Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 47
3 Nú þegar veiðitímabilið er hafið, er um að gera skella vöðlum og veiði- færum upp í bíl og bruna af stað í veiði. En hvar er best að veiða? Jón Ingi Kristjánsson, sölumaður stang- veiðivara hjá Arkó Krókhálsi 5g, segir erfitt að velja á milli þeirra fjölmörgu veiðisvæða sem í boði eru, en tiltek- ur þó nokkur sem njóta vinsælda hjá veiðimönnum. Jón telur að á þessum árstíma séu Elliðavötn og vötnin í kring hentug til stangveiði. „Elliðavatn er best á vorin,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gróðurinn er ekki farinn að lifna almennilega við og vötnin gefa mest af sér á vorin áður en þau verða of heit. Einnig er gott að veiða í Þing- vallavatni um þetta leyti. Menn veiða bleikju og urriða í þessum vötnum. Urriði er þó í meira mæli í Elliðavatni, þar sem bleikjan hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár,“ segir hann. „Það má heldur ekki gleyma Veiði- vötnum á Landmannaafrétti, sem er eins og sannkölluð vin í eyðimörk- inni,“ bætir Jón við. „Maður keyrir eftir svörtum sandi og skyndilega opnast þar gróðurnýlenda úti í miðri auðninni. Í Veiðivötnum er nóg af stórum fiski, urriða og bleikju. Menn taka algjöru ástfóstri við þennan stað og því ekki að undra að þar skuli vera uppselt allt sumarið, eftir að veiði- tímabil hefst 16. júní,“ útskýrir hann. Af góðum veiðiám mælir Jón með Norðurá í Borgarfirði. „Áin er ein besta laxveiðiá landsins, en hún opnaði venju samkvæmt 1. júní,“ segir hann. „Þar veiða menn lax allan liðlangan daginn og gista í veiðihúsi, enda er skyldugisting við flestar stóru laxveiðiárnar á landinu,“ segir hann. „Víða um landið eru líka skemmtilegar silungsveiðiár, sem hinn venjulegi borgari hefur frek- ar efni á að veiða í,“ segir Jón. „Til dæmis Norðurá í Skagafirði, þar sem nóg er af veiði. Svo er Þorleifs- lækur í Hvergerði og Hraun í Ölfusi, en þar er best að veiða fyrst á vorin og síðast á haustin,“ segir hann að lokum. Vin í eyðimörkinni Jón Ingi Kristjánsson hjá Arkó veiðivörum mælir með nokkrum góðum veiðisvæðum. Jón segir erfitt að velja á milli þeirra fjölmörgu veiðisvæða sem stangveiðimönnum stend- ur til boða hérlendis. Hér sést hann með Þór Nielsen í Arkó veiðivörum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stangveiði nýtur sífellt meiri vin- sælda hjá landsmönnum og virðist áhugi kvenþjóðarinnar á þessari íþrótt hafa aukist verulega síðustu ár. Fyrir fimmtán árum stofnuðu sjö áhugakonur um stangveiði klúbbinn Óðflugur, sem samkvæmt einum stofnendanna, Önnu Björgu Sveinsdóttur, heldur úti öflugri starfsemi. Innt eftir því af hverju konurnar hafi ráðist út í að stofna sérstak- an kvennaklúbb, segir Anna eig- inmenn margra kvennanna mikla veiðimenn ásamt því sem nokkrir þeirra hafi atvinnu af veiði. „Okkur langaði bara sjálfar að reyna við þessa íþrótt, fyrst mennirnir voru að þessu,“ segir Anna. „Flestar kvenn- anna voru nýgræðingar í upphafi, en við höfðum tvær veitt eitthvað áður. Það er að segja ég sjálf og Vigdís Ólafsdóttir, sem er mágkona mín.“ Anna segir að hjá Óðflugunum sé sterk hefð fyrir því að fara í árlega veiðferð í Straumana. „Við Straum- ana er einn elsti veiðkofi landsins sem hægt er að gista í,“ útskýr- ir hún. „Við förum alltaf í byrjun júlí og erum í tvo daga í senn. Svo höfum við bæði farið í Fljótshlíð og Laxá í Kjós til að veiða,“ bætir hún við. Óðflugurnar eru svo sannarlega engir aukvisar í veiðimennsku. Fyrir utan að nokkrar þeirra hnýta eigin flugar, elda þær mat að veiði lokinni og grilla stundum meira að segja á bakkanum. „Við tökum þetta af alvöru, skiptumst til dæmis alltaf á að vera í hálftíma hver og Engir aukvisar í veiðimennsku Óðflugur er klúbbur sjö hressra stangveiðikvenna sem kalla ekki allt ömmu sína. Það er alltaf nóg að gera hjá Óðflugunum og á fimm ára afmælinu fóru þær til Skotlands að skoða á, þar sem kona fékk stærsta lax sem veiðst hefur á Bretlandseyjum. Hér sést Anna í Kjósinni þar sem hún býr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { Stangaveiði } ■■■■ C M Y CM MY CY CMY K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.