Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 46

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 46
2 ■■■■ { Stangaveiði } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Stangveiðifélag Reykjavíkur var stofnað árið 1939 og er því elsti og jafnframt stærsti stangveiðklúbbur Íslands, en í honum eru hátt í 3.000 félagsmenn. Haraldur Eiríksson, markaðs- og söluráðgjafi hjá félag- inu, segir starfsemi þess margþætta og nefnir sem dæmi að félagið veiti aðgang að fyrsta flokk laxveiðiám. Haraldur segir Norðurá í Borg- arfirði vera skrautfjöður félagsins, enda hefur hún oft verið nefnd fegurst íslenskra laxveiðiáa. „Við höfum haft hana á leigu undanfar- in sextíu ár,“ segir hann. „Síðustu ár hefur hún verið með aflameiri ám landsins, en besti veiðitíminn er í júlí. Veitt er alveg frá Munaðar- nesi upp að Holtavörðuheiði. Þarna hefur átt sér stað gífurleg uppbygg- ing fyrir veiðimenn, bæði af hálfu veiðifélagsins sjálfs og eins í sam- starfi við landeigendur.“ Haraldur segir veiðileyfi í Norð- urá í Borgarfirði geta kostað frá 16.000 kr. og upp úr. „Áin er yfirleitt seld í tveggja til þriggja daga holl- um, en veiðimenn gista í glæsilegu veiðihúsi staðsettu á Rjúpnahæð, sem rekið er af Guðmundi Viðars- syni matreiðslumeistara,“ útskýrir hann. Er þar boðið upp á ljúffeng- an mat á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Matur og gisting kosta samanlagt 7.400 kr., en það fer upp í 11.400 kr. þegar veiði stendur sem hæst,“ bætir hann við. Hítará er önnur á sem Harald- ur nefnir. „Þar er best að veiða í júlí og ágúst,“ segir hann. „Aðal- veiðisvæðið nær frá Kattarfossi og niður úr. Dagstöngin kostar 14.900 kr. þegar ódýrast er, en fer upp í 70.000 kr. í júlímánuði. Veiðihúsið stendur á árbakkanum, en þar er svipuð þjónusta og við Norðurá á sama verði. Við höfum hins vegar selt sérstaklega aðgengi að svæðinu fyrir ofan fossinn, þar sem glæsi- legt veiðihús fylgir fyrir fólk sem er á eigin vegum,“ útskýrir hann. „Svo erum við með Laxá í Kjós,“ segir Haraldur. „Þar er verið að reisa glæsilegt veiðihús, sem verð- ur vígt við opnun árinnar 15. júní. Það verður líklega rekið af Leifi Kolbeinssyni, sem kenndur er við La Primavera. Verð fyrir mat og gistingu verður 8.400 kr. á mann, en frá lokum júlí og í byrjun ágúst kostar það hins vegar 11.400 kr. Þarna er fullt af fallegum svæðum og góð veiði,“ bætir hann við. „Grímsá í Borgarfirði, er síðan eitt sérstakasta svæðið sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á,“ segir Haraldur. „Stangveiðifé- lagið hafði milligöngu um bygg- ingu veiðihúss þar árið 1972, sem er hið stærsta á landinu og aðstaða veiðimanna til fyrirmyndar. Mat- reiðslumeistarinn sem rekur húsið heitir Egill Kristjánsson og er matur og gisting í svipuðum verðflokki og á hinum stöðunum. Stangveiði í ánni á sér meira en aldarlanga sögu, en breskir aðalsmenn voru þeir fyrstu til að hefja þar veiði árið 1862. Hefur hún síðan notið mikilla vinsælda,“ segir hann að lokum. Fegurst íslenskra veiðiáa Haraldur Eiríksson hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um laxveiðiár í fremsta flokki. Veiðihúsið við Hítará á Mýrum var reist af Jóhannesi Jósefssyni sem kenndur er við Borg. Veiðihúsið nefndi hann Lund eftir æskuheimili sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN RAGNAR Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari hefur umsjón með veiðihúsunum við Norðurá í Borgarfirði og Hítará á Mýrum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN RAGNAR Veiðihús við Norðurá á Rjúpnahæð í Borgarfirði er einkar glæsilegt og staðsetning þess góð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN RAGNAR Aðstaða í veiðihúsinu við Norðurá er til fyrirmyndar og þar fá menn gott að borða kvölds og morgna. Hér sést setustofan sem er einstaklega hlýleg. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN RAGNAR Gunnar Helgason leikari hefur í mörg ár verið meðlimur í Stang- veiðifélagi Reykjavíkur, en síð- astliðin tvö ár hefur hann verið mjög öflugur innan félagsins, þar sem hann á meðal annars sæti í skemmtinefnd. Að eigin sögn vakn- aði veiðiáhugi Gunnars snemma, fyrir tilstilli föður hans, og áhuginn eykst með árunum „Ég er búinn að veiða alveg frá því ég man eftir mér, eða síðan pabbi kallaði í fyrsta sinn kastaðu,“ segir hann og hlær. „Svo varð pása á veiðinni þegar maður komst á menntaskólaaldurinn og var með einhverja töffarastæla. Ég fór að veiða aftur þegar ég varð forráða, eða þegar ég hætti að lifa á lána- sjóðnum, og áttaði mig á því að peningunum mátti verja í veiði.“ Gunnar segist aðallega veiða í Elliðaám og Varmá hérlendis, því þar sé bæði nóg af fiski og ódýrt að veiða. „Júlímánuður er líkleg- ast besti veiðitíminn í Elliðaánum,“ útskýrir hann. „Veiðitímabilið er hins vegar tvískipt í Varmá. Þar hef ég bæði fengið góða veiði í apríl og í lok ágúst, þannig að ég ráðgeri að veiðin sé þar góð yfir allt sumarið. Í Varmá hef ég aðallega veitt sjóbirt- ing, en ég reyni eftir fremsta megni að ná mér í lax í Elliðaánum.“ Gunnar hefur einnig farið út fyrir landsteinana til þess að seðja veiðiþorstann. „Ég veiddi nokkrum sinnum í ánni Kemijoki á meðan ég var búsettur í Finnlandi,“ segir hann. „Finnsku árnar jafnast að vísu ekki á við þær íslensku og krefjast allt öðruvísi veiðarfæra. Engu að síður tókst mér að veiða 95 cm langan lax fyrir ári síðan í Kemijoki, þannig að ég get vel við unað,“ segir hann að lokum. Veitt frá blautu barnsbeini Gunnar Helgason leikari segir frá ódrepandi veiðiáhuga, sem leiddi hann meðal annars að bökkum Kemijoki. Gunnar Helgason leikari er mikill áhugamaður um stangveiði og sinnir starfi innan Stang- veiðifélags Reykjavíkur af miklum krafti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVFR.IS er vinsælasti veiðivefur landsins. Nú get urðu á ein faldan og aðgengi legan hátt keypt frá bært úr val veiði leyfa úr hvaða nettengdu tölvu sem er og prent að þau út að lokn um viðskipt um. Á svfr.is finn nur þú: Úr val veiði leyfa í lax og sil ung - Upp lýsingar um öll helstu veiði svæði lands ins - Frétt ir og grein ar - Veiði staðalýsingar - Mynd ir - Upp lýsingar um fé lagsstarf SVFR - Veiði kort og margt fleira V e i ð i v e f u r i n n S V F R . I S Veiði vefurinn SVFR.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.