Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 16
16 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �� � � �� �� � � �� � ��� ���� ��� ��� � ������ � �� ���� � � �� � � � ��� ���� � �� � � � � �� �� � � ���� �� � � � � �� �� � � � �� ������ � � � � � ���� ������������������ ������������������������������������������������� ����� � ��� �� � � � � � � � � �� � � � �� � ���� KONUNGLEG FLEYTA Í Taílandi fagna menn því þessa dagana að sextíu ár eru liðin frá því að konungur landsins tók við krúnunni. Á föstudaginn voru þessir ræðarar að æfa sig á konungsfleyinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Fasteignafélag í eigu Landsbanka Íslands, Landsafl, hefur gengið frá kaupum við Reykjavíkurborg á yfir níutíu pró- senta eignarhlut í húsi skiptistöðv- ar Strætó bs. við Lækjartorg. Borg- in heldur eftir tæplega tíu prósenta hlut. „Það hefur verið sameiginlegur vilji til að endurskipuleggja Lækj- artorg, rífa þetta hús og byggja í staðinn eitthvað sem falli betur að nýjum höfuðstððvum Landsbank- ans og uppbyggingunni í kringum tónlistar- og ráðstefnuhúsið,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs. Dagur vonast til að uppbygging þessa svæðis haldist í hendur við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins sem áformað er að verði opnað árið 2009. Ásgeir Friðgeirsson, fjölmiðla- ráðgjafi Landsbankans, segir markmið kaupanna að auðvelda tengingu Lækjartorgs við nýjan miðbæ sem byrjað er að vinna í tengslum við tónlistarhúsið. Spurð- ur hvað muni rísa á svæðinu við niðurrif hússins segir Ásgeir engar hugmyndir í endanlegri mynd komnar. „Það verður háð þeim til- lögum sem verða til um hvernig þetta svæði mun tengjast öðrum þeim húsakynnum sem verða byggð þar norður af.“ Margvísleg starfsemi er í húsinu og verður hún áfram næstu tvö árin að minnsta kosti að sögn Ásgeirs. - sdg Borgin hefur selt hús skiptistöðvar Strætó bs. við Lækjartorg til Landsafls: Skiptistöðin keypt til niðurrifs SVÍÞJÓÐ Bobby, drengurinn sem sænska þjóðin syrgir, var jarð- sunginn í gær. Móðir Bobbys fékk að vera viðstödd en stjúpfaðir hans ekki. Óttast var að nærvera móð- urinnar myndi vekja blendnar til- finningar meðal kirkjugesta. Móðir Bobbys og stjúpfaðir eru grunuð um að hafa myrt Bobby í vor. Móðirin kynntist stjúpföðurn- um í fyrra og fluttist hún til hans eftir þrjá mánuði án þess að vita að hann hefði setið í þrjú ár í fang- elsi fyrir ofbeldi gegn konum. Smám saman jókst ofbeldið gegn henni og einnig syninum. Ástandið á heimilinu náði hámarki í vor, að sögn vefútgáfu sænsku blaðanna. Talið er sannað að móðirin og stjúpfaðirinn hafi bundið Bobby, hent honum út í snjóinn og látið hann liggja þar lengi áður en þau hleyptu honum inn. Hann lést skömmu síðar. Þau sökktu líkinu í vatn og hringdu svo í lögregluna og sögðu Bobby hafa horfið við verslunarmiðstöð. Bobby átti við þroskavandamál að stríða. Hann átti erfitt með tal og einbeitingu og hafði tilhneig- ingu til mikillar angistar. Stjúp- faðirinn átti erfitt með að þola drenginn. Dómsmálið gegn móðurinni og stjúpföðurnum verður tekið fyrir á föstudag. Sænska þjóðin syrgir Bobby ákaft og hefur almenning- ur sent um þrjátíu þúsund rósir í jarðarförina. - ghs RAUÐAR RÓSIR Almenningur í Svíþjóð sendi rauðar rósir til að heiðra Bobby, tíu ára dreng sem talið er að hafi verið myrtur í vor af stjúpföður sínum og móður. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Drengurinn sem sænska þjóðin syrgir var jarðsunginn í gær: Tugþúsundir rauðra rósa SÓMALÍA, AP Bardagasveitir stríðs- herranna sem voru hraktir burt úr Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, af uppreisnarher íslamskra bók- stafstrúarmanna eru taldar undir- búa gagnárás á borgina með stuðn- ingi Bandaríkjastjórnar. Hernám herskáu múslimanna á borginni er horn í síðu vesturveld- anna, sem telja þá tengjast hryðju- verkahópum og stefna að myndun íslamskrar klerkastjórnar. Einnig hafa bandarískir embættismenn látið hafa eftir sér að hersveitirn- ar skjóti skjólshúsi yfir þrjá al- Kaída-leiðtoga sem tóku þátt í árásum á bandarísk sendiráð í Kenýa og Tansaníu árið 1998. - sgj Stríðsherrar í Mogadishu: Undirbúa árás á Mogadishu DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 13,81 gramm af kannabisefni. Lögregl- an hafði afskipti af manninum þar sem hann var staddur á pósthúsi verktakafyrirtækisins Bectel á Reyðarfirði í febrúar. Fíkniefnin hafði maðurinn pantað frá Reykja- vík og var hluti þeirra ætlaður til söludreifingar í hagnaðarskyni. Í ákæru er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsing- ar og að þau ávana- og fíkniefni sem lagt var hald á verði gerð upp- tæk. - hs Ákærður fyrir fíkniefnabrot: Fékk fíkniefni með pósti Vörubíll keyrði út af Vörubíll fullur af fiski fór út af vegi í Hestfirði við Ísa- fjarðardjúp í gærnótt. Engin slys urðu á fólki, en ekki er vitað hvernig atvikið átti sér stað. LÖGREGLUFRÉTTIR HÚS SKIPTISTÖÐVAR STRÆTÓ BS. VIÐ LÆKJARTORG Búið er að mála efri hæð hússins hvíta og er áformað að það verði orðið alhvítt fyrir 17. júní til að létta yfir ásýnd hússins og Lækjartorgsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.