Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 82

Fréttablaðið - 08.06.2006, Side 82
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR50 Tónlistarmaðurinn Mike Pollock heldur tónleika á Café Rosenberg í kvöld klukkan 22.00. Tónleikarn- ir eru undir yfirskriftinni Universal Roots Music. Mike, sem verður einn með kassagítarinn, mun spila tónlist úr ýmsum áttum, þar á meðal blús og þjóðlagatónlist. Mike er um þess- ar mundir að undirbúa sólóplötu þar sem kassagítarinn verður í hávegum hafður. Einn með gítarinn MIKE POLLOCK Tónlistarmaðurinn Mike Pollock heldur tónleika á Café Rosenberg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Afmælistónleikar rokkkóngsins Bubba Morthens voru haldnir með pompi og prakt í troðfullri Laug- ardalshöll í fyrrakvöld. Tónleikarnir tókust með ein- dæmum vel og fór Bubbi sjálfur á kostum hvort sem hann spilaði róleg kassagítarlög eða harða rokkslagara á borð við Fjöllin hafa vakað og Blindsker. Sýndi hann og sannaði að hann á nóg inni þrátt fyrir að vera kominn á sextugsald- urinn. Diddú, Idol-stjarnan Snorri, Hera Hjartardóttir og Ragnhildur Gísladóttir sungu öll lög eftir Bubba og stóðu sig með prýði. Bubbi er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og á tón- leikunum gagnrýndi hann stór- iðjuframkvæmdir stjórnvalda og lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með brotthvarf Halldórs Ásgríms- sonar úr forsætisráðherrastóli. Einnig hvatti hann áhorfendur til að kaupa nýjustu bók Andra Snæs Magnasonar, þar sem stjórnvöld eru einmitt harðlega gagnrýnd fyrir stóriðjuhugmyndir sínar. Kóngurinn fór á kostum LÉTT DANSSPOR Bubbi Morthens var í miklu stuði á afmælistónleikum sínum og tók meðal annars nokkur dansspor. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR RÚNI JÚL Goðsögnin Rúnar Júlíusson spilaði með Bubba og hljómsveitinni GCD í Höllinni. UPP MEÐ HENDUR! Áhorfendur voru vel með á nótunum og sveifluðu höndum þegar stemningin var sem mest. ROKK OG RÓL Þessi rokkari skemmti sér prýðilega á tónleikunum eins og sjá má. VÆLANDI GÍTAR Mike Pollock lét gítarinn væla er hann spilaði með Bubba og Utan- garðsmönnum. Um sjötíu manns skráðu sig í aðdá- endaklúbb Bubba Morthens sem var stofnaður á Classic Rock á fimmtíu ára afmælisdegi kapp- ans. Áður höfðu um það bil 80 manns skráð sig í klúbbinn á netinu og því eru meðlimirnir strax orðnir um 150 talsins. „Mig óraði ekki fyrir því að allur þessi fjöldi myndi mæta,“ segir Bárður Bárð- arson, formaður klúbbsins. Útvarpsmaðurinn og Bubbaaðdá- andinn Ólafur Páll Gunnars- son var val- inn fyrsti heiðurs- meðlimur klúbbsins og fékk að launum ein- tak af öllum plötum Bubba sem voru endurútgefnar þennan sama dag. Bárður skemmti sér konung- lega á tónleikum Bubba í Laugar- dalshöll, rétt eins og um 5.500 aðrir Íslendingar. „Mér fannst magnað hversu umgjörðin var flott, efnið flott og flutningurinn. Þetta var bara rokk-fjölskyldustund. Þarna voru börn á herðum feðra og mæðra og rokkuðu með. Mér fannst það æðislegt,“ segir hann og bíður nú spenntur eftir næstu stóru tónleikum Bubba, sem verða væntanlega á Nasa í haust. Hann segir kónginn eiga nóg inni þrátt fyrir að vera kominn á sextugsaldurinn. „Það er helling- ur eftir. Hann er bara hálfnaður með ferilinn. Hann fær ekki að hætta fyrr en hann verð- ur leiddur inn á elli- heimilið,“ segir Bárður ákveðinn. „Svo komum við þangað og setjum gítarinn í fangið á honum, það er ekkert öðruvísi.“ Á heilan helling inni BÁRÐUR BÁRÐARSON Formaður aðdáenda- klúbbs Bubba Morthens var hæstánægður með tónleikana í Höllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.