Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 73
FIMMTUDAGUR 8. júní 2006 41 *Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. í fullum Sony gæðum - og taktu leikina upp á HDD upptökutæki 50% afsláttur ef keypt með nýju Sony LCD sjónvörpunum KDL-32S2000K 32" Sony LCD sjónvarp Verð 19.992 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 239.900 krónur staðgreitt KDL-40S2000K 40" Sony LCD sjónvarp Verð 31.992 krónur vaxtalaust* í 12 mán. eða 379.900 krónur staðgreitt Svartími 8ms Tryggir skarpar hreyfingar án draugs 160GB 269 klst af fótbolta Pause live TV Pásaðu lifandi leik ef síminn hringir FireWire Ekkert mál að færa efni af tökuvél yfir á DVD Verð með HM tilboði 34.975 krónur Verð áður 69.950,- Skerpa 1300:1 Betri svartur, fallegri mynd Panill S-PVA Litirnir haldast þó að horft sé á tækið frá hlið Upplifðu HM RDR-HX710 Sony upptökutæki WHAT HI FI? PRODUCT OF THE Y EAR SOUND A ND VISIO N Jana María Guðmundsdóttir sópr- an og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda einsöngstón- leika í kvöld kl. 20 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Jönu Maríu frá Söngskólanum í Reykjavík, en þar er hún söngnemandi Dóru Reyndal. Á efnisskránni eru meðal ann- ars íslensk sönglög eftir Jórunni Viðar og Ragnar H. Ragnar, ljóða- söngvar eftir Schumann, Debussy, Chausson og Fauré ljóðaflokkur- inn I Hate Music eftir Leonard Bernstein og aríur úr óperum, m.a. aría Júlíu úr óperunni Romeo og Júlía eftir Gounod. Jana María slær einnig á léttari strengi og flytur, ásamt þeim Aðalheiði Þor- steinsdóttur píanóleikarara og Birgi Bragasyni kontrabassaleik- ara, „klassísk“ íslensk dægurlög og söngleikjalög. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. - khh JANA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR Heldur einsöngstónleika í kvöld. Hugljúft í Hafnarborg HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 5 6 7 8 9 10 11 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Alda Ingibergsdóttir sópran- söngkona heldur tónleika í Anima gallerí Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Á efnisskránni eru íslensk sönglög, aríur og vínartónlist. Undirleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir.  17.00 Sumartónleikaröð Smekk- leysu og Grapevine. Í Galleríi Humri eða frægð kemur Thugs on parole fram kl. 17 og hljómsveitin Fræ spilar á Café Amsterdam kl. 21, sérstakir gestir verða tónlistarmenn úr hljómsveitinni We painted the Walls.  20.00 Margaret Cheng Tuttle og Jón Sigurðsson leika fjórhent á píanó í Norræna húsinu.  20.00 Gradualekór Langholtskirkju heldur vortónleika í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru að vanda íslensk og erlend verk fyrir barnakóra. Þrír einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram. Stjórnandi er Jón Stefánsson.  20.00 Jana María Guðmundsdóttir sópran og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði.  20.30 Kórastefna við Mývatn, tón- leikar í Félagsheimilinu Skjólbrekka. Finnski kórinn Kampraatti Kuoro kemur fram, stjórnandi er Arto Risku.  22.00 Útgáfutónleikar á vegum Tilraunaeldhússins sem kynnir Fjölskyldualbúm sitt í Iðnó. Fram koma hljómsveitirnar amiina, Benni Hemm Hemm, Paul Lydon og Illi Vill.  Hljómsveitirnar Misery Loves Company og Mogadon ásamt Svavari Knút flytja dagskrána Drungablús og djöflakántrý í Gamla Bauk á Húsavík.  Trúbadorinn Helgi Valur leikur á skemmistaðnum Yello í Reykjanesbæ. ■ ■ LEIKLIST  12.00 Kómedíuleikhúsið á Ísafirði heldur leikhúsmaraþon og sýnir einleikinn um Gísla Súrsson á sögu- slóðum í félagsheimilinu í Haukadal í Dýrafirði. Einleikurinn verður sýnd- ur alls 19 sinnum. Leikari er Elfar Logi Hannesson og er hann einnig höfudur leiksins ásamt Jóni Stefáni Kristjánssyni sem leikstýrir. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Önnur Grænatrefils-ganga skógræktarfélaganna. Gengið verður um Mosfellsdal. Göngurnar eru hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og KB banka. ■ ■ DANSLIST  20.00 Dansleikhússamkeppnin 25 tímar verður haldin á vegum Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu.  20.00 Japanska nútímadansverkið Genji í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Verkið byggir á kafla úr Genji Monogatari, þekktri sígildri japanskri skáldsögu frá 11. öld. ■ ■ SÝNINGAR  17.00 Rakel Gunnarsdóttir og Hörn Harðardóttir opna á Gallerí Vesturvegg í menningarmiðstöðinni Skaftfelli. Leikgleðin tekur völdin og mega áhorfendur búast við skemmtilegri sýningu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Í dag verður sett óvenjulega list- rænt Íslandsmet. Vestfirska Kóm- edíuleikhúsið á Ísafirði hyggst sýna einleikinn um Gísla Súrsson sleitulaust í einn sólarhring en ekki er vitað til þess að hérlent hafi gert tilraun til viðlíka maraþons fyrr. Leikritið er um klukkustundar langt og fær leikar- inn og eldhuginn Elfar Logi Hann- esson korters pásu milli sýninga. Maraþonið fer fram á söguslóð- um fornkappans, nánar tiltekið í félagsheimilinu í Haukadal í Dýra- firði þar sem Gísla saga gerist að stærstum hluta. Þar verður opið hús meðan á maraþoninu stendur og fólk getur því fylgst með her- legheitunum. Tilgangur leikhúsmaraþonsins er að vekja athygli á einleikja- hátíðinni Act alone sem Kómedíu- leikhúsið stendur fyrir og verður haldin á Ísafirði dagana 29. júní ¿ 2. júlí og er viðburðurinn um leið fjáröflun fyrir hátíðina. Hafin er áheitasöfnun fyrir maraþonið þar sem hægt er að styrkja þetta ein- leikna uppátæki. Stofnaður hefur verið sérstakur söfnunarreikning- ur í Landsbankanum á Ísafirði númerið er 0156-26-68. Allur ágóði rennur í Act alone 2006. Leikhús- maraþonið hefst kl. 12.00 á hádegi fimmtudaginn 8. júní og lýkur á hádegi á föstudag 9. júní. Fólk getur því notað tækifærið og valið um dags-, kvölds-, miðnætur-, nætur- og morgunsýningu. Einleikurinn Gísli Súrsson var frumsýndur í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda víða um land. Leikari er Elfar Logi Hannesson og er hann einnig höfundur leiks- ins ásamt Jóni Stefáni Kristjáns- syni sem leikstýrir. - khh MARGLEIKIÐ MARAÞON Kappinn Gísli Súrs- son snýr ítrekað aftur í Haukadalinn. Ekki einleikið íslenskt maraþon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.