Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 08.06.2006, Qupperneq 85
[KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Árið 1976 sendi hinn ágæti leik- stjóri Richard Donner (Superman, Lethal Weapon) frá sér hryllings- myndina The Omen. Þessi þrjátíu ára gamli hrollur er fyrir löngu orðinn sígildur enda var myndin ákaflega vel mönnuð með kemp- una Greogry Peck í hlutverki sendiherra Bandaríkjanna í Lond- on sem ól afkvæmi Satans upp sem sitt eigið. Lee Remick gaf ekkert eftir sem eiginkona sendi- herrans, David Warner fór vel með rullu fréttaljósmyndara sem varð lykilmaður í lausn gátunnar um And-Krist og hrollvekjudrottn- ingin Billie Whitelaw var vægast sagt ógnvekjandi sem Mrs. Baylock, barnfóstran frá helvíti. Undir sígildum átökum góðs og ills dundi svo djöfulleg tónlist Jerry Goldmsith, bergmál af Carmina Burana eftir Orff, sem gulltryggði að áhorfendur efuðust ekki eitt augnablik um að sonur Satans væri stiginn til jarðar og var áður en yfir lauk kominn með annan fótinn inn fyrir þröskuld Hvíta hússins. The Omen er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Davids Seltzer sem lék sér með þá hugmynd úr Opinberunarbók Jóhannesar að þegar dýrið, eyrnamerkt hinni djöfullegu tölu 666, risi úr djúpinu myndi mannkynið tortímast. Hjá Seltzer birtist þessi And-Kristur sem hvítvoðungurinn Damien, getinn af sjakala á sjötta degi sjötta mánaðar ársins klukkan sex. Svo „óheppilega“ vill til að á sama tíma deyr barn Roberts Thorn sendiherra og eiginkonu hans, Katherine, í fæðingu og Robert fellst á það að undirlagi vafasams sjúkrahússprests að taka Damien að sér og ljúga því að eiginkonu sinni að hann sé sonur þeirra hjóna. Þetta gerir ambassa- dorinn vitaskuld í trausti þess að hinn ættleiddi sé mennskt barn móður sem fórst af barnsförum. Nokkur ár líða þar til dularfull dauðsföll í kringum Damien fara að vekja upp spurningar um leið og móðirinn fer að efast um að barnið sé hennar. Sendiherrann áttar sig svo hægt og bítandi á því að eiginkona hans hefur alið nöðru við brjóst sér en þá gæti það verið um seinan. Framtíð mannkyns alls gæti verið í húfi og það stendur upp á hann að drepa „son“ sinn samkvæmt ákveðnu ritúali. Nú, árið 2006, er Damien kom- inn aftur. Nýja Omen-myndin er býsna vel mönnuð, eins og forver- inn, og þó öllu meiri kraftur hafi verið í Peck og Remick í hlutverk- um sendiherrahjónanna á sínum tíma er engin ástæða til að kvarta yfir Liev Schreiber og Juliu Stiles. Aðrir leikarar skila svo sínu með sóma í smærri en ekki síður mikil- vægum hlutverkum. Það er því býsna vel að verki staðið í þessari uppfærðu útgáfu The Omen en þar sem um er að ræða endurgerð pottþéttrar mynd- ar þá er hún í raun jafn óþörf og ljósrit Gus Van Sant af Psycho. Af hverju að laga það sem er ekki bilað? Hér hjálpar það þó óneitan- lega til að nýja myndin er ekki end- urgerð ramma fyrir ramma. Sagan er tengd samtímanum og meiri áhersla er lögð á angist móðurinn- ar sem áttar sig á að barnið hennar er beinlínis illt. Alls ekki galið en þetta bætir engu við upprunalegu söguna og The Omen anno 1976 stendur eftir sem mun öflugri mynd. Hér vantar herslumuninn og það verður að segjast eins og er að þó Schreiber sé fínn leikari þá kemst hann ekki með tærnar þar sem Peck var með hælana. Það eina sem nýja myndin gerir af viti er að kynna þessa fínu sögu fyrir nýrri kynslóð sem nennir lík- lega ekki að sækja frummyndina út á leigu. Þórarinn Þórarinsson Djöfullinn tekur öll völd THE OMEN LEIKSTJÓRI: JOHN MOORE Aðalhlutverk: Liev Schreiber, Julia Stiles, David Thewlis, Mia Farrow og Seamus Davey- Fitzpatrick. Niðurstaða: Nýja myndin um Damien djöfla- barn ætti að skjóta þeim sem ekki hafa séð þá gömlu skelk í bringu en fyrir hina er hún lítið annað en notaleg upprifjun. �������� ����������������� �������� � � � � � � �� � � �� � ���������� ������ ����� �� ������ ��� �������� �� ��� ��������������� ��������� ����� �������������� Píanóleikarinn Billy Preston, sem lék með Bítlunum og The Rolling Stones, er látinn, 59 ára að aldri. Þegar Preston var unglingur spilaði hann með Little Richard og Ray Charles og síðar lék hann á Bítlaplötunni Let It Be og Exile on Main Street með The Rolling Stones, auk þess sem hann vann með Bob Dylan og Arethu Franklin. „Billy var afar hæfileikaríkur tónlistarmaður. Hann var frábær söngvari bæði í hljóðverinu og á tónleikum,“ sagði Mick Jagger, söngvari Rolling Stones. „Ég mun sakna hans mikið.“ Á umslagi plötunnar Let It Be kemur fram að Preston hafi leikið með í laginu Get Back og var það aðeins í annað skiptið sem nokkurs utanaðkomandi var getið með þeim hætti á plötum Bítlanna. Preston hafði góð áhrif á Bítlana á meðan á upptökum á Let It Be stóð en fram að því hafði andrúmsloftið í sveitinni ekki verið gott. Talið er að John Lennon hafi viljað gera Preston að fimmta Bítlinum en hugmyndin fékk dræmar viðtökur hinna meðlima sveitarinnar. Auk þess að vinna með öðrum tónlistarmönnum gaf Preston út sólóplötur á áttunda áratugnum, til dæmis smáskífurnar Will It Go Round in Circles og Nothing From Nothing. Preston lést vegna nýrna- bilunar. Hafði hann verið í dái frá því í nóvember. Billy Preston látinn BILLY PRESTON Píanóleikarinn Billy Preston er látinn, 59 ára að aldri. Hljómsveitirnar Fræ, We painted the walls og Thugs on Parole spila á sumartónleikaröð Reykjavík Grapevine og Smekkleysu í kvöld. Thugs on Parole spilar í Gallerý humar eða frægð klukkan 17.00 en klukkan 21.00 spila Fræ og We painted the walls á Café Amster- dam. Þar er aðgangseyrir 500 krón- ur en frítt er inn á fyrri tónleikana. Fræ, sem var stofnuð á síðasta ári, mun selja nýjustu plötu sína, Eyðileggðu þig smá, á tónleikun- um en hún er nýkomin til landins. Tvennir tónleikar verða haldn- ir alla fimmtudaga í sumar í til- efni af sumartónleikaröðinni, alls 28 talsins. Tónleikaröð hefst FRÆ Hljómsveitin Fræ spilar á Café Amsterdam í kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.