Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 08.06.2006, Síða 82
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR50 Tónlistarmaðurinn Mike Pollock heldur tónleika á Café Rosenberg í kvöld klukkan 22.00. Tónleikarn- ir eru undir yfirskriftinni Universal Roots Music. Mike, sem verður einn með kassagítarinn, mun spila tónlist úr ýmsum áttum, þar á meðal blús og þjóðlagatónlist. Mike er um þess- ar mundir að undirbúa sólóplötu þar sem kassagítarinn verður í hávegum hafður. Einn með gítarinn MIKE POLLOCK Tónlistarmaðurinn Mike Pollock heldur tónleika á Café Rosenberg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Afmælistónleikar rokkkóngsins Bubba Morthens voru haldnir með pompi og prakt í troðfullri Laug- ardalshöll í fyrrakvöld. Tónleikarnir tókust með ein- dæmum vel og fór Bubbi sjálfur á kostum hvort sem hann spilaði róleg kassagítarlög eða harða rokkslagara á borð við Fjöllin hafa vakað og Blindsker. Sýndi hann og sannaði að hann á nóg inni þrátt fyrir að vera kominn á sextugsald- urinn. Diddú, Idol-stjarnan Snorri, Hera Hjartardóttir og Ragnhildur Gísladóttir sungu öll lög eftir Bubba og stóðu sig með prýði. Bubbi er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og á tón- leikunum gagnrýndi hann stór- iðjuframkvæmdir stjórnvalda og lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með brotthvarf Halldórs Ásgríms- sonar úr forsætisráðherrastóli. Einnig hvatti hann áhorfendur til að kaupa nýjustu bók Andra Snæs Magnasonar, þar sem stjórnvöld eru einmitt harðlega gagnrýnd fyrir stóriðjuhugmyndir sínar. Kóngurinn fór á kostum LÉTT DANSSPOR Bubbi Morthens var í miklu stuði á afmælistónleikum sínum og tók meðal annars nokkur dansspor. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR RÚNI JÚL Goðsögnin Rúnar Júlíusson spilaði með Bubba og hljómsveitinni GCD í Höllinni. UPP MEÐ HENDUR! Áhorfendur voru vel með á nótunum og sveifluðu höndum þegar stemningin var sem mest. ROKK OG RÓL Þessi rokkari skemmti sér prýðilega á tónleikunum eins og sjá má. VÆLANDI GÍTAR Mike Pollock lét gítarinn væla er hann spilaði með Bubba og Utan- garðsmönnum. Um sjötíu manns skráðu sig í aðdá- endaklúbb Bubba Morthens sem var stofnaður á Classic Rock á fimmtíu ára afmælisdegi kapp- ans. Áður höfðu um það bil 80 manns skráð sig í klúbbinn á netinu og því eru meðlimirnir strax orðnir um 150 talsins. „Mig óraði ekki fyrir því að allur þessi fjöldi myndi mæta,“ segir Bárður Bárð- arson, formaður klúbbsins. Útvarpsmaðurinn og Bubbaaðdá- andinn Ólafur Páll Gunnars- son var val- inn fyrsti heiðurs- meðlimur klúbbsins og fékk að launum ein- tak af öllum plötum Bubba sem voru endurútgefnar þennan sama dag. Bárður skemmti sér konung- lega á tónleikum Bubba í Laugar- dalshöll, rétt eins og um 5.500 aðrir Íslendingar. „Mér fannst magnað hversu umgjörðin var flott, efnið flott og flutningurinn. Þetta var bara rokk-fjölskyldustund. Þarna voru börn á herðum feðra og mæðra og rokkuðu með. Mér fannst það æðislegt,“ segir hann og bíður nú spenntur eftir næstu stóru tónleikum Bubba, sem verða væntanlega á Nasa í haust. Hann segir kónginn eiga nóg inni þrátt fyrir að vera kominn á sextugsaldurinn. „Það er helling- ur eftir. Hann er bara hálfnaður með ferilinn. Hann fær ekki að hætta fyrr en hann verð- ur leiddur inn á elli- heimilið,“ segir Bárður ákveðinn. „Svo komum við þangað og setjum gítarinn í fangið á honum, það er ekkert öðruvísi.“ Á heilan helling inni BÁRÐUR BÁRÐARSON Formaður aðdáenda- klúbbs Bubba Morthens var hæstánægður með tónleikana í Höllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.