Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 38

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 38
[ ] Verslunin hættir 10-40 % afsláttur af öllum vörum í búðinni Búðin lokar þann 23.júni Opið frá 11-18 virka daga • Hlíðarsmára 11, Kópavogi s: 5651504 www.svefn.is Áður en þú leggur í framkvæmdir sem þú veist ekkert um heima fyrir, skaltu athuga hvað fagmenn kosta. Það gæti margborgað sig, sparað tíma og peninga. Hinn 11. júní næstkomandi verður dagurinn helgaður íslenskum heimilisiðnaði í Minjasafni Reykjavíkur-Árbæj- arsafni. Fyrir þremur árum leitaði Heimil- isiðnaðarfélag Íslands eftir samstarfi við Árbæjar- safn í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Ákveðið var að efna til hátíðar sem tileinkuð væru íslensku handbragði og tókst svo vel til að upp frá því hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur árlega. Í ár fer dagurinn þannig fram að Heimilisiðnaðarfélagið heldur sýningu á verkefnum nemenda Handiðnaðarskólans sem unnin voru í vetur. „Sýningin fer að mestu fram í Kornhlöðunni og Lækjargötuhúsinu, en félags- menn verða á vappi um allt svæð- ið í þjóðbúningum,“ segir Ásdís Birgisdóttir ráðskona Heimilis- iðnaðarfélags Íslands. „Meðal þess handbragðs sem sýnt verður er útsaumur, spjaldvefnaður, jurtalitun, tóvinna, þæfing, knipl, orkering, hekl og prjón, víravirk- isvinna, leðurvinna og margt fleira.“ Dagskráin hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. Gestir eru hvattir til að mæta í þjóðbúningum og taka þátt í skemmtuninni. -tg Handiðn á Árbæjarsafni Gestir eru hvattir til að mæta í þjóðbúningum. Ásdís ásamt dóttur sinni Freyju. Gamalt íslenskt handbragð verður í hávegum haft. Y-D Design á Tangarhöfða sel- ur barnastóla sem eru góðir fyrir líkamsstöðu barnsins. Bumbo-barnastóllinn er margverðlaunaður stóll og var meðal annars kosinn besta barna- varan í Bretlandi árið 2003. Stóllinn er sérstaklega hannaður þannig að hann styður við hrygg ungra barna svo þau geta sjálf setið upprétt. Þannig er stólinn einnig kærkomin hjálp fyrir foreldra í sem aldrei virðast hafa nógu margar hendur til þess að sinna öllu því sem sem sinna þarf. Stóllinn er ætlaður börnum frá þriggja til fjögurra mánaða aldri eða um leið og þau geta haldið höfði. Stólinn má nota allt að þriggja ára aldri eða svo lengi sem hann passar. Bumbo-stóllinn er rúmt kíló að þyngd og eftir eins árs aldur geta börnin ferðast með stólinn sjálf. Bumbo- stóllinn er mjúkur við- komu og gefur því vel eftir þunga barnsins. Auð- velt er að flytja stólinn milli staða og gott er að taka hann með á baðströndina eða út í garð. Y-D Design hefur einnig til sölu SLEX- barnastólinn. SLEX- stóllinn er litríkur og fallegur og vex með barninu eftir því sem það stækkar. Með einu handtaki má hækka eða lækka setuna og stólnum fylgir grind fyrir yngstu börnin ásamt litlu stólbaki. Stólar fyrir litla kroppa SLEX-stólinn vex með barninu um leið og það stækkar. Bumbo-stólinn er skemmtileg- ur í hönnun og hjálpar litlum krílum að sitja upprétt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.