Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 88

Fréttablaðið - 08.06.2006, Page 88
 8. júní 2006 FIMMTUDAGUR56 HANDBOLTI Lokapróf hand- boltalandsliðsins fyrir leikina gegn Svíum verður þreytt í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Dönum öðru sinni og í þetta skipt- ið í Laugardalshöll. Ísland vann fyrri leikinn á þriðjudag á Akur- eyri og verður spennandi að sjá hvernig Alfreð Gíslason landsliðs- þjálfari lætur liðið spila í kvöld. „Ég var þokkalega sáttur við leikinn á Akureyri en við vorum að gera of mikið af tæknifeilum og svo gekk 6/0 vörnin ekkert. Aggressíva vörnin gekk betur, sem og sóknin, og þá aðallega í fyrri hálfleik en þetta datt svolítið niður í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Gíslason, sem var að greina leikinn frá þriðjudeginum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég mun halda áfram að spila þessa aggressívu vörn gegn Dönum á morgun (í kvöld) og mun einnig prófa að setja Alexander upp á topp en hann er mjög sterk- ur í þeirri stöðu rétt eins og Guð- jón Valur. Hann stelur fullt af bolt- um og er einnig rosalega sterkur.“ Sverrir Björnsson fékk það hlutverk að leika við hlið Sigfúsar Sigurðssonar í vörninni og hann mun gera það áfram í kvöld. Hann mun því væntanlega fá það verk- efni að skrúfa fyrir örvhentu skyttuna Kim Andersson í Globen á sunnudag. Sverrir átti ekki sér- stakan leik á Akureyri og gerði sig sekan um nokkuð af mistökum. „Ég bjóst aldrei við fullkomnum leik hjá Sverri því hann hefur ekki spilað nákvæmlega þessa stöðu áður og hann var fullbráður á köfl- um. Þetta er erfiðari staða en Sig- fús spilar í þessari vörn og ég sé engan annan en Sverri taka And- ersson á þessu svæði. Sverrir hefur örugglega lært mikið af þessum leik og kemur sterkari til leiks í Höllinni,“ sagði Alfreð en hvað verður æft sérstaklega í kvöld? „Við höldum áfram að keyra hluti sem gengu illa á Akureyri og þá sérstaklega í sókninni. Við hættum að spila fljótandi bolta þegar leið á leikinn og vorum of staðir. Á móti Svíunum verðum við að fá mikla hreyfingu án bolta og spila lengri sóknir,“ sagði Alfreð. Logi Geirsson leikur ekki með í kvöld vegna veikinda. Leikurinn hefst klukkan 19.35 og kostar 1.000 krónur inn í húsið. henry@frettabladid.is Reynum að laga það sem miður fór á Akureyri Handboltalandsliðið býr sig í Höllinni í kvöld undir umspilsleikina gegn Svíum um sæti á HM. Strákarnir halda til Svíþjóðar á föstudagsmorgun en leikurinn fer fram á sunnudag í Globen-höllinni í Stokkhólmi. LÍFLEGUR Á LÍNUNNI Alfreð Gíslason var mjög líflegur á sínum gamla heimavelli á þriðju- dag þegar hann stýrði landsliðinu í sinum fyrsta landsleik. FÓTBOLTI Heimsmeistarar Brasilíu óttast greinilega að mjög fast verði tekið á þeim í heimsmeist- aramótinu sem hefst í Þýskalandi á morgun. Ronaldinho, leikmaður Barcelona og lykilmaður í lands- liði Brasilíu, hefur biðlað til dóm- ara um að vernda leikmenn liðsins fyrir grófum leik andstæðinga þeirra. „Öll liðin bíða eftir því að spila við okkur og munu án nokkurs vafa gera allt sem þau geta til að stöðva sóknirnar okkar. Það er mjög mikilvægt að dómararnir taki hart á þessu vegna þess hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Ronaldinho úr æfingabúð- um landsliðsins en hann óttast greinilega að leiftrandi sóknar- leikur liðsins fái ekki að njóta sín sem skildi. „Það er sama hvaða lið við spil- um við, þau munu öll verjast gegn okkur. Við vitum vel að það getur verið erfitt að skora þegar lið gera það, sitja aftur á vellinum og reyna að nýta sér skyndisóknir,“ sagði kokhraustur Ronaldinho í von um sérmeðferð frá dómurum á stórmótinu. Brasilíumenn eru í riðli með Áströlum, Japan og Króötum, sem þeir leika fyrsta leikinn gegn á þriðjudaginn. - hþh Leikmenn Brasilíu óttast „ofbeldi” í leikjum: Ronaldinho biðlar til dómara HM SNILLINGUR Búist er við miklu af Ronaldinho á HM og hann má því eiga von á föstum tökum frá andstæðingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Michael Ballack, fyrirliði Þýskalands, segir að liðið eigi litla möguleika á því að vinna heims- meistarakeppnina í Þýskalandi vegna reynsluleysis. „Við höfum leikmenn sem eru ekki með mikla landsliðsreynslu. Við höfum ekki úr eins hópi að velja og við höfð- um á HM 1990 eða Evrópukeppn- inni fyrir tíu árum. „Liðið gerir mikið af mistökum og það er mikil óvissa fyrir mótið. Frammistaða og úrslit okkar fyrir mótið sýna að liðið er óstöðugt,“ sagði Ballack, sem gekk nýlega í raðir Chelsea. - egm Michael Ballack, Þýskalandi: Okkur skortir stöðugleika BALLACK Umkringdur af fjölmiðlum og aðdáendum í Berlín. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Miðjumennirnir Nigel de Jong og Stijn Schaars hjá Hollandi eru báðir í biðstöðu fyrir heims- meistarakeppnina. Meiðslavand- ræði liðsins eru að aukast og hafa Wesley Sneijder, Phillip Cocu, Giovanni van Bronckhorst og Kew Jaliens allir bæst á meiðslalistann þar sem Rafael van der Vaart var fyrir. „Við erum ekki vissir um hvort einhver af þeim þurfi að draga sig út úr hópnum en gott er að vera við öllu búnir og hafa varamenn reiðubúna sem eru tilbúnir að stökkva inn,“ sagði talsmaður hol- lenska liðsins en hægt er að skipta út meiddum leikmönnum þar til sólarhring fyrir fyrsta leik. Hinn reynslumikli Nigel de Jong var ekki í upprunalega hópn- um þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á hné en hann hefur nú jafnað sig. Schaars er fyrirliði U21-landsliðs Hollands sem hamp- aði Evrópumeistaratitlinum í síð- ustu viku. - egm Meiðsli í hollenska hópnum: Tveir menn í biðstöðu HOLLAND Stuðningsmenn Hollands skemmta sér þrátt fyrir vandræðin hjá liðinu. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Leikmönnum spænska landsliðsins er lofað hæstu bónus- greiðslunum af liðunum sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Breska blaðið Daily Mail er með úttekt á þessum málum, en Eng- lendingar eru aðrir í röðinni, og hver leikmaður á von á 42 milljón- um íslenskra króna ef liðinu tekst að vinna keppnina á móti rúmum 55 milljónum sem spænsku leik- mönnunum er lofað. Upphæðin sem Englendingum er lofað er helmingi hærri en Frakkar eiga að fá og þrisvar sinn- um meiri en Brasilíumenn munu fá verði þeir heimsmeistarar. - egm Heimsmeistarakeppnin: Spánverjar fá mest í bónus

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.