráðherra, sem segir stjórnvöld hafa skýrt umboð kjósenda til þessara aðgerða. Ítalir fylgja með þessu fordæmi Spánverja og Búlg- ara sem hafa nú þegar kallað her- sveitir sínar heim, og markar þetta enn eitt áfallið fyrir hið svo- nefnda „bandalag hinna viljugu þjóða“. Það bar annað helst til tíðinda í Íraksmálum í gær að fimmtán af fimmtíu manns sem rænt var af byssumönnum í lögreglubúningum í Bagdad á mánudag komu í leitirn- ar. Báru sumir merki þess að hafa verið pyntaðir. Ekkert liggur enn fyrir varðandi tildrög mannrán- anna en grunur leikur á að víga- menn hafi laumað sér í raðir lög- reglunnar til að fremja ódæðið. Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Írak, fyrirskipaði að sleppt skyldi rúmlega 500 föngum úr bandarískum og íröskum fangels- um, en þetta er fyrsta skrefið í endurskoðun á málum þúsunda fanga þar í landi. Al-Maliki hyggst þó ekki sleppa fyrrverandi banda- mönnum Saddams Hussein eða „þeim hryðjuverkamönnum sem hafa flekkað hendur sínar með blóði Íraka“. - sgj Romano Prodi stendur við kosningaloforðið: Ítalska herliðið fer frá Írak ROMANO PRODI OG MASSIMO D‘ALEMA Forsætis- og utanríkisráðherrar Ítalíu ræða saman á þinginu í Róm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.