Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.06.2006, Blaðsíða 22
 23. júní 2006 FÖSTUDAGUR22 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Kynntu þér stóru, sterku og fallegu tjaldvagnana frá Camp-let, uppáhalds ferðafélaga Íslendinga um áratuga skeið! ... og fríið verður frábært með Camp-let Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.isUmboðsmaður á Akureyri: Bílasalinn.is // Hjalteyrargötu 2 Savanne er nýr og spennandi kostur frá Camp-let Áfast fortjald Gott rými Pottþéttur tjalddúkur Áföst eldhúseiningLéttur en nýðsterkur Hár tjaldvagn á 13" dekkjum Hjarta Sólheima slær í gróðurhúsi einu þar sem kaffihúsið Græna kannan er rekin. Þar eru oft haldnir menningarlegir viðburðir eins og til dæmis leiksýningar leikfélagsins á Sólheimum. Um þessar mundir eru haldnir þar tónleikar vikulega enda stendur nú menningarveisla yfir. Það eru hæg heimatökin hjá Sólheima- búum að fá listamenn til liðs við sig því fjölmargir þeirra hafa tekið ástfóstri við þetta samfélag og íbúa þess. Til dæmis leikstýrði Edda Björgvinsdóttir leikfélag- inu um allnokkurt skeið og er hún nú væntanleg á næstunni með sýningu sína Brilliant skilnaður. En ekki er nóg með að vel sé hugað að sál og geði kaffihússgestanna heldur er einnig séð til þess að þeir láti ekki einhver gerviefni ofan í sig. Þess vegna er allt lífrænt ræktað sem borið er á borð; meira að segja bjórinn og léttvínið. Stúlkurnar þrjár sem afgreiddu þegar blaðamann bar að garði voru einnig viðmótsþýðar og skemmtilegar. Meðal annarra vinnustaða á Sólheim- um má svo nefna gisti- og heilsuheimilið Brekkukot en þar eru samtals 33 rúm í tveimur húsum. Verslunin Vala er einnig nokkuð sérstök en þar eru seldar nauð- synjavörur en sérstök áhersla lögð á líf- rænt ræktaðar vörur. Ekki má svo gleyma gróðurhúsinu Sunnu en þar eru ræktaðar gulrætur, gúrkur, paprikur, tómatar og sitthvað fleira. Það góss er einnig selt í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu ef menn vilja njóta sæta Sólheimabragðs- ins sem Ingi Guðmundsson forstöðumað- ur segir að einkenni afurðirnar. ATVINNUREKANDINN: KAFFIHÚSIÐ GRÆNA KANNAN Kaffihús án allra aukaefna Heiðrún Birna Rúnarsdóttir, Guðlaug Jónatansdóttir og Nanna Ósk Arnarsdóttir. Það er skúraveður þegar Jón Sigurður Eyjólfsson ekur niður hvilftina að Sól- heimum í Grímsnesi. Ekki þarf að dvelja lengi til að skynja að þetta sjálfbæra samfélag sem þar er á eng- an sinn líka hér á landi og þótt víðar væri leitað. Um leið og komið er að kjarna þess- arar litlu byggðar rekst blaðamað- ur á Birgi Thomsen, prest og félags- málafulltrúa Sólheima, sem fyllist strax af sagnaanda þegar hann er spurður út í sögu þessa sérstaka samfélags. „Sólheimar voru upphaflega stofn- aðir sem barnaheimili árið 1930 af atorkukonunni og uppeldisfræð- ingnum Sesselju Hreindísi Sig- mundsdóttur,“ segir guðsmaðurinn. „Hún var fyrir margar sakir merki- leg kona. Til dæmis var hún fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra en hún stundaði nám í átta ár í Danmörku, Þýskalandi og Sviss. En hún lærði sitthvað fleira eins og uppeldisfræði, barnahjúkr- un, rekstur barnaheimila og einnig garðyrkju, blómarækt og meðferð alifugla. Á námsárunum kynntist hún kenningum mannspekingsins Rudolfs Steiner og það átti eftir að hafa mikil áhrif á hana. Í anda kenninga hans stofnaði hún Sól- heima hér á þessari jörð sem heitir Hverakot. Kenningarnar byggjast á því að menn hagi lífi sínu með þeim hætti að velferð manns og náttúru sé sem mest. Þess vegna leggjum við mikið upp úr lífrænni ræktun, sjálfbærri ræktun, endur- vinnslu og kristilegum gildum. En Sesselja byrjar sem sagt hér með nokkur börn í tjöldum en bróðir hennar leiddi hita í þau úr hvern- um. En strax ári eftir að Sólheimar eru stofnaðir óskaði Knud Zimsen borgarstjóri eftir því að hún tæki einnig að sér fötluð börn og undan því var ekki skorast.