Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Vel klædd í Regnbuxur margir litir 2.750 kr. Regnjakki margar litasamsetningar 3.250 kr. Stígvél ófóðruð 2.400 kr. fóðruð 2.900 kr pollana Ef marka má hitamælinn er vorið loksins komið til að vera hér í landi en svo lengi höfum við beðið eftir því að sumarvörurnar seljast ekki sem skyldi og bera kaupmenn sig illa. Reyndar má segja það sama um grænmetis- og ávaxtabændur því hver vill borða ferskt sumarsalat þegar hitinn rétt nær fjórtán gráðum en ætti að vera nær 20-25 gráð- um. Sumarfrí nálgast en það var fyrir 70 árum sem fyrstu lög um launað leyfi voru samþykkt og stóð fríið aðeins í eina viku. Þá voru það bara sundbolir fyrir ströndina því að bikiníið var fundið upp af Bandaríkjamönn- um við Kyrrahafsströndina tíu árum síðar og á bikiníið því 60 ára afmæli um þessar mundir. Í sumar eru í sundfatatísk- unni, líkt og í tískunni almennt, sterk áhrif frá sjöunda og átt- unda áratugnum og þó að bikiníið lifi góðu lífi þá er það endurkoma sundbolanna sem vekur athygli. En hér er ekki rætt um gamla sundbolinn sem hylur allt. Í ár eru þeir flegnir niður að nafla, opnir á hliðunum og með bakið bert, minna óneitanlega á sund- boli James Bond-stúlknanna eins og Ursulu Andress í frægri sjáv- armálssenu. Bolirnir eru gjarnan með hringjum og festum. Annað sem bikiní og sundbolir eiga sammerkt með fatnaði almennt þetta sumar er að víða má finna fjörlegt ofskynjunar- munstur í anda hippatímans. Hluti ágóðans af sundfatasölu H&M er sendur til þróunarland- anna og er notaður til þess að leita að hreinum vatnslindum handa þeim sem ekki hafa haft á slíku völ. Gott málefni og um leið spillir ekki fyrir að saman fer gott verð og topptískuhönnun enda sextíu hönnuðir sem vinna í ,,hvíta herberginu“ í aðalstöðv- um H&M í Stokkhólmi við að leggja tískulínur þessa tískurisa. Þeim sem vilja eitthvað fínna er ráðlagt að fá sér hvítan sundbol frá Chanel með perlufesti á hlið- unum þar sem holdið er bert og nælu úr kristöllum undir brjóst- unum. Hins vegar er verðið ekki það sama. Og af hverju ekki að fá sér sjóbrettajakka við sem finna má í sportlínu Chanel og er góð hlífðarflík í bátsferð eða til að hafa á sjóskíðum, aðeins 1380 evrur jakkinn (um 125 þúsund íslenskar). Ekki duga sundfötin ein fyrir fríið, eitthvað þarf til að fara í á ströndina eða til að skreppa út á kvöldin. Í fyrra voru það pilsung- arnir víðu sem allar konur voru í, einstaklega heppilegir fyrir frjálslega vaxnar. Nú er þessi klæðnaður algerlega úti í kuldan- um. En ekki er nú öll von úti því í sumar gildir að vera í blúndu- kjólum með enskum blúndum sem víkka út frá brjóstmáli og geta falið heilmikið ummál. Sum- arskórnir eru sömuleiðis þægi- legir, meira eða minna flatbotna eins og ballerínurskór eða hinir ómissandi þvengskór (tongs). bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Sundbolir enn og aftur og bikiníið 60 ára ���������� Mildir en áhrifaríkir andlitsdjúphreinsi- klútar sem fjarlægja andlitsfarða og eru góðir fyrir húðina. Náttúrulegir ávaxtakjarnar (AHA) djúp- hreinsa húðina, B5 próvítamín vernda hana og næra og Kamillukjarni róar húð- ina. Klútarnir innihalda enga olíu og stífla þar af leiðandi ekki svitaholurnar. Of- næmisprófaðir. Andlitshreinsiklútar sem innihalda sér- staka blöndu af andoxunarefnum til þess að hægja á öldrun húðarinnar: Coensím Q10, beta glucan, vínberjakjarna- olía, kjarni úr grænu te og E vítamín. Sæt möndluolía og B5 próvítamín gefa húð- inni raka og vernda hana. Klútarnir eru mildir en áhrifaríkir og henta sérstaklega til hreinsunar á augnfarða. Frískandi skrúbbandlitshreinsiklútar. Klútarnir fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa húðina án þess að þurrka hana. Kjarni úr greipávöxtum frískar upp á húðina og kjarni úr sítrónugrasi tónar og örvar húðina. Klútarnir inni- halda einnig B5 próvítamín og kamillu- kjarna sem gefa húðinni raka og róa hana. Húðsjúkdómafræðilega prófaðar. Age DefyingDeep CleansingGentle Exfoliating Herbal Cleansing Andlitshreinsiklútar sem innihalda blöndu af lækningajurtum og vítamín- um til þess að hreinsa, fjarlægja farða og vernda húðina. B5 próvítamín verndar og gefur húðinni raka, kamillukjarni róar hana. Húðin verð- ur fersk og heilbrigð útlits. Ofnæmispróf- aðir. Fást í öllum helstu apótekum landsins ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.