Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 39

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 39
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 Á baðherberginu leynast ýmsar hættur fyrir litlar manneskjur Þar sem börn eru á heimilum er mikilvægt að gæta þess að umhverfið sé sem öruggast. Á baðinu leynast ýmsar hættur sem auðvelt er að fyrirbyggja. Gott er að nota hálkumottur í baðkers- og sturtubotna því þeir verða hálir þegar þeir blotna. Til að forðast bruna ætti vatn úr krönum ekki að verða heitara en sem nemur fjörutíu gráðum. Hægt er að fá innbyggð- an hitastilli með blöndunartækjunum og slíkur bún- aður ætti undantekningarlaust að vera til staðar á heimilum þar sem börn búa. Þá þarf varla að taka það fram að börn ætti aldrei að skilja eftir án eftirlits þegar þau eru í baði. Klósettið getur verið spennandi fyrir lílil börn. Hægt er að fá sérstakar öryggislæsingar á klósett- seturnar og klósettburstann ætti að geyma þar sem barnið nær ekki til. Gott er hafa skemil á baðherberginu. Ef barnið þarf að teygja sig eftir þeim hlutum sem það þarf að nota er hætt við að það detti eða fari að príla sem getur verið hættulegt. Öryggi á baðherberginu Það er auðvelt að gera baðherbergið að öruggum stað. Ekki láta rigninguna draga úr sumarstemningunni. Lífgaðu upp á lífið með líflegum áhöld- um. Það er gott að taka sólina inn til sín þegar það er rigning og grátt úti. Það er því upplagt að bjóða vinum og vandamönnum í sumar- kaffi til þess að gleyma því ekki að það er júnímánuður. Bakið köku og skreytið með jarð- arberjum. Leggið á borð þannig að það fari ekki framhjá neinum að það sé komið sumar. Bollar í sterkum litum og skræpóttir diskar lífga upp á borð- ið og það sakar ekki að hafa sum- arblóm í vasa á miðju borðinu. Fíflar og sóleyjar færa okkur græn tún og gera borðhaldið að ekta íslensku sumarkaffiboði. Njótið eftirmiðdagsins í góðra vina hópi og minnið ykkur á það að það er jú komið sumar - þrátt fyrir allt. Sumarlegt kaffiboð Litríkir bollar eru sum- arlegir Teppahreinsun stigahúsa Djúphreinsum teppi á stigahúsum stigaganga. Þetta er hin eina sanna djúphreinsun. Sogkraftur vélarinnar okkar er 5 faldur á við venjulegar vélar. Þurrktíminn er aðeins 1-3 tímar SKÚFUR TEPPAHREINSUN Kleppsvegi 150. • 104 Rvk Sími 568-8813 • GSM 663-0553 www.teppahreinsun.com �������������� ������� ���������� ���� ���� ������� ������ �������� ����� �������� ���������� ��� �� �������������� ��������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.