Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 50
Verslanir Veiðihornsins í Hafnar- stræti 5 og Síðumúla 8, þekkja flestir íslenskir stangveiðimenn, enda hafa þær í átta ár séð þeim fyrir helstu nauðsynjavöru tengdri veiðinni. Samkvæmt Ólafi Vigfússyni, öðrum eigendanna, er sífelld endurskoðun í gangi á vöruframboðinu og marg- ar spennandi nýjungar framundan. Ólafur telur fyrst upp vörur tengdar laxveiðitímabilinu, sem hófst fimmtudaginn 1. júní. „Við leggjum töluverða áherslu á laxa- flugur, sem við seljum í gríðarlegu úrvali,“ segir hann. „Það hefur varla sést betra úrval hérlendis. Þar á meðal erum við með nýjar flugur sem við höfum verið að prófa síð- astliðið ár með góðum árangri. Þær hafa sömuleiðis reynst vel bæði í Rússlandi og Skotlandi, þannig að ég mæli óhikað með þeim fyrir stangveiðina,“ bætir hann við. „Við erum einnig að kynna til sögunnar flugu sem heitir Black Boar, sem allir veiðimenn og -leið- sögumenn falla í stafi yfir að sjá þótt hér sé lítil reynsla komin á hana,“ segir hann. „Svo fæst Francis, vin- sælasta laxveiðiflugan hérlendis, nú í nýjum litum. Þetta eru helstu nýjungarnar í flugunum.“ Ólafur bætir við að í sumum til- vikum hafi alþjóðlegar flugur verið lagaðar að íslenskum aðstæðum og segir að þær laxaflugur sem best henta íslenskum aðstæðum séu yfirleitt minni, með lengri hala og úr öðru efni en þekkist annars staðar. „Stærð- a r m u n u r i n n stafar af því að straumþunginn hér er minni og vatnið tærara en erlendis þannig að auðelt er að fæla fiskinn frá, ef ekki er farið með gát,“ segir hann. Að sögn Ólafs er einnig gríð- arleg breyting á flugulínum. „Það eru að ryðja sér til rúms skotlínur, einstaklega auðveldar viðureignar bæði fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir,“ útskýrir hann. „Vanir flugukastarar lengja köstin sín verulega með þessum línum. Svo hefur notkun tvíhenda aukist verulega síðustu tvö ár, en fyrir þá sem ekki vita krefjast þess konar stangir þess að haldið sé utan um þær með báðum höndum þegar kastað er,“ bætir hann við. „Svo vil ég minnast á handsmíð- aða Hardy-veiðistöng sem var á síðasta ári sérstaklega hönnuð fyrir íslenska veiði,“ segir Ólafur. „Ákveðið var að hafa hana nógu hraða til að ráða við vindinn, sterkbyggða til að geta borið túpur og þyngri flugur, og loks í lengri kantin- um svo betur væri hægt að stýra flugu sem Íslendingar láta gjarna skauta á vatninu. Þessi stöng fékk frábærar viðtök- ur um jólin þegar hún kom fyrst fyrir sjónir landsmanna, en hún verður aðeins smíð- uð í 250 eintökum.“ 6 Hraðskreið, sterk og í lengra lagi Ólafur Vignisson hjá Veiðihorninu um „íslensku“ Hardy-veiðistöngina og aðrar nýjung- ar fyrir stangveiði. Ólafur er með gott úrval veiðistanga í Veiðihorninu, þar á meðal Hardy Iceland-flugustöng á 48.800 kr. Svo er fáanlegur skotheldur Scierra-tvíhendupakki, með stöng, hjóli, skotlínu og kennsludisk á 44.800 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Annað eins fluguúrval hefur varla sést hérlendis eins og í Veiðihorninu. Hér má sjá sólgula Francis túpu, Pot Belly Pig Purple og Orange, bláa Francis, Black Boar, bláa Francis túpu og Sunday Shadow (neðst). FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veiðikortið er nýr valkostur sem veitir fólki aðgang að veiði í 23 veiðivötn- um um allt land. Auk þess verður hægt að tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra. Með kortinu fylgir bæklingur þar sem vötnin eru ítarlega kynnt, ásamt þeim reglum sem gilda við hvert vatna- svæði. Einnig eru kort og myndir frá vatnasvæðunum. Veiðikortið er til sölu á bensínstöðvum ESSO , veiðifélögum, veiðiverslunum, Fosshótelum um land allt og víðar og kostar 5000 kr. Kortið veitir aðgang að veiði í Baulárvallavatni á Snæ- fellsnesi, Haukadalsvatni í Haukadal í landi Vatns, Hítarvatni á Mýrum., Hraunsfjarðarvatni á Snæfellsnesi, Kringluvatni í Þingeyjarsýslu, Langa- vatni í Borgarbyggð, Langavatni á Skaga, Ljósavatni í Suður-Þingeyj- arsýslu, Sandvatni í Þingeyjarsýslu í landi Hamars, Skorradalsvatni í Skorradal í landi Indriðastaða, Sléttuhlíðarvatni í Skagafirði í landi Hrauns, Syðradalsvatni við Bolunga- vík, Sænautavatni á Jökuldalsheiði, Torfdalsvatni á Skaga, Urriðavatni við Egilsstaði, Úlfljótsvatni í landi Efri-Brúar, Vatnsdalsvatni í Vatns- firði, Vífilsstaðavatni í Garðabæ, Víkurflóði við Kirkjubæjarklaustur, Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins, Þórisstaðavatni í Svínadal og Þveit í nágrenni Hafnar í Hornafirði fyrir landi Stórulágar. Veiðikort ■■■■ { Stangaveiði } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.