Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 26

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 26
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna >KÍLÓVERÐ Á KJÚKLINGI Heimild: Hagstofu Íslands . • 8. júní / Gönguferð um hversdagslegar tilfinningar Sr.Auður Eir Vilhjálmsdóttir • 15. júní / Þingvellir í heimsmynd Einars Pálssonar Pétur Halldórsson myndlistarmaður • 22. júní / Kirkja og Þingvellir í 1000 ár. Hjalti Hugason prófessor • 29. júní / Einar Benediktsson og Þingvellir Guðjón Friðriksson rithöfundur • 6. júlí / Landslag og ljóð Sveinn Yngvi Egilsson dósent • 13. júlí / Stefna þjóðgarðsins á Þingvöllum Björn Bjarnason formaður Þingvallanefndar. • 20. júlí / Sögur og staðreyndir á Þingvöllum Sverrir Tómasson vísindamaður á Árnastofnun • 27. júlí / Karnival á Þingvöllum Helga Kress prófessor Fimmtudagskvöld á Þingvöllum HE IMSM INJAR - traustur bakhjarl fræðslu í þjóðgarðinum á Þingvöllum Sumar á Þingvöllum Fornleifaskóli barnanna við Öxará. Gönguferðir á laugardögum með landvörðum. Upplýsingar um dagskrá þjóðgarðsins má finna á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is og í síma þjónustumiðstöðvar 482-2660. Þátttaka í fræðsludagskrá þjóðgarðsins er öllum opin og án endurgjalds. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Leiðsögn á ensku um þingstaðinn alla virka daga. Margmiðlun í fræðslumiðstöð á fimm tungumálum. Helgihald í Þingvallakirkju. Gönguferðirnar hefjast allar við fræðslumiðstöðina við Hakið fyrir ofan Almannagjá kl. 20:00 „Verstu kaup eru bíllinn sem ég keypti í fyrra, svona lítill Benz en mánuði síðar þá bilaði hann og það er viðgerð upp á hátt í tvöhundruð þúsund til að laga það,“ segir knatt- spyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, en bíllinn var jólagjöf til konunnar. „Ég keypti notaðan bíl núna um seinustu jól og ætli það hafi ekki verið mánuði síðar sem það fór einhver aksturstölva í honum. Það er ekki búið að skipta um þessa tölvu; við höfum ekki komið okkur í það þannig að hann stendur hérna úti á plani.“ „Konan segir að bestu kaupin séu hundurinn, það er kannski ekki fjarri lagi, tíkin hefur verið okkur til þó nokkurrar ánægju,“ segir Marel en tíkin hefur verið í eigu fjölskyldunnar í rúmt ár og er af Boxer-tegund. Hún hefur ekki enn orðið hvolpafull en Marel segir að hundurinn sé fyrst og fremst til yndisauka. „Jú, jú, ég er alltaf í boltanum og það er búið að ganga þokkalega hjá mér svona til að byrja með,“ segir Marel en hann spilar með Breiðablik í Landsbankadeildinni. Liðinu hefur gengið ágætlega í byrjun sumars, er með sex stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar. NEYTANDINN: MAREL BALDVINSSON, KNATTSPYRNUMAÐUR Hundurinn hefur verið okkur til ánægju Djassballett, freestyle, streetdjass, söngleikjadans, locking, gömlu dansarnir, tangó, salsa, magadans, listdans, dansjóga, samkvæmisdansar. Möguleikarnir, í það minnsta á höfuð- borgarsvæðinu, eru fjölmargir standi hugur til að læra dans en sífellt fleiri nota dansinn sem hluta af almennri líkamsrækt. Ýmsir aðilar bjóða skemmri og lengri námskeið og fer námskeiðsgjald eðlilega eftir tímafjölda. Kostnaður við sumarnámskeið samkvæmt lauslegri úttekt Fréttablaðsins er frá fjórum þúsundum og allt upp í tuttugu þúsund. Samanburður er þó erfiður enda sum námskeið aðeins nokkrar vikur og önnur allt sumarið. Þannig kostar námskeið í freestyle-jass 3.900 á mann hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, svokallað danspúl hjá JSB fimmtán þúsund og almennt dansnámskeið í Sporthúsinu 7.700 krónur svo dæmi séu tekin. ■ Hvað kostar... að læra dans Undir fimm þúsund fyrir manninn Sumaráætlun farþegaskipsins Norrænu hefur tekið gildi en þá verður sú breyting á að ferjan kemur til Seyðisfjarð- ar snemma á fimmtudagsmorgnum og fer af stað aftur á hádegi sama dag. Frá Seyðisfirði fer ferjan til Færeyja og tekur siglingin þangað sautján klukkustundir. Háannatími er þó ekki fyrr en í lok júní og út júlí og hægt að ferðast með skipinu ódýrar fyrir vikið. Einn farþegi með bíl sem gistir í svefnpokaplássi til Færeyja og til baka greiðir 55 þúsund krónur fyrir í sumar. Nánari upplýsingar fást á www.smyril-line.is ■ Verslun og þjónusta Sumaráætlun Norrænu tekur gildi Í norrænni skýrslu um viðbótartryggingar er velt upp sjónarmiðum um hvort viðbótartryggingar veiti neytendum meiri vernd en sú sem lög um neytenda- kaup veitir varðandi galla og ábyrgð á vörum og hefð- bundnar