Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 35

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 35
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Vel klædd í Regnbuxur margir litir 2.750 kr. Regnjakki margar litasamsetningar 3.250 kr. Stígvél ófóðruð 2.400 kr. fóðruð 2.900 kr pollana Ef marka má hitamælinn er vorið loksins komið til að vera hér í landi en svo lengi höfum við beðið eftir því að sumarvörurnar seljast ekki sem skyldi og bera kaupmenn sig illa. Reyndar má segja það sama um grænmetis- og ávaxtabændur því hver vill borða ferskt sumarsalat þegar hitinn rétt nær fjórtán gráðum en ætti að vera nær 20-25 gráð- um. Sumarfrí nálgast en það var fyrir 70 árum sem fyrstu lög um launað leyfi voru samþykkt og stóð fríið aðeins í eina viku. Þá voru það bara sundbolir fyrir ströndina því að bikiníið var fundið upp af Bandaríkjamönn- um við Kyrrahafsströndina tíu árum síðar og á bikiníið því 60 ára afmæli um þessar mundir. Í sumar eru í sundfatatísk- unni, líkt og í tískunni almennt, sterk áhrif frá sjöunda og átt- unda áratugnum og þó að bikiníið lifi góðu lífi þá er það endurkoma sundbolanna sem vekur athygli. En hér er ekki rætt um gamla sundbolinn sem hylur allt. Í ár eru þeir flegnir niður að nafla, opnir á hliðunum og með bakið bert, minna óneitanlega á sund- boli James Bond-stúlknanna eins og Ursulu Andress í frægri sjáv- armálssenu. Bolirnir eru gjarnan með hringjum og festum. Annað sem bikiní og sundbolir eiga sammerkt með fatnaði almennt þetta sumar er að víða má finna fjörlegt ofskynjunar- munstur í anda hippatímans. Hluti ágóðans af sundfatasölu H&M er sendur til þróunarland- anna og er notaður til þess að leita að hreinum vatnslindum handa þeim sem ekki hafa haft á slíku völ. Gott málefni og um leið spillir ekki fyrir að saman fer gott verð og topptískuhönnun enda sextíu hönnuðir sem vinna í ,,hvíta herberginu“ í aðalstöðv- um H&M í Stokkhólmi við að leggja tískulínur þessa tískurisa. Þeim sem vilja eitthvað fínna er ráðlagt að fá sér hvítan sundbol frá Chanel með perlufesti á hlið- unum þar sem holdið er bert og nælu úr kristöllum undir brjóst- unum. Hins vegar er verðið ekki það sama. Og af hverju ekki að fá sér sjóbrettajakka við sem finna má í sportlínu Chanel og er góð hlífðarflík í bátsferð eða til að hafa á sjóskíðum, aðeins 1380 evrur jakkinn (um 125 þúsund íslenskar). Ekki duga sundfötin ein fyrir fríið, eitthvað þarf til að fara í á ströndina eða til að skreppa út á kvöldin. Í fyrra voru það pilsung- arnir víðu sem allar konur voru í, einstaklega heppilegir fyrir frjálslega vaxnar. Nú er þessi klæðnaður algerlega úti í kuldan- um. En ekki er nú öll von úti því í sumar gildir að vera í blúndu- kjólum með enskum blúndum sem víkka út frá brjóstmáli og geta falið heilmikið ummál. Sum- arskórnir eru sömuleiðis þægi- legir, meira eða minna flatbotna eins og ballerínurskór eða hinir ómissandi þvengskór (tongs). bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Sundbolir enn og aftur og bikiníið 60 ára ���������� Mildir en áhrifaríkir andlitsdjúphreinsi- klútar sem fjarlægja andlitsfarða og eru góðir fyrir húðina. Náttúrulegir ávaxtakjarnar (AHA) djúp- hreinsa húðina, B5 próvítamín vernda hana og næra og Kamillukjarni róar húð- ina. Klútarnir innihalda enga olíu og stífla þar af leiðandi ekki svitaholurnar. Of- næmisprófaðir. Andlitshreinsiklútar sem innihalda sér- staka blöndu af andoxunarefnum til þess að hægja á öldrun húðarinnar: Coensím Q10, beta glucan, vínberjakjarna- olía, kjarni úr grænu te og E vítamín. Sæt möndluolía og B5 próvítamín gefa húð- inni raka og vernda hana. Klútarnir eru mildir en áhrifaríkir og henta sérstaklega til hreinsunar á augnfarða. Frískandi skrúbbandlitshreinsiklútar. Klútarnir fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa húðina án þess að þurrka hana. Kjarni úr greipávöxtum frískar upp á húðina og kjarni úr sítrónugrasi tónar og örvar húðina. Klútarnir inni- halda einnig B5 próvítamín og kamillu- kjarna sem gefa húðinni raka og róa hana. Húðsjúkdómafræðilega prófaðar. Age DefyingDeep CleansingGentle Exfoliating Herbal Cleansing Andlitshreinsiklútar sem innihalda blöndu af lækningajurtum og vítamín- um til þess að hreinsa, fjarlægja farða og vernda húðina. B5 próvítamín verndar og gefur húðinni raka, kamillukjarni róar hana. Húðin verð- ur fersk og heilbrigð útlits. Ofnæmispróf- aðir. Fást í öllum helstu apótekum landsins ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.