“ Í ónáð hjá barnaverndaryfirvöldum En líkt og flestir frumkvöðlar fékk Sesselja að kenna á íhaldssömum mönnum sem voru ekki par hrifnir af þeirri þróun sem var að eiga sér stað á jörðinni í Hverakoti. „Full- trúarnir í barnaverndarnefnd höfðu allt á hornum sér því hún gaf börn- unum alltof mikið grænmeti en það þótti ekki góð latína í þá daga. Það þótti nánast aðeins skepnufóður. Þeir komu oft til að vigta börnin og ganga úr skugga um að þau þrifust á þessu fæði,“ segir Birgir. Einnig þótti mörgum ráðamönnum ótækt að fatlaðir væru innan um ófatlaða og var jafnvel sú krafa gerð að komið yrði upp grindverki til að aðgreina þessa tvo hópa. En slíkt er í hrópandi andstöðu við hugmyndafræðina sem ríkir á Sól- heimum. „Fyrst þegar maður kemur hingað veit maður varla hver er vistmaður og hver er starfs- maður,“ segir Óskar Jón Helgason sem er nýkominn til starfa á Sól- heimum sem verkefnisstjóri. „Svo kemst maður að því að það skiptir hreint engu máli hver er hvað.“ Tendruð ást í kertagerðinni Nú stendur yfir svokölluð menn- ingarveisla þar sem fjölmargir listamenn leggja Sólheimabúum lið en einnig er nóg um skapandi fólk í þeirra eigin röðum. Í Ólasmiðju, trésmiðjunni, eru hljóðfæri búin til undir handleiðslu Lárusar Sigurðs- sonar. Haukur Þorsteinsson sem þar vinnur grípur svo í gítarinn sem þar var smíðaður og leikur af fingrum fram. Jolanda María Þor- steinsson var hins vegar að mála skraut þegar blaðamann bar að garði og Einar Baldursson var að hola fyrir búk á svokallaðri jarð- hörpu sem þar er framleidd. Við hliðina á trésmiðjunni er svo kertagerð. Afurðirnar eru seldar í versluninni Völu en þar ræður ríkj- um Sveinbjörn Kristjánsson og eru áhyggjur hans af nokkuð öðrum toga en almennt gerist með versl- unarmenn. „Hér er vandað til allr- ar framleiðslu og þá á kostnað afkastanna,“ segir hann. „Það vill stundum brenna við að vörurnar sem við erum hvað stoltastir af eru keyptar upp og jafnvel að tveir séu um síðasta gripinn hjá okkur. Þannig að ég er stundum í þeirri undarlegu stöðu að reyna að fá viðskiptavininn til að kaupa ekki hinn eða þennan gripinn.“ Í kertagerðinni vinna Árni Alex- andersson og Dísa Ragna Sigurðar- dóttir en þau eru kærustupar og ástin skín af þeim svo það er engu líkara en kveikt sé á öllum kertum þar inni. Árni er oft kallaður legó- meistarinn enda á hann ógrynni stórra legóbíla sem hann hefur sett saman sjálfur. „Konan fer til Kan- aríeyja í ágúst og þá ætla ég að fá mér annan bíl og setja hann saman,“ segir hann. Dísa segir að Árni sé rómantískur og góður en svolítill prakkari sem erfitt getur verið að eiga við. „Ég fer með hana á Grænu könnuna, sem er kaffihúsið hérna, og þá fæ ég mér bjór,“ segir Árni en fær þá skammir í hattinn frá konunni. Saga Ólasmiðju er nokkuð sér- stök en hún hófst með því að Óli M. Ísaksson var að fá sér kaffi á Sól- heimum fyrir um fimmtán árum og vildi svo fá að greiða fyrir það en þá var ókeypis kaffi í boði. Hann tók hins vegar ekki annað í mál en að fá að greiða fyrir kaffið og rétti fram milljón króna ávísun sem síðan varð stofnfé smiðjunar. Síðan hefur Óli oft komið og fengið sér kaffi á Sólheimum og borgað vel fyrir sopann. BIRGIR THOMSEN Sagnaandinn hellist yfir prestinn þegar hann er spurður um sögu Sólheima. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR REYNIR PÉTUR INGVASON Hugsjóna- og vísindamaðurinn Reynir Pétur á það til að slá um sig með skemmtilegum orðaleikj- um meðan hann gerir grein fyrir máli sínu. Þá er jafnan glatt á hjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Heimurinn séður frá Sólheimum Íbúafjöldi: Um 100 Stofnað: 1930 af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur. Framkvæmdastjóri: Guðmundur Ármann Pétursson. Helstu vinnustaðir: Gisti- og heilsuheimilið Brekkukot, Jurtagull, framleiðir hand- og hársápu, Skóg- ræktarstöðin Ölur, Garðyrkjustöðin Sunna, kaffihúsið Græna kannan. Sérkenni: Á Sólheimum var fyrst stunduð lífræn ræktun á Norð- urlöndum og Sólheimabúar eru jafnframt fyrstir Íslendinga til að vera teknir inn í alþjóðasamtökin Global Eco-village Network sem eru samtök um sjálfbæra og lífræna ræktun. Vegalengd frá Reykjavík: 84 kílómetrar. Sólheimar í Grímsnesi Í TRÉSMIÐJUNNI Jolanda María Þorsteinsson er fremst að mála skraut en þar fyrir aftan eru þeir Einar Baldursson sem var að gera bakhluta jarðhörpu og aftasturner Haukur Þorsteinsson að teygja sig í gítar sem smíðaður er í smiðjunni; tilbúinn að taka lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.