innbústryggingar. „Viðbótartryggingar eru á gráu svæði og hæpið að það sé í hag neyt- enda að kaupa sér viðbótartrygg- ingu,“ segir Anna Birna Halldórs- dóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytenda- stofu, sem vitnar þar í niðurstöður nýrrar norrænnar skýrslu sem neytendasamtök og neytendastofn- anir á Norðurlöndunum unnu sam- eiginlega um viðbótartryggingar. Með viðbótartryggingum er átt við tryggingu sem tengist ákveðinni vöru sem neytandinn kaupir í smá- söluverslun ásamt tryggingunni. Að sögn Önnu Birnu tóku skýrsluhöfundar að sér að gera lög- fræðilega úttekt á þessum trygg- ingum. „Það er verið að vekja athygli á því að þessar viðbót- artryggingar verji ekki annað en það sem þegar er tryggt með lögum eða inn- bústryggingar ná yfir.“ Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, tekur undir með Önnu Birnu. „Fólk þarf að kanna hvað er innifalið í þeim tryggingum sem það þegar hefur áður en viðbótartrygging er keypt svo það sé ekki verið að kaupa tvær tryggingar sem dekka það sama.“ Jóhannes telur að fólk sé í flestum tilvikum að kasta pening- um út um gluggann með kaupum á viðbótartryggingu. Viðbótartryggingar eru seldar á smásölustigi ásamt þeirri vöru sem tryggingin tengist og greitt er fyrir hana samtímis því að greitt er fyrir aðalvöruna. Í skýrslunni kemur fram að smásöluverslunin þiggur umboðslaun frá tryggingarfélag- inu sem vafalaust verður til þess að örva smásöluverslunina í að selja viðbótartryggingar í tengsl- um við vörukaup. Einnig segir að gildissvið staðlaðrar viðbót- artryggingar víki sjaldnast veru- lega langt frá þeim göllum sem neytandinn getur kvartað yfir sam- kvæmt kvörtunarreglum kaupa- laga. Dæmigert sé að munurinn liggi í því að viðbótartryggingin geti haft lengri gildistíma en kvört- unarfresturinn vari. Í nokkrum til- fellum nái viðbótartryggingin þó til tjóna eða annarra tryggingatil- vika sem kvörtunarréturinn vegna galla nær ekki til. Í skýrslunni er að finna kort- lagningu markaðarins fyrir viðbót- artryggingar á Norðurlöndunum en á Íslandi er það eingöngu ELKO sem býður slíkar tryggingar. Að sögn starfsmanns ELKO er kostur viðbótartrygginga einkum sá að hann veitir lengri ábyrgðartíma heldur en felst í lögum um neyt- endavernd. sdg@frettabladid.is STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR Viðbótartryggingar eiga fyrst og fremst við hvers konar heimilistæki og flestar tegundir raftækja. Viðbótartrygging oftar en ekki óþörf Samþykkt var á Alþingi um síðustu helgi að löggilda tæki til að mæla mínútur og niðurhal síma- og fjar- skiptafyrir- tækja eftir að kvörtun hafði borist frá tals- manni neyt- enda. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, vildi lög- gilda þau tæki sem mæla síma- notkun einstaklinga til þess að eng- inn vafi lægi á því að upphæðin sem þeir greiða sé rétt. Hann segir að sér hafi borist margar fyrir- spurnir frá neytendum vegna hárra símreikninga en með þessari breyt- ingu „geta neytendur treyst því að þeir séu að borga fyrir það sem þeir eru sagðir vera að borga fyrir í niðurhali og mínútum. Miðað við hvað símareikningar og niðurhalsreikningar eru að verða stór þáttur í heimilisútgjöld- unum þá eru þetta miklir hagsmun- ir,“ segir Gísli. Hann segir að breyt- ingin sé einnig mikilvæg fyrir símafyrirtækin vegna þess að áður gátu þau ekki sannað að reikningar sem þau gáfu út væru réttir. Lögin sem um ræðir eru lög um mælingar, mæligrunna og vigtar- menn en Gísli segir að þrátt fyrir að löggilding tækjanna hafi verið skylda þá var ekki farið eftir því og þess vegna hafi hann viljað bæta lagarammann. -gþg Talsmaður neytenda beitir sér fyrir löggildingu mælitækja: Mikið öryggi fyrir neytendur GÍSLI TRYGGVASON HREINAN KÚST Á BÍLINN ■ Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, notar ekki hvað sem er til að þrífa nýja bílinn sinn. Einfalt er að geyma allt sem þarf til að þrífa bílinn í skottinu; úðabrúsa með tjöruhreinsi, stígvél og galla. Með þessum græjum er hægt að þrífa bílinn hvar sem er, hvenær sem er, jafnvel þegar maður er í sparifötunum. Á bens- ínstöðvum getur maður keypt sérstakan kúst, til að skrúfa framan á slöngurnar á bensínstöðvunum, því kústarnir sem eru þar fyrir eru oft óhreinir og geta rispað lakkið. GÓÐ HÚSRÁÐ UNGLINGAR VIÐ TÖLVUNA Niðurhald hefur aukist mikið undanfarin ár og getur kostnaðurinn verið talsverður 55 6 K R . 36 7 K R . 39 1 K R . 47 8 K R . 2000 2002 2004 2006

